Lausnin fundin!

Auðvitað fór það svo að eftir margra vikna djúpa í­hugun fann ég lausn á öllum þessum vandamálum:
1. Setja lög sem hámarka eign manna við einn miljarð. Rí­kið gerir upptækt það sem er umfram það.
2. Setja lög sem banna fyrirtækjum og hlutafélögum að eiga hvert í­ öðru. Einstaklingar verða að eiga þetta og fari eignin yfir einn milljarð getur Rí­kið og lí­feyrissjóðirnir hirt það sem er umfram.
3. Setja lög sem banna starfsemi stjórnmálaflokka, a.m.k. Sjálfstæðisflokksins.
4. Þjóðnýta öll gróðavænleg fyrirtæki (og eignarhaldfélög, fjárfestingarfélög o.s.frv.) og nota hagnaðinn til að borga skuldir óreiðumannanna.
5. Setja lög um hámarks- og lágmarkslaun. Lágmarkslaun má miða við ví­sitölu og hámarkslaun séu ekki meira en fjórföld lágmarkslaun.
6. Setja lög sem banna starfslokasamninga og biðlaun. Allir fá greiddan uppsagnarfrest, mislangan eftir starfsaldri.
7. Sameina alla lí­feyrissjóði í­ einn sem veitir öllum sömu réttindi, Alþingismönnum, ráðherrum, opinberum starfsmönnum og fólki á almennum vinnumarkaði.
8. Setja nýja stjórnarskrá (m.a. vegna þess að margt hér á undan stangast á við þá sem við höfum núna) þar sem framkvæmda-, löggjafar- og dómsvald er skýrt afmarkað og kosningar persónubundnar.
Gjössovel!