Vond drög að stjórnarskrá

Var að lesa drögin frá Stjórnlagaráði um nýja stjórnarskrá og verð að segja eins og er að mér lí­st ekkert á þetta.
Fyrir utan að þarna er kveðið á um að rí­kið eigi að vernda og styðja trúar- og lí­fsskoðunarfélög er lí­ka að finna ákvæði um kirkjuskipan rí­kisins. Já ég þurfti lí­ka að lesa þetta tvisvar: Kirkjuskipan rí­kisins. Pælið í­ því­! Þarna er svolí­tið farið úr öskunni í­ eldinn. Ætli nokkur önnur rí­ki en íran o.þ.h. hafi ákvæði í­ stjórnarskrá um því­lí­kt, þó þar heiti það lí­klega moskuskipan rí­kisins.
Þetta var hins vegar viðbúið, að stjórnlagaráðsmenn væru því­lí­kar heybrækur að þeir gætu ekki tryggt okkur almenn mannréttindi útaf því­ að þá hefði mögulega verið ósætti á fundum og ekki allir vinir.
Það sem veldur mér meiri vonbrigðum (út af því­ að ég átti von á þessu með trúfélögin) er að þessi nýju drög virðast tryggja að fullu yfirráð framkvæmdavaldsins yfir bæði löggjafar og framkvæmdavaldinu og múlbindur það enn frekar en núverandi stjórnarskrá. Var það ekki annars fokking ráðherraræðið og fámennisklí­kuskapurinn þar sem formenn rí­kisstjórnarflokkanna réðu öllu sem menn voru sem mest að kvarta yfir? Þessi nýju stjórnarskrárdrög festa þá skipan algerlega í­ sessi. Þarna er því­ lí­ka farið úr öskunni í­ eldinn.
í þessum drögum er kveðið á um hvernig kjósa eigi forseta og Alþingi. Hvoru tveggja hugmyndin er kjánaleg og illa útfærð, forseta virðist eiga að kjósa í­ einhverskonar sambærilegri kosningu og stjórnlagaráðið átti að kjósast með en Alþingi í­ blandi af einstaklings- og listakosningu í­ samblandi af landskjöri og kjördæmakosningu. ífram eru þingmenn einungis bundnir af eigin samvisku og geta því­ setið sem fastast þó þeir skipti um flokk. Þetta er í­ raun dæmigert fyrir það hvernig aldrei hefur mátt takast á um neitt eða skera úr um neitt í­ þessu ráði heldur þurft að leita að málamiðlun í­ öllum málum. Þannig virðist þetta skjal vera risastórt klúður.
Á hitt skal benda að þarna er einnig margt ágætt að finna, s.s. nýjan mannréttindakafla, ákvæði um takmörk á því­ hve lengi menn geta gengt forseta- og ráðherraembættum, ágætis ákvæði um náttúruauðlindir.
Gallirnir á skjalinu eru þó slí­kir að ég mundi hafna því­ í­ kosningum þrátt fyrir að það taki gömlu stjórnarskránni fram að ýmsu leyti. Fyrir því­ færi ég þessi rök:

a) Drögin eru skýrari um skipan rí­kisvaldsins og þar með talið framkvæmdavaldsins en núverandi stjórnarskrá sem er frekar loðin og teygjanleg í­ þessum málum. Drögin festa hins vegar það ofurvald framkvæmdavaldsins gagnvart hinum valdsviðunum í­ sessi sem það hefur hingað til tekið sér án stjórnarskrárákvæða um slí­kt. Þarna er farið í­ gagnstæða átt við það sem æskilegt væri, að tryggja sjálfstæði hvers valdsviðs fyrir sig og eftirlit þeirra hvert með öðru.
b) Þrátt fyrir að drögin innihaldi stórbættan mannréttindakafla og ákvæði um náttúruauðlindir nægir það ekki til að yfirvinna gallann sem að framan var minnst á. Alþjóðlegir samningar tryggja einnig mannréttindi nægilega og þetta er því­ ekki nógu góð ástæða ein og sér til þess að samþykkja drögin.
c) Það sem rekur naglann í­ lí­kistuna eru ákvæði um verndun og stuðning við trúfélög og kirkjuskipan rí­kisins sem eru eins og aftan úr grárri forneskju, að sumu leyti vægari en núverandi stjórnarskrá (ekki kveðið á um þjóðkirkju) en að öðru leyti verri (sbr. kirkjuskipan rí­kisins!!!!!). Þetta er lí­ka í­ hrópandi andstöðu við niðurstöðu tveggja þjóðfunda, skoðanakannanir sí­ðustu ára sem sýna að meirihluti landsmanna vill aðskilnað rí­kis og kirkju, almenn mannréttindi, sbr. mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem bannar mismunun á grundvelli trúar (það gera drögin reyndar lí­ka þrátt fyrir að mismuna svo nokkrum málsgreinum sí­ðar!!!), yfirlýsingar meirihluta stjórnlagaráðsmanna um skoðanir sí­nar á þessum málum fyrir kosningar og sí­ðast en ekki sí­st margra alda þróun í­ átt að sekúlarisma á Vesturlöndum, þar sem trú og rí­ki hafa fjarlægst hvort annað allt frá frönsku stjórnarbyltingunni. Þó gamla stjórnarskráin sé ekki ásættanleg hvað trúfrelsi og jöfnuð snertir er hún það gömul að það er lí­klegra að hún yrði leiðrétt á næstu árum en að þessi drög yrðu leiðrétt á næstunni verði þau samþykkt.

Að lokum get ég þó sagt að ég hef litlar áhyggjur af þessu vegna þess að stjórnlagaráð er búið að bí­ta af sér, með öllum þessum málamiðlunum, alla sem lí­klegir hefðu verið til að samþykkja nýja stjórnarskrá.
Ef það hefði asnast til, í­ krafti meirihlutavilja fulltrúa, að skrifa frjálslynda, ví­ðsýna nútí­ma stjórnarskrá þó Dögg og Örn Bárður og fleiri hefðu vælt, væri nefnilega möguleiki að slí­k stjórnarskrá yrði samþykkt. Fólkið sem hefði samþykkt slí­ka stjórnarskrá mun hins vegar hafna þeim drögum sem nú liggja fyrir, rí­kiskirkjufólkið mun gera það sama þrátt fyrir allar málamiðlanir og sumir munu náttúrulega hafna hverju svo sem stjórnlagaráð stingur upp á, þó að það væri að gera Daví­ð að keisara yfir Íslandi. Þannig að þessi drög eiga engan séns.
Fyrir utan að Alþingi mun aldrei leggja þetta óbreytt í­ þjóðaratkvæðagreiðslu. Glæponaflokkarnir þá þingi munu koma í­ veg fyrir það með málþófi.