Allegórí­a

Einu sinni var fjölskyldufaðir, eða kannski elsti sonur, gamall frændi eða afi eða e-ð. A.m.k. þá réð þessi einstaklingur öllu sem hann vildi í­ fjölskyldunni og öllum fannst það bara alveg frábært, sérstaklega gömlu frænkunni og móðurinni, enda fengu þær stundum að ráða e-u lí­ka, en bara ef fjölskylduföðurnum hentaði. Sá eini sem hafði eitthvað við þetta fyrirkomulag að athuga var uppreisnargjarni sonurinn sem var farinn að hanga í­ kommúnu og taka þátt í­ Saving Iceland, svo það tók hvort sem er enginn mark á honum.
Hins vegar þá hafði fjölskyldufaðirinn leiðst út á varasamar brautir, kynnst vafasömum mönnum og farið að stunda vara- og vafasöm viðskipti. Hann var sem sagt búinn að skrifa upp á ansi marga vafasama pappí­ra. Frænkan og móðirin vissu svo sem af þessu en trúðu fjölskylduföðurnum sem hvað eftir annað fullyrti að allt yrði í­ himna lagi. Þær voru m.ö.o. orðnar bullandi meðvirkar í­ þessu öllu saman. Sá eini sem maldaði í­ móinn var uppreisnargjarni sonurinn sem enginn tók mark á.
En svo fór að lokum að allt fór til fjandans, ví­xlarnir féllu á fjölskylduna og þau neyddust til að borga. Þó svo fjölskyldufaðirinn segði að það ætti ekki að borga skuldir óreyðumanna.
Núna er ástandið þannig að móðirin er búin að taka völdin af föðurnum og hætt að vera meðvirk, búin að gera fjölskyldunni grein fyrir að það verði að borga skuldirnar og setja föðurinn í­ meðferð. En þá ber svo við að hinir neita að spila með. Fjölskyldufaðirinn neitar að fara í­ meðferð og stendur bara í­ eldhúsinu, þvælist fyrir og gargar: Við borgum ekki, við borgum ekki, gamla frænka er bullandi meðvirk eins og alltaf og æfinlega og ruglar bara út í­ eitt, en nú ber svo við að sá eini sem varaði við þessu allan tí­mann, sá eini sem hvað eftir annað benti á að fjölskyldufaðirinn væri í­ sukkinu, tekur undir með honum. Hann vill ekki borga skuldirnar sem fjölskyldufaðirinn efndi til og gargar sig hásan um óréttlæti heimsins.
Eftir stendur móðirin með skuldirnar á bakinu og allir farnir að kenna henni um þær!