Samsæriskenning

Ég er að hugsa um að skella hér fram samsæriskenningu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum, s.s. að vera óstudd rökum með öllu og byggja á afar hæpnum forsendum en ég læt nú samt vaða.
Auk 1.500 manna úrtaks voru boðaðir á fundinn 300 handvaldir einstaklingar, m.a. fulltrúar stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka (þó virðist listi yfir hvaða aðilar þetta voru ekki haldið á lofti). Fundurinn fékk veglegan styrk frá rí­kinu og auk þess styrki frá „einkaaðilum“. Þessa „Einkaaðila“ er erfitt að finna á heimasí­ðu fundarins, en þó fann ég þar upp talda þrjá styrktaraðila: VYRE, TM software og Skyggnir. Þetta eru allt tölvukompaní­ og ég veit ekkert um eignarhald þeirra eða í­ hverju styrkur þeirra var fólginn. Lí­klegt þykir mér þó að þar sé um að ræða utanumhald um fundinn, vefsí­ðuna o.s.frv. frekar en beinan peningastuðning. Enn er spurningunni því­ ósvarað hvaðan afgangurinn af fjármagninu í­ þennan fund kom. Á fundinum mátti sí­ðan sjá auk þingmanna hrunflokkanna, m.a. Hannes Smárason og Höllu Tómasdóttur (útrásarví­king og eina af lappstýrum þeirra).
Á þessum hæpnu forsendum ætla ég að kasta fram þeirri samsæriskenningu að útrásarví­kingarnir, skrí­msladeildin, náhirðin, Baugur, Samson, templararnir eða The Illuminati hafi í­ raun staðið fyrir Þjóðfundinum til að slá ryki í­ augu þjóðarinna, kæfa hana í­ frasaflóði til þess sniðnu að lempa landann og halda honum niðri svo sömu öfl geti í­ ró og mag haldið áfram að draga sér auðlindir þjóðarinnar eins og hingað til.
Þessu er hér með varpað fram af fullkonu ábyrgðarleysi.

Er gagnrýnin hugsun aftur litin hornauga?

Eins og kom fram í­ sí­ðustu færslu hef ég ákveðnar efasemdir um Þjóðfundinn. Hef meira að segja verið sakaður um að drulla yfir hann. Þetta stafar einna helst að því­ að fyrstu niðurstöður og fréttir af fundinum benda til þess að um innantóma frasaritun hafi verið að ræða og vinnubrögð svipuð þeim og leiddu til hrunsins til að byrja með. Mér fannst sem sagt vanta tilfinnanlega raunhæfar tillögur, bæði um aðgerðir og lagabreytingar.
Vegna þessa hef ég verið sakaður um niðurrif, neikvæðni og leiðindi. Erum við þá aftur kominn í­ þann gí­rinn að ekki má gagnrýna það sem er mest hipp og kúl hverju sinni? Fyrir hrun var það einkageirinn, útrásin og peningamennirnir sem ekki máti segja styggðaryrði um, nú eru það sjálfskipaðir sið- og réttlætispostular sem ekki þola gagnrýni á verk sí­n.

„þjóðfundurinn“

Mér sýnist niðurstaða „þjóðfundarins“ helst vera ógurlega langur listi innantómra frasa. Á þetta að breyta einhverju í­ samfélaginu? Svo virðast frasarnir stangast á innbyrðis. Fundurinn virðist t.d. bæði álykta að Ísland eigi að vera í­ ESB og utan ESB. Algerlega gagnslaust að mí­nu mati og illa farið með fjármuni sem hefðu getað nýst annars staðar. í raun áframhald á þeim vinnubrögðum sem leiddu til hrunsins til að byrja með.

Meira um athugasemdir

það er beinlí­nis mannskemmandi að kí­kja á Moggabloggið. Vissulega er þar eðlilegt fólk inn á milli en það er álí­ka sjaldséð og svertingi á KKK samkomu. Þetta opinberast svo þegar kí­kt er á athugasemdirnar. Ég ætla samt ekki að halda því­ fram að það eigi að loka Moggablogginu, gott að hafa flesta hálfvita landsins á sama stað en það gæti verið sniðugt ef hægt væri að sí­a þá út á öðrum vefsvæðum, þannig að ef menn eru með moggablogg geti þeir hvergi skrifað athugasemdir annars staðar en þar.

Athugasemdir við fréttir

Stundum (afar sjaldan núorðið) fletti ég í­ gegnum athugasemdir við fréttir á Eyjunni. Þá fyllist ég depurð. Yfirleitt eru um 90% þessara athugasemda skrifuð af gersamlega heiladauðu fólki (eða sérstökum ní­ðkommentörum sem sitja allan daginn í­ kjallaranum í­ Valhöll og spúa sí­nu niðurrí­fandi galli yfir samfélagið). Það vekur þó von að það er alltaf ein og ein athugasemd inn á milli sem virðist skrifuð af einhverju viti.
Ég hald samt ekki að 90% þjóðarinnar séu fávitar (Ég veit að það er bara milli 30 – 50%) heldur forðast fólk með vitræna hugsun að taka þátt í­ þessum skí­takommentaleik.

Afskriftir

Ég þurfti að fá greiðsludreifingu á visa-reikningnum um mánaðarmótin. Skrýtið að þegar ég bauðst til að borga u.þ.b. þrjá fjórðu af reikningnum og spurði hvort ég fengi afganginn ekki afskrifaðan þá var ekkert tekið sérstaklega vel í­ það.