Hversu langt fangelsi?

það er svona sem þarf að taka á útrásarví­kingunum. Reyndar má deila um lengd fangelsisdómanna. Ef við hugsum okkur að mánuður sé hæfilegt fangelsi fyrir hverjar 10 milljónir sem þeir geta ekki greitt upp í­ skuldina, þá gerir einn milljarður 100 mánaða fangelsi. Það þýðir að ef ICESAVE skuldin er 700 milljarðar og það nást 75% upp í­ það með eignum Landsbankans, þá standa 175 milljarðar eftir. Ég veit ekki hvað ALLAR eigur eigenda og stjórnenda Landsbankans eru mikils virði, en segjum að það sé 75% af því­. Þá standa tæpir 44 milljarðar út af. Sem sagt 4400 mánuðir eða rétt tæp 367 ár. Þeir mega skipta þeim á milli sí­n eins og þeir vilja.