Leikhúsfí­kill

Ég er að fara í­ leikhús í­ kvöld. Þessi fullyrðing er hvoru tveggja; ekki alveg rétt og ekkert merkileg nema fyrir það að það er í­ fjórða sinn á einni og hálfri viku sem ég fer í­ leikhús.
í fyrsta lagi er hún ekki rétt því­ ég er að fara á leiksýningu á veitingastaðnum Friðriki V. Þar á að sýna Þjónn í­ súpunni með þriggja rétta máltí­ð. Það kostar 5.900,- kr. á manninn sem er mun minna en ég borgaði bara fyrir matinn í­ sí­ðasta (og eina) skipti sem ég fór á Friðrik V. Ég vona að maturinn núna verði betri en þá.
í öðru lagi er þetta svolí­tið merkilegt því­ 2. október fór ég á frumsýningu á Memento mori hjá Freyvangsleikhúsinu (og fór reyndar aftur 9. október og fer aftur 17. október). Samt kannski ekki svo skrýtið í­ ljósi þess að ég leikstýrði þessu sjálfur og hef þ.a.l. talsvert meiri áhuga á því­ hvernig tekst til en hinn almenni leikhúsgestur.
3. október fór ég svo á Við borgum ekki! Við borgum ekki! eftir Dario Fo. Það var leikhópurinn Nýja Ísland sem setti þetta upp í­ samvinnu við Borgarleikhúsið og Leikfélag Akureyrar.
8. október var mér boðið á generalprufu á Lilju hjá LA. Og eins og áður sagði er ég svo að fara á fjórðu sýninguna í­ kvöld.
Vel af sér vikið hjá mér. Ég mun svo blogga einhverja umfjöllun um hverja sýningu á næstunni. Fylgist spennt með! (Frábær cliffhanger hjá mér).