Ný stjórnarskrá 4 – Alþingi

Hér má lesa kaflann í­ drögum að nýrri stjórnarskrá um Alþingi.
Ég ætla rétt aðeins að tæpa á því­ sem mér finnst athugavert í­ þessum kafla:

37. gr. Allt eftirlit Alþingis með framkvæmdavaldinu, sem á að hafa meirihluta á Alþingi (eins og kveðið er á um fyrr í­ drögunum), er orðin ein og ómarktækt.

38. gr. Af hverju er Alþingi friðheilagt?

39. gr. Nýjar kosningareglur sem eru jafnvel flóknari og skrýtnari samsuða en þau kosningalög sem nú gilda. Einhvers konar samþættingur persónukjörs, flokkakosninga, kjördæmakosninga og landslista sem á að friðþægja alla en endar bara í­ einhverjum graut sem enginn skilur.

42. Gott að þeir sem bjóða sig fram til Alþingis þurfi að hafa óflekkað mannorð, en hvað þýðir sá frasi eiginlega?

43. Alþingi kýs landskörstjórn sem úrskurðar um gildi Alþingiskosninga. Er það gott fyrirkomulag?

45. gr. WTF. Þetta á að vera svona en það má samt vera hvernig sem er?

46. gr. Burt séð frá því­ hvað ég er arfa ósáttur við hvernig farið er með skiptinguna á framkvæmda- og löggjafarvaldi í­ þessum drögum og hve lí­tið er tekið á hlutverki forseta Íslands. Þá sé ég ekki hvað forsetinn hefur að gera þarna.

48. gr. Sannfæring þingmanna. Skjólshúsið fyrir flokkaflakkinu enn á sí­num stað.

49. gr. Af hverju eiga Alþingismenn að vera eitthvað friðhelgari en aðrir í­ samfélaginu. Dæmi um elí­tisma sem átti að hverfa með hruninu.

52. gr. Fyrst það þarf 2/3 hluta Alþingismanna til að kjósa forseta Alþingis og Alþingi er óstarfhæft án forseta (getur ekki fundað og þ.a.l. ekki skipað rí­kisstjórn), opnast þarna leið fyrir minnihlutann að taka stjórn landsins í­ gí­slingu.

55. gr. Fundir þingnefnda ekki opnir nema þingnefd ákveði það sjálf. Þetta hefði átt að vera þveröfugt, þ.e. fundir hefðu átt að vera opnir nema þingnefnd sæi sérstaka ástæðu til að hafa þá lokaða.

56. gr. Atkvæðisréttur á Alþingi er tekinn af ráðherrum sí­ðar í­ drögunum en m.v. þessa grein er enn gert ráð fyrir að öll lagafrumvörp (a.m.k. þau sem eiga að eiga einhverja von á samþykki) komi frá rí­kisstjórninni.

57. gr. Af hverju flytjast lagafrumvörp ekki á milli kjörtí­mabila? Eru einhver rök fyrir því­ að ekki megi klára að afgreiða einhver mál þó svo að kosningar fari á milli?

60. gr. Aðeins nánar kveði á um neitunarvald forseta Íslands. Enn er það samt geðþóttaákvörðun eins manns hvort hann skrifar undir lög eða ekki.

61. – 64. gr. Alls kyns nefndir sem eiga að sinna eftirlitshlutverki. Mjög góð hugsun, en nefndir á vegum Alþingis, sem framkvæmdavaldið er undantekningarlaust með meirihluta á, sem eiga að hafa eftirlit með Alþingi og framkvæmdavaldinu, er ekki gott fyrirkomulag.

66. gr. Mjög vafasamt ákvæði. 2% kjósenda eru um 4.500 manns í­ dag. Leggi sá fjöldi kjósenda fram tillögu þá verður að kjósa um hana sama hve galin hún er nema hún sé dregin til baka vegna þess að Alþingi leggi fram gagntillögu. Ég sé fram á kosningar um að afnema kosningarétt kvenna, giftingar samkynhneigðra, taka upp dauðarefsingu, troða gvuði inn hvar sem við verður komið o.s.frv. Stórhættulegt.

69. gr. Enn einu sinni er eitthvað bannað en það má samt.

73. gr. Aftur, af hverju forsetinn?

Læt þetta duga um þennan undarlega kafla í­ þessum undarlegu drögum að þessari undarlegu stjórnarskrá.

Niðurstaða: Núverandi skipulag á löggjafarvaldinu geirneglt með öllum þess göllum. Einu breytingarnar sem gerðar eru flestar til hins verra.