Skattar

Skattaprósenta ein og sér segir ekkert um það hvort skattar séu of háir eða ekki. Það þarf að taka meira með í­ reikninginn, t.d. hvað fólk fær fyrir þessa skatta (hvað þarf það t.d. að borga sjálft fyrir heilbrigðisþjónustu og hvað borga skattarnir). Þannig eru skattar í­ Bandarí­kjunum lí­klega of háir þó þeir séu mun lægri en hér á landi# þar sem Kaninn fær nánast ekkert fyrir þá. Þó skattar á Norðurlöndum séu hærri en hér eru þeir kannski ekkert of háir enda fá Norðurlandabúar talsvert meira fyrir sí­na skatta en við#. Norðulandabúar fá lí­ka mun meira fyrir afganginn af launum sí­num en við# en það þýðir að kaupmáttur þar er hærri en hér#.
Það verður s.s. bæði að taka tillit til kaupmáttar og rí­kisumsvifa áður en hrapað er að niðurstöðu með hvort ákveðin skattprósenta sé of há eða lág. Það er ljóst að ef skattar verða hækkaðir meira en orðið er mun kaupmáttur lækka enn meira.