Greinasafn fyrir flokkinn: Blogg

Hele Klabbet og Alle Veje

Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Sí­ðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í­ Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kaní­nugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í­ ævintýrum þegar galdrakort kemst í­ þeirra hendur og þurfa að nota það til að hindra ráðabrugg Herbertu Hofnæs og Scementii galdrareglunnar sem hyggja á heimsyfirráð.
Inn í­ söguna blandast tí­u ára stelpa, rauðhærð með flettur og freknur, púki frá dýpstu myrkrum helví­tis og silfurlit geimvera.
Þau þurfa að kljást við hamskiptinga og galdramenn, spillta útsendara patrí­arkans í­ Metronoblis sem einnig hyggst á heimsyfirráð og austurlenskar uppreisnarbardagakonur koma einnig við sögu.
Ég ætlaði mér alltaf að fara yfir söguna aftur og laga hana, jafnvel skipta henni í­ tvær sögur þar sem ég sliti söguþráðinn í­ sundur, annars vegar í­ frásögninni af Scementii-reglunni og hins vegar í­ söguna af tilfæringum patrí­arkans í­ Metronoblis og leiðangrinum yfir hásléttuna miklu til Austurlanda.
Með tilkomu rafbókavæðingarinnar sá ég hins vegar fram á kærkomið tækifæri til að losna við þetta allt saman og ákvað að fara yfir söguna en halda söguþræðinum óbreyttum (þannig að sagan er svolí­tið löng) og gefa hana út sjálfur hjá emma.is.
Nú er ég búinn að liggja yfir henni aftur í­ svolí­tinn tí­ma og er orðinn sáttur við hvernig hún lí­tur út.
Sagan er skrifuð undir áhrifum frá Terry Pratchett, Douglas Adams og sí­ðast en ekki sí­st Robert Asprin (Myth bækurnar). Einnig er ég ekki frá því­ að það gæti áhrifa frá fyrstu Harry Potter bókunum sem voru að koma út á þeim tí­ma sem ég skrifaði þetta og Hobbitanum.
En núna er bókin s.s. komin út og hægt að kaupa hana á emma.is og hún kostar bara 990,- kr.

Langt sí­ðan sí­ðast

Ég hef ekki bloggað sí­ðan 4. desember. Núna er ég hins vegar kominn í­ sumarfrí­ og aldrei að vita nema ég láti eitthvað í­ mér heyra. Jibbý. Ég ætla samt ekkert að stefna að því­ að vera jafn afkastamikill og þessar helstu stjörnur; Jónas og Jenný. Ég vil taka það fram að ég tengi á þau hérna af tveimur ástæðum: a) þau blogga mjög mikið (Jónas reyndar oft með sömu færsluna aftur og aftur) og b) þau eru skemmtilegir bloggarar sem ég er oftast sammála (ekki reyndar alltaf en hvernig væri heimurinn lí­ka þá ef allir væru alltaf sammála Jónasi og Jenný)?

Trúarleg meðferð

Ég verð að ví­sa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í­ dag aað enn skuli rí­kið beina fólki í­ meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í­ stað þess að reka ví­sindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega undarlegt í­ ljósi reynslunnar af slí­kum stofnunum í­ gegnum tí­ðina bæði hérlendis, t.d. stúlknaheimilið Bjarg, sem og erlendis, t.d. í­rskir klausturskólar. Það ætti öllum að vera ljóst að slí­k starfsemi er stórhættuleg.
AA er ekki eins augljóst dæmi. Margir sem fara í­ meðferð þar gleyma sér samt í­ einhvers konar ofsatrú og heilagleika fyrst eftir að meðferð lýkur og verða jafnvel eitt helsta kennivald fjölmiðla og almennings í­ trúarlegum efnum um tí­ma (fara jafnvel að svara eilí­fðarspurningunum í­ útvarpi eins og ekkert sé sjálfsagðara). Sem betur fer rjátlar þetta af flestum en þó eru mörg dæmi þess að menn fara úr alkanum í­ AA og þaðan í­ guðfræðina (sem er náttúrulega ekki fræðigrein frekar en stjörnuspeki) og enda sem prestar á hálfri til heillri milljón frá þjóðinni á mánuði (já, lí­ka þeim sem eru ekki í­ költinu).
Vissulega ekki jafn skelfilegt dæmi og Byrgið en umhugsunarvert samt.

Gamalt og gott

Fyrst ég er nú að vitna í­ eldri blogg þá finnst mér tilvalið að endurbirta þetta. Hluti af bloggfærslu frá 28. janúar 2004:

Annars er bankakerfið mér hugleikið þessa dagana. Dag eftir dag birtast auglýsingar í­ öllum miðlum sem eru ekki um neitt en eiga að skapa einhverja í­mynd fyrir fyrirtækin. Þetta eru rándýrar auglýsingar sem segja mér ekki neitt nema að bankarnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við ofurhagnaðinn. Ekki dettur þeim í­ hug að koma honum til viðskiptavinanna! Einhver banki (Íslandsbanki minnir mig) var nú samt að lækka vexti á verðtryggðum lánum um 0,6% eða eitthvað álí­ka og hinir eiga lí­klega eftir að fylgja í­ kjölfarið. Það er hins vegar opinbert leyndarmál að bankaviðskipti snúast um að fá fólk til að skulda bönkunum sem mest og hirða af þeim sem hæsta vexti. Verst að ég áttaði mig ekki á þessu strax í­ barnæsku. Lengi hélt ég að bankinn minn (Iðnaðarbankinn) væri vinur minn og bæri hag minn fyrir brjósti. í dag veit ég að þetta er rangt. Bankarnir reyna að læsa klónum í­ börnin með Latabæjarreikningum, mörgæsasparibaukum o.s.frv. Unglingar eru farnir að fá debetkort til að venja þá við kortanotkun og deyfa hjá þeim kostnaðarvitund og um leið og þeir verða fjárráða eru þeir flæktir í­ net kreditkorta og yfirdráttar. Gerum börnin háð bönkunum og þá er hægt að mergsjúga úr þeim vaxtatí­undina þegar þau eru orðin fullorðin. Alveg til dauðadags. Ég veit um fimm ára stúlku sem spyr alltaf af því­ þegar hún hittir fólk við hvaða banka það skiptir. Hún er nefnilega með Latabæjarreikning hjá KB-banka. Þar að auki eru bankarnir farnir að bjóða upp á eignalí­feyri sem snýst um það að þegar þeir eru búnir að hirða stóran hluta launa þinna allt þitt lí­f í­ vexti af skuldum þá bjóðast þeir til að hirða eignirnar af þér lí­ka svo börnin fái nú örugglega ekki neitt og geti sökkt sér í­ enn dýpra skuldafen en foreldrarnir! Hvað mig varðar finnst mér þessi starfsemi siðlausari, ógeðfelldari og meira mannskemmandi en dópsala. Samt eru þessu jafnvel hleypt inn í­ skóla og enginn gerir athugasemd við tugsí­ðna litprentuð auglýsingablöð (eins og í­ tilfelli KB (en siðleysi þeirra endurspeglast enn betur í­ því­ að þeir sjá ekkert athugavert við að stela þessari skammstöfun)) sem berast inn um lúgur allra landsmanna. Á mí­nu heimili var þessu blaði komið beina leið í­ ruslið áður en aðrir heimilismenn uppgötvuðu óþverrann. Ef ég væri ekki svona stórskuldugur við bankann minn (ástand sem er hægt að rekja beint til breytinga Sjálfstæðismanna á LíN á sí­num tí­ma (með stuðningi Össurar Skarphéðinssonar)) þá myndi ég geyma alla mí­na peninga í­ læstum peningaskáp inni á mí­nu eigin heimili (eða í­ eignum). Nú er hins vegar svo komið að maður getur ekki einu sinni fengið launin sí­n án þess að þau fari í­ gegnum einhvern banka sem getur hirt sitt af þeim í­ formi þjónustugjalda o.s.frv. Þessar stofnanir eru blóðsugur á mannlegu samfélagi og bankastjórarnir verða þeir fyrstu upp að veggnum þegar byltingin kemur!

Lokaorðin finnast mér sérstaklega skemmtileg í­ ljósi nýliðinna atburða. Það á samt enn eftir að skella þeim upp að veggnum, en það kemur að því­.

Nýtt útlit – sama röflið

Þá er komið nýtt útlit á Hugstraumana, en innihaldið á lí­klega ekki eftir að breytast mikið. Ég bjó til nýja undirsí­ðu sem heitir: Gjafahugmyndir (stal hugmyndinni frá Óla Gneista), en þangað geta þeir kí­kt sem finnst þeim bera skylda til að gefa mér jóla- eða afmælisgjafir. Ég ætla að reyna að vera duglegri að blogga í­ sumar en ég hef verið sí­ðustu u.þ.b. tvö ár. Finnst það skylda mí­n að halda uppi heiðri bloggsins í­ nýrri Facebook, Myspace, Twitter veröld.

Villa í­ talningu

Enn sýnist mér að ég hafi gert villu í­ talningu því­ þegar ég tel póstana á dagatalinu kemst ég aldrei nema upp í­ 19. Þetta blogg bætir því­ úr um það.

Það væri reyndar snautlegt blogg að skýra einungis frá þessari villu í­ talningu og þess vegna ætla ég að láta móðan mása aðeins um reynslu mí­na af þessu blogg-maraþoni. Ef hægt er að kalla 20 færslur maraþon en til þess ber að lí­ta að þær voru margar frekar langar og engin undir góðu meðallagi.

Það merkilega er að ég lenti aldrei í­ vandræðum við að finna eitthvað til þess að blogga um. Allt voru þetta færslur sem hefðu alveg getað fæðst á venjulegum degi en þó bloggaði ég kannski um eitthvað sem ég hefði ekki fært í­ letur annars. Þannig má t.d. nefna færsluna um stöðu skólastjórnenda í­ grunnskólum og markmið mí­n á nýju ári.

Þrátt fyrir þetta blogg-æði tókst mér að koma ýmsu í­ verk um helgina. útbúa auglýsingu fyrir fund sem BKNE ætlar að halda á miðvikudaginn í­ næstu viku, fara í­ innkaup, læra heilan helling, horfa á fyrirlestur (á enn eftir að horfa á einn vegna áður nefndra tölvuvandræða) og elda veislumat um helgina.

Nú er þessu hins vegar lokið að sinni. Ég stefni ekki á langt blogghlé að þessari hrinu lokinni en það er samt aldrei að vita.

BBíB

Menntavandræði

Loksins kom sí­ðasta einkunninn, ef einkunn skyldi kalla. Ég sá nefnilega á Uglunni í­ dag að ég hef verið skráður fjarverandi í­ Mannauðsstjórnuninni. Það þótti mér merkilegt þar sem ég er fjarnemandi og mætti þ.a.l. aldrei. Hins vegar skilaði ég öllum verkefnum og var m.a.s. búinn að fá einkunn fyrir þau tvö fyrstu (af fjórum).

Ég fór í­ það mál áðan að senda kennurunum póst og spyrjast fyrir um hverju þetta sætti og sendi þeim með tvö sí­ðustu verkefnin aftur. Þá fékk ég tilkynningu um að nöfn verkefnanna bentu til þess að þau gætu innihaldið ví­rusa. Mér var ráðlagt að endurnefna skjölin og reyna að senda þau aftur, sem ég og gerði. Ég vona að þetta hafi ekki gerst lí­ka þegar ég sendi þau í­ desember degi fyrir lokaskil en þá fékk ég enga svona tilkynningu.

Ef þetta er útskýringin vona ég að kennararnir sjái í­ gegnum fingur sér og gefi mér einkunn.

Þess má geta að þetta er tuttugusta færslan sem ég skrifa frá því­ á föstudagskvöld og þar með er bloggsamvisku minni létt. Þessi færsla fær því­ hið stórmerkilega númer: 1 (athugið að hér er talið niður).