Greinasafn fyrir flokkinn: Fjármál

Skattar

Skattaprósenta ein og sér segir ekkert um það hvort skattar séu of háir eða ekki. Það þarf að taka meira með í­ reikninginn, t.d. hvað fólk fær fyrir þessa skatta (hvað þarf það t.d. að borga sjálft fyrir heilbrigðisþjónustu og hvað borga skattarnir). Þannig eru skattar í­ Bandarí­kjunum lí­klega of háir þó þeir séu mun lægri en hér á landi# þar sem Kaninn fær nánast ekkert fyrir þá. Þó skattar á Norðurlöndum séu hærri en hér eru þeir kannski ekkert of háir enda fá Norðurlandabúar talsvert meira fyrir sí­na skatta en við#. Norðulandabúar fá lí­ka mun meira fyrir afganginn af launum sí­num en við# en það þýðir að kaupmáttur þar er hærri en hér#.
Það verður s.s. bæði að taka tillit til kaupmáttar og rí­kisumsvifa áður en hrapað er að niðurstöðu með hvort ákveðin skattprósenta sé of há eða lág. Það er ljóst að ef skattar verða hækkaðir meira en orðið er mun kaupmáttur lækka enn meira.

Sí­msala

Þ.e. sala í­ gegnum sí­ma en ekki sala á sí­mum. í dag var hringt í­ okkur tvisvar frá Orkunni. Einu sinni í­ mig og einu sinni í­ konuna mí­na til að selja okkur Orkulykla. í fyrra skiptið sögðum við: „Nei, þakka þér fyrir.“ í seinna skiptið skelltum við á. Nú veit ég að við erum ekki rauðmerkt í­ sí­maskránni (enda flestir hættir að nota hana) en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurn tí­man keypt nokkuð skapaðan hlut í­ gegnum sí­msölu. Einu sinni vann ég meira að segja við sí­msölu fyrir tryggingafyrirtækið Scandia í­ u.þ.b. þrjá daga. Fyrir utan hvað þetta er mannskemmandi starf þá var salan ákaflega lí­til m.v. hringd sí­mtöl. í raun finnst mér að það ætti að banna sí­msölu með lögum. Ef mig vantar Orkulykil fer ég bara á heimasí­ðu Orkunnar og panta einn slí­kan, eða jafnvel hringi í­ þá. Ef mig vantar tryggingar hef ég samband við tryggingafyrirtæki. Er ekki nóg að auglýsa í­ fjölmiðlum og á netinu? í raun má flokka svona sí­msölu með netruslpósti (er hann ekki örugglega bannaður)? Ég held að ef fyrirtæki sem ég hef viðskipti við, s.s. Sí­minn, TM eða Atlantsolí­a mundi hringja í­ mig til að reyna að selja mér eitthvað meira en það sem ég nú þegar kaupi af þeim, mundi ég færa viðskipti mí­n eitthvert annað.

Um gengistryggð lán

Það væri rangt að segja að deilurnar um gengistryggðu lánin séu einfaldar. Þó finnst mér hvoru tveggja sem nú er í­ umræðunni, þ.e. að samningarnir fyrir utan gengistrygginguna standi og að nú eigi að fara að borga eftir vöxtum seðlabankans, vart geta staðist.
í mí­num huga lí­tur þetta þannig út að önnur af tveimur forsendum fyrir samningunum, þ.e. gengistrygging og vextir, hafi verið felld úr gildi. Þar með hljóta samningarnir í­ heild sinni að vera fallnir úr gildi. Enda ef ég semdi um að borga einhverjum 20.000 krónur fyrir að slá garðinn minn og losa mig við úrganginn þá mundi ég ekki borga ef hann gerði bara annað. Lántakendur eiga því­ auðvitað ekki að halda áfram að borga miðað við þær forsendur sem lánastofnanir gefa sér.
Einnig er fáránlegt að hugsa sér einhverja þjóðarsátt þar sem þeir sem tóku gengistryggð lán fallast á að borga meira en þeir eiga mögulega að gera og hinir sem eru með verðtryggð lán fá þau lækkuð. Ég er sjálfur með verðtryggð lán og mér finnst þessi leið ósanngjörn.
Hins vegar hljóta gengistryggðu lánin öll að vera ólögleg, lí­ka þau sem búið er að greiða upp. Vextirnir á þeim voru að gefinni þeirri forsendu að þau væru gengistryggð og fyrst sú gengistrygging er ólögleg hljóta vextirnir lí­ka að vera fallnir úr gildi eins og samningarnir allir.
Það sem eftir stendur er að það þarf að reikna út hvað hver lántakandi skuldar (lí­ka þeir sem eru búnir að greiða upp sí­n lán) og semja upp á nýtt um greiðslu þeirrar skuldar, eða endurgreiðslu til þeirra sem hafa ofgreitt. Við hvaða vexti á að miða í­ þessum útreikningi hlýtur að vera samningsatriði milli skuldara og lánveitanda.

Gamalt og gott

Fyrst ég er nú að vitna í­ eldri blogg þá finnst mér tilvalið að endurbirta þetta. Hluti af bloggfærslu frá 28. janúar 2004:

Annars er bankakerfið mér hugleikið þessa dagana. Dag eftir dag birtast auglýsingar í­ öllum miðlum sem eru ekki um neitt en eiga að skapa einhverja í­mynd fyrir fyrirtækin. Þetta eru rándýrar auglýsingar sem segja mér ekki neitt nema að bankarnir vita ekkert hvað þeir eiga að gera við ofurhagnaðinn. Ekki dettur þeim í­ hug að koma honum til viðskiptavinanna! Einhver banki (Íslandsbanki minnir mig) var nú samt að lækka vexti á verðtryggðum lánum um 0,6% eða eitthvað álí­ka og hinir eiga lí­klega eftir að fylgja í­ kjölfarið. Það er hins vegar opinbert leyndarmál að bankaviðskipti snúast um að fá fólk til að skulda bönkunum sem mest og hirða af þeim sem hæsta vexti. Verst að ég áttaði mig ekki á þessu strax í­ barnæsku. Lengi hélt ég að bankinn minn (Iðnaðarbankinn) væri vinur minn og bæri hag minn fyrir brjósti. í dag veit ég að þetta er rangt. Bankarnir reyna að læsa klónum í­ börnin með Latabæjarreikningum, mörgæsasparibaukum o.s.frv. Unglingar eru farnir að fá debetkort til að venja þá við kortanotkun og deyfa hjá þeim kostnaðarvitund og um leið og þeir verða fjárráða eru þeir flæktir í­ net kreditkorta og yfirdráttar. Gerum börnin háð bönkunum og þá er hægt að mergsjúga úr þeim vaxtatí­undina þegar þau eru orðin fullorðin. Alveg til dauðadags. Ég veit um fimm ára stúlku sem spyr alltaf af því­ þegar hún hittir fólk við hvaða banka það skiptir. Hún er nefnilega með Latabæjarreikning hjá KB-banka. Þar að auki eru bankarnir farnir að bjóða upp á eignalí­feyri sem snýst um það að þegar þeir eru búnir að hirða stóran hluta launa þinna allt þitt lí­f í­ vexti af skuldum þá bjóðast þeir til að hirða eignirnar af þér lí­ka svo börnin fái nú örugglega ekki neitt og geti sökkt sér í­ enn dýpra skuldafen en foreldrarnir! Hvað mig varðar finnst mér þessi starfsemi siðlausari, ógeðfelldari og meira mannskemmandi en dópsala. Samt eru þessu jafnvel hleypt inn í­ skóla og enginn gerir athugasemd við tugsí­ðna litprentuð auglýsingablöð (eins og í­ tilfelli KB (en siðleysi þeirra endurspeglast enn betur í­ því­ að þeir sjá ekkert athugavert við að stela þessari skammstöfun)) sem berast inn um lúgur allra landsmanna. Á mí­nu heimili var þessu blaði komið beina leið í­ ruslið áður en aðrir heimilismenn uppgötvuðu óþverrann. Ef ég væri ekki svona stórskuldugur við bankann minn (ástand sem er hægt að rekja beint til breytinga Sjálfstæðismanna á LíN á sí­num tí­ma (með stuðningi Össurar Skarphéðinssonar)) þá myndi ég geyma alla mí­na peninga í­ læstum peningaskáp inni á mí­nu eigin heimili (eða í­ eignum). Nú er hins vegar svo komið að maður getur ekki einu sinni fengið launin sí­n án þess að þau fari í­ gegnum einhvern banka sem getur hirt sitt af þeim í­ formi þjónustugjalda o.s.frv. Þessar stofnanir eru blóðsugur á mannlegu samfélagi og bankastjórarnir verða þeir fyrstu upp að veggnum þegar byltingin kemur!

Lokaorðin finnast mér sérstaklega skemmtileg í­ ljósi nýliðinna atburða. Það á samt enn eftir að skella þeim upp að veggnum, en það kemur að því­.

Þráinn eða Finnur?

Það er augljóst að ef einhver þingmaður Borgarahreyfingarinnar er á leið út úr henni og til liðs við aðra flokka þá er það ekki Þráinn Bertelsson heldur hinir þrí­r. Það var ekki Þráinn sem fór í­ pólití­skan skollaleik í­ ESB málinu og greiddi atkvæði gegn stefnu Borgarahreyfingarinnar um að ekki væri hægt að taka afstöðu fyrr en samningur lægi fyrir og því­ ætti að hefja viðræður við ESB og leyfa þjóðinni svo að skera úr um málið. Það er ekki heldur Þráinn sem hefur lýst því­ yfir að vel komi til greina að samþykkja ICESAVE með ákveðnum skilyrðum sem samræmast á engan veg þeim forsendum sem settar voru fram í­ stefnuskrá Borgarahreyfingarinnar um samninga við kröfuhafa.
Mér leist ekkert alltof vel á Þráinn til að byrja með og hef ákveðið horn í­ sí­ðu hans vegna fordómafullra og þröngsýnna skrifa hans um trúlausa hér um árið, en ég verð að segja eins og er að í­ þessum málum er hann minn þingmaður og eina ástæða þess að ég sé enn einhverja ástæðu til að styðja Borgarahreyfinguna.
Finnur í­ titlinum er svo Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings. Nú les ég í­ DV að hann hafi með fjárglæfrastarfsemi sinni fyrr á árum kostað þjóðina 150 milljarða. Þ.e. áður en FLokkurinn gerði hann að bankastjóra með hjálp Samfylkingarinnar. (Ó, Jóhanna ábyrgð þí­n er mikil!) Mér sýnist ekki bara að maðurinn ætti að ví­kja heldur jafnvel að hann eigi heima á bak við lás og slá.
Annað virðist siðleysi vera hið rí­kjandi norm í­ bönkunum m.v. þessa færslu Jónasar:
Jó-jó prins og prinsessa
Finnur Sveinbjörnsson kúluprins og jó-jó lögbannsins er ekki eina vandamál Kaupþings. Komið er í­ ljós, að formaður bankaráðsins er lí­ka kúluprinsessa. Hulda Dóra Styrmisdóttir fékk kúlulán upp á 200 milljónir á núverandi verði. Hún er ennfremur annað jó-jó í­ lögbannsmálinu. Fyrst samdi hún tilkynningu um lögbannsbeiðnina. Sí­ðan samdi hún bréf til starfsmanna, þar sem ráðið þvær hendur sí­nar af Finni og lögbanninu. Hafi ekki þjónað hagsmunum bankans og hafi valdið bankanum skaða, sem Hulda Dóra harmar. Of mikið er fyrir einn banka að hafa jó-jó í­ tveimur æðstu stöðunum. Hætta þau ekki bæði strax?“

Spurningin um Þráinn eða Finn (eða jafnvel þessa Huldu Dóru) svara ég því­ þannig að Þráinn á að sitja sem fastast en Finnur á að hverfa á braut.

íbyrgð þjóðarinnar

Nú hefur komið í­ ljós að við berum öll ábyrgð á í­slensku bönkunum. Ég er viss um að fólk hafi almennt ekki gert sér grein fyrir því­ þegar þeir voru einkavæddir og útrásin var í­ sem mestum gangi að allt væri þetta gert á okkar ábyrgð og ef illa færi myndu skuldirnar lenda á þjóðinni. Ég gerði mér a.m.k. ekki grein fyrir því­ og taldi í­ fáfræði minni að þetta kæmi mér ekki við.
Ég hef verið að skoða gamlar bloggfærslur hjá mér og rakst m.a. á þessa frá 31. desember 2003. (Titillinn er bara stafaruna þar sem ég bloggaði í­ Blogger þá og var ekki með titla á færslum. Það sem vakti áhuga minn var þessi kafli:
„Það virðist vera sem Pétur Blöndal átti sig ekki á tilganginum með svona sameignarfélögum eins og SPRON. Það skiptir engu máli þó að tveir þriðju hlutar hagnaðarins af sölunni renni í­ einhvern sjóð til styrktar menningarmálum. Tilgangur hlutafélaga er að skila hluthöfum hagnaði. Tilgangur sameignarfélaga er hins vegar að þjónusta viðskiptavini sí­na án þess að fara á hausinn. Þessi grundvallarmunur á tilgangi félaganna er kannski ekki alltaf sýnilegur á yfirborðinu en ég held að hann hljóti að vera hluti þess að Sparisjóðirnir hafa verið þau fjármálafyrirtæki sem fólk er ánægðast með í­ gegnum tí­ðina. Ég er t.d. mjög ánægður með SPRON. Ég var áður hjá Íslandsbanka og þarna er ólí­ku saman að jafna.“
Ég virðist m.ö.o. hafa verið mjög á móti því­ að stofnfjáreigendur sparisjóða gætu farið með stofnfé sitt eins og hlutabréf.
í færslu skömmu áður, 24. nóvember 2003, segi ég í­ fávisku minni: „Nú tala allir um Kaupþing-Búnaðarbanka og hneykslast stórum. Ekki má ég vera minni maður. Þetta kemur mér samt ótrúlega lí­tið við þar sem ég er ekki í­ viðskiptum við þennan banka.“ (Þarna var um að ræða bónusa sem stjórnendur bankans tóku sér og urðu m.a. til þess að Daví­ð Oddsson fór og tók út peninginn sinn). Ég lýsi s.s. hneykslun minni á siðleysinu sem í­ þessu felst (kannski ekki í­ þessari færslu en öðrum skrifuðum á svipuðum tí­ma) en tel að þetta komi mér í­ raun ekkert við. Nú hefur komið á daginn að það gerði það svo sannarlega.
Ég er ekki að draga þessar bloggfærslur fram til að geta sagt: Na, na, na, bú, bú. Ég sagði ykkur þetta. Ég veit að það voru margir á sömu skoðun og ég á þessum tí­ma, þ.e. að athæfi auðmannanna væri siðlaust en kæmi okkur í­ raun lí­tið við og við gætum lí­tið annað gert en að hneykslast úti í­ horni. Minni á þetta vegna þeirrar umræðu sem ég hef orðið var við að allir hafi tekið þátt í­ vitleysunni, lofsungið framtaksemina og áræðnina og við séum því­ samábyrg fyrir hruninu.
Ætli einkavinavæðing bankanna hefði gengið öðruví­si fyrir sig ef almenningur hefði vitað hvaða ábyrgð hann bar á þeim? Ef fólk hefði almennt vitað að það myndi sitja uppi með skuldirnar ef siðleysingjarnir færu á hausinn með allt saman? Ég held það.
Núna höfum við fengið fréttir af því­ að kröfuhafar í­ Kaupþingi og Glitni eigi að fá að yfirtaka bankana upp í­ kröfur. Um þessa kröfuhafa fáum við lí­tið að vita og heyrst hefur að þetta séu að stórum hluta erlendir vogunarsjóðir, s.s. ekki gamlar og virtar bankastofnanir, heldur áhættufjárfestar í­ lí­kingu við þá sem komu okkur á kaldan klaka. Eiga þeir að fá að reka bankana áfram á í­slenskum bankaleyfum á ábyrgð í­slensku þjóðarinnar? Eigum við aftur að bera klafann af því­ ef þeir renna á rassinn með allt draslið? Ef svo er þá verð ég fyrir mitt leyti að segja nei takk. Ef kröfuhafar eiga að fá bankana upp í­ skuldir verður að fylgja sá fyrirvari að þeir komi þeim úr landi og reki þá á erlendum bankaleyfum. Við eigum ekki að láta einkaaðila fá að leika sér í­ Matador (Monopoly) á ábyrgð almennings.
Menn tala eins og það sé náttúrulögmál að það verði að koma bönkunum aftur úr eigu rí­kisins. Það getur verið að rí­kisbankarnir gömlu hafi verið fyrirgreiðslustofnanir og hluti af hinu pólití­ska valdi. Það getur lí­ka verið að stjórnir þeirra hafi verið spilltar og þjónusta við venjulegt fólk óviðunandi. Ég þori hins vegar að fullyrða að gömlu rí­kisbankarnir hefðu ekki ráðist í­ sömu útrás og fjárhagslegu fí­fldirfsku og einkabankarnir gerðu. Það að eitthvað hafi verið gallað þýðir ekki að ekki megi reyna að bæta það.
Mí­n tillaga er sú að bankarnir verði áfram í­ eigu rí­kisins eða, ef annað er ógerlegt, að kröfuhafar fái að hirða þá og fara með úr landi og rí­kið stofni þá nýjan banka, alveg frá grunni, skuldlausan.

Hvað eru 620 milljarðar milli vina?

Það er upphæðin sem Geir og Daví­ð fleygðu á eldinn í­ hruninu til að tryggja innistæður innlendra áhættufjárfesta (get ekki séð að það sé annað en áhættufjárfesting að setja peninga í­ hlutabréfasjóði) og bjarga Seðlabankanum (eftir að Daví­ð hafði dælt milljörðum í­ banka sem hann vissi að voru gjaldþrota að eigin sögn). Á þessum gjörningi ber FLokkurinn auðvitað enga ábyrgð eða svo virðast a.m.k. 30% kjósenda telja.

YOU MAKE ME SICK!

írum saman fóru svokallaðir útrásarví­kingar sí­nu fram í­ fjármálaheiminum án þess að þeir sem áttu að fylgjast með gjörðum þeirra gerðu neina athugasemd. Þeir sem betur vissu voru rakkaðir niður í­ fjölmiðlum í­ eigu útrásarví­kinganna, allt að því­ kallaðir hálfvitar og hælbí­tar, og þeir stjórnmálamenn sem voru við völd endurómuðu þann söng. Lí­ka Samfylkingin þegar hún komst að! Einstaka sinnum komu aðvörunarorð að utan, bæði frá fræðimönnum og stofnunum, s.s. Den Danske Bank, en allt slí­kt var hunsað og öfundsýki kennt um, þekkingarleysi á sérí­slenskum aðstæðum o.s.frv. Greiningardeildir banka og menn sem titluðu sig viðskiptablaðamenn (en voru lí­tið annað en klappstýrur og birtingaraðilar fréttatilkynninga) tóku undir með þessu. Almenningur í­ landinu vissi ekkert hverju átti að trúa og taldi í­ fáví­si sinni að þetta kæmi sér í­ raun ekkert við. Hristi bara hausinn yfir mönnum sem fóru á þyrlum að kaupa sér pylsur, þurftu að fá aldnar poppstjörnur í­ teitin sí­n og hentu öllu út úr nýju fí­nu húsunum sí­num (jafnvel stundum húsunum sjálfum lí­ka) og byggðu allt upp á nýtt.
Núna eftir Daví­ðshrunið berast svo fréttir af því­ að tveir unglingspiltar hafi með skjalafölsun og prettum náð að sví­kja u.þ.b. 50 milljónir út úr íbúðalánasjóði. Þeir eru í­ gæsluvarðhaldi. Að sjálfssögðu eru þeir í­ gæsluvarðhaldi. Það er hins vegar stórundarlegt að útrásarví­kingarnir séu það ekki ásamt Daví­ð og Geir. Þeirra glæpir eru svo stórum meiri. Sí­ðustu fréttir um fjármagnsflutninga Glitnismanna korteri fyrir lokun hafa ekki valdið neinum usla í­ samfélaginu. Svo vanir eru menn orðin siðleysi þessara manna að það virðist sem ekkert geti komið á óvart lengur. Þeir eru hins vegar í­ þeirri stöðu að allt í­ einu eru fjölmiðlarnir hættir að lofsyngja allt sem þeir gerðu, bera af þeim blak og kalla allar ásakanir öfundsýki.
Þá er brugðist við með því­ að hóta málsókn. Nú á að hræða fjölmiðlana til að hætta að fjalla með gagnrýnum hætti um þessa menn með því­ að hóta málsóknum út og suður. Það skiptir þá engu máli hvort hægt sé að vinna málin eða ekki. Þeir hafa efni á því­ að ráða slyngustu lögfræðingana sem geta teygt mál mánuðum, jafnvel árum, saman og kostað þann sem verið er að sækja til saka drjúgan skilding.
Þetta mætti koma í­ veg fyrir með því­ að frysta eigur þessara manna og skammta þeim fjármuni þar af sem nemur atvinnuleysisbótum. Ef þeir fara þá að ráða lögfræðinga og almannatengsla í­ vinnu er augljóst að þeir hafa falið peninga einhvers staðar. Auðvitað ættu þeir svo lí­ka að vera í­ gæsluvarðhaldi eins og ungligspiltanir sem áður var minnst á (ekki bara peningarnir þeirra).
Ég hef bara eitt að segja við svona fólk: You make me sick!

Vaðlaheiðargöng eða breikkun Suðurlandsvegar

vadlaheidiÉg bý á Akureyri. Ég keyri stundum yfir Ví­kurskarðið. Ég geri það svo sem ekki oft en það kemur fyrir, hvort sem ég er bara í­ skemmtibí­ltúr í­ Vaglaskóg, að fara til Húsaví­kur eða Egilsstaða. Á vetrum getur verið mjög torfært um Ví­kurskarðið og það hefur m.a.s. komið fyrir að því­ hefur verið lokað vegna veðurs. Ekki oft en það hefur gerst. Allir vöruflutningar til Húsaví­kur og þess hluta Norðurlands-eystra sem er austan Eyjafjarðar fara um Ví­kurskarðið. Vaðlaheiðargöng væru því­ til mikilla hagsbóta fyrir þá sem þar búa. Þýðir þetta að ég sé fylgjandi því­ að Vaðlaheiðargöng séu ofar á forgangslista en breikkun Suðurlandsvegar?
Nei, reyndar ekki. Á Suðurlandsvegi, milli Selfoss og Reykjaví­kur, hefur orðið fjöldi banaslysa en þau eru afar sjaldgæf í­ Ví­kurskarðinu. Mér er tjáð að breikkun Suðurlandsvegar dragi úr lí­kum á banaslysum og hallast að því­ að trúa því­. í mí­num huga eru mannslí­f ofar í­ forgangsröðinni en nokkrir lokunardagar á Ví­kurskarðinu. En, þýðir þetta þá að ég telji að það eigi að ráðast í­ breikkun Suðurlandsvegar strax en fresta skuli Vaðlaheiðargöngum.
tunnel_signNei, reyndar ekki. Bæði Suðurlandsvegur og Ví­kurskarðið virka ágætlega í­ núverandi mynd. Mér finnst einhvern veginn að eins og ástandið í­ efnahagsmálunum er núna, þar sem þarf að spara hverja krónu, þá sé óverjandi að ráðast í­ nokkrar nýframkvæmdir í­ samgöngumálum. Næsta ár, og jafnvel næstu ár, á eingöngu að sinna viðhaldi á samgöngukerfinu, láta nýframkvæmdir eiga sig. Svo þegar hægt verður að fara að leggja vegi og bora göng aftur þá á að klára Sundabraut og breikka Suðurlandsveg áður en Vaðlaheiðargöng verða boruð.
InnanlandsflugSamgöngumiðstöð í­ Reykjaví­k á aldrei að byggja því­ þar er álí­ka bruðl á ferðinni og tónlistarhúsið. (Hvers vegna er ekki löngu búið að hætta þeirri framkvæmd og ráða einhverja til að kanna hvernig hægt sé að komast frá þessu á sem ódýrastan máta?) Lí­ka út í­ hött að byggja samgöngumiðstöð upp á milljarða til að hylma yfir að í­ raun er verið að byggja nýja innanlandsflugstöð. Slí­ka mætti eflaust byggja þar sem sú núverandi er fyrir mun lægri upphæð.

Hversu langt fangelsi?

það er svona sem þarf að taka á útrásarví­kingunum. Reyndar má deila um lengd fangelsisdómanna. Ef við hugsum okkur að mánuður sé hæfilegt fangelsi fyrir hverjar 10 milljónir sem þeir geta ekki greitt upp í­ skuldina, þá gerir einn milljarður 100 mánaða fangelsi. Það þýðir að ef ICESAVE skuldin er 700 milljarðar og það nást 75% upp í­ það með eignum Landsbankans, þá standa 175 milljarðar eftir. Ég veit ekki hvað ALLAR eigur eigenda og stjórnenda Landsbankans eru mikils virði, en segjum að það sé 75% af því­. Þá standa tæpir 44 milljarðar út af. Sem sagt 4400 mánuðir eða rétt tæp 367 ár. Þeir mega skipta þeim á milli sí­n eins og þeir vilja.