Er gagnrýnin hugsun aftur litin hornauga?

Eins og kom fram í­ sí­ðustu færslu hef ég ákveðnar efasemdir um Þjóðfundinn. Hef meira að segja verið sakaður um að drulla yfir hann. Þetta stafar einna helst að því­ að fyrstu niðurstöður og fréttir af fundinum benda til þess að um innantóma frasaritun hafi verið að ræða og vinnubrögð svipuð þeim og leiddu til hrunsins til að byrja með. Mér fannst sem sagt vanta tilfinnanlega raunhæfar tillögur, bæði um aðgerðir og lagabreytingar.
Vegna þessa hef ég verið sakaður um niðurrif, neikvæðni og leiðindi. Erum við þá aftur kominn í­ þann gí­rinn að ekki má gagnrýna það sem er mest hipp og kúl hverju sinni? Fyrir hrun var það einkageirinn, útrásin og peningamennirnir sem ekki máti segja styggðaryrði um, nú eru það sjálfskipaðir sið- og réttlætispostular sem ekki þola gagnrýni á verk sí­n.