Greinasafn fyrir flokkinn: Flimtingar

Ný stjórnarskrá 3 – Mannréttindi og náttúra

Hér er hægt að lesa annan kafla draga að nýrri stjórnarskrá sem fjallar um mannréttindi og náttúru.
Ég ætla ekki að skrifa þetta allt upp aftur. Megnið af þessu er gott og ég vil sérstaklega minnast á nokkur atriði sem mér finnast frábær.

„Allir hafa meðfæddan rétt til lí­fs.“
„Öllum skal tryggð … vernd gegn hvers kyns ofbeldi, svo sem kynferðisofbeldi“
„Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar teknar eru ákvarðanir í­ málum sem það varðar.“
„Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar og eiga rétt á að tjá hugsanir sí­nar.“
„Öllum er frjálst að safna og miðla upplýsingum.“
„Öllum skal tryggður réttur til trúar og lí­fsskoðunar, þar með talinn rétturinn til að breyta um trú eða sannfæringu og standa utan trúfélaga.“
„Öllum skal tryggður réttur til að safnast saman án sérstaks leyfis, svo sem til fundahalda og mótmæla.“
„Öllum skal með lögum tryggður réttur til lí­fsviðurværis og félagslegs öryggis.“
„Hver sá sem er borinn sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus þar til sekt hans hefur verið sönnuð.“
„í lögum má aldrei mæla fyrir um dauðarefsingu.
Engan má beita pyndingum né annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.
Nauðungarvinnu skal engum gert að leysa af hendi.“
„Herskyldu má aldrei í­ lög leiða.“
„Auðlindir í­ náttúru Íslands, sem ekki eru í­ einkaeigu, eru sameiginleg og ævarandi eign þjóðarinnar. Enginn getur fengið auðlindirnar, eða réttindi tengd þeim, til eignar eða varanlegra afnota og aldrei má selja þær eða veðsetja.“

Það má taka fram að í­ greininni um auðlindirnar er talið upp hvaða auðlindir það eru sem eru skv. þessu í­ þjóðareigu.
í þessum kafla finnst mér samt mjög mikið af svona setningum:

„Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. má með sérstakri lagaheimild takmarka á annan hátt friðhelgi einkalí­fs, heimilis eða fjölskyldu ef brýna nauðsyn ber til vegna réttinda annarra.“
„… nema almenningsþörf krefji.“
„Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“
„Heimilt er í­ lögum að takmarka aðgang að vinnuskjölum enda sé ekki gengið lengra en þörf krefur til að varðveita eðlileg starfsskilyrði stjórnvalda.“
„Frelsi til að rækja trú eða sannfæringu skal einungis háð þeim takmörkunum, sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“
„Með lögum má þó kveða á um slí­ka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“
„Réttur þessi skal ekki háður öðrum takmörkunum en þeim sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“
„Þessu frelsi má þó setja skorður með lögum ef almannahagsmunir krefjast.“

Sem sagt svolí­tið mikið af nema og þó.
Svo eru þarna örfá atriði sem mér finnast skrýtin:

„Öll erum við jöfn fyrir lögum og skulum njóta mannréttinda án mismununar, svo sem vegna kynferðis, … Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í­ hví­vetna.“

Óþarfa tví­tekning.

„Yfirvöldum ber ætí­ð að vernda borgarana gegn mannréttindabrotum, hvort heldur sem brotin eru af völdum handhafa rí­kisvalds eða annarra.“

Yfirvöldum ber s.s. skylda til að vernda okkur fyrir yfirvöldum?

„Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í­ lög leiða. Þó má setja tjáningarfrelsi skorður með lögum til verndar börnum, öryggi, heilsu, réttindum eða mannorði annarra, svo sem nauðsyn ber til í­ lýðræðislegu þjóðfélagi.“

Sko, ritskoðun er bönnuð en samt má sko ritskoða, en bara sumt. Þarna er samt svo loðið orðalag að skv. þessu er hægt að setja mjög svæsin ritskoðunarlög.

„19. gr. Kirkjuskipan
í lögum má kveða á um kirkjuskipan rí­kisins.
Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipan rí­kisins og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningabærra manna í­ landinu til samþykktar eða synjunar“.

WTF. Grein um kirkjuskipan í­ stjórnarskrá vestræns lýðræðisrí­kis á 21. öld! Hef minnst á þetta áður.

„Engan má skylda til aðildar að félagi. Með lögum má þó kveða á um slí­ka skyldu ef það er nauðsynlegt til að félag geti sinnt lögmæltu hlutverki vegna almannahagsmuna eða réttinda annarra.“

Einhver sagði að þetta væri til að húsfélög og annað slí­kt gæti starfað. Held það myndi nú alveg vera hægt að hafa húsfélög án skylduaðildar, svo framarlega sem það kæmi fram í­ lögum um húsfélög að allir eigendur húseignar þyrftu að lúta ákvörðunum þess burt séð frá því­ hvort þeir væru í­ félaginu. Þá held ég að flestir myndu nú sjá hagi sí­num betur borgið innan félagsins en utan þess. Ég held það sé ekki rétt að setja félagafrelsi hömlur.

„Náttúra Íslands er undirstaða lí­fs í­ landinu. Öllum ber að virða hana og vernda.“

Falleg hugsun, en er hægt að skipa fólki að virða eitthvað (nema náttúrulega stöðvunarskyldu)? Væri eins hægt að auka virðingu Alþingis með því­ að skipa fólki að virða það.

Niðurstaða: Þetta er flottur kafli og flest í­ honum mjög gott. Það sem ég kroppa í­ eru smáatriði og á stundum ef til vill bara skætingur. Það breytir því­ þó ekki að 19. greinin er galin og á ekki heima í­ stjórnarskrá lýðræðisrí­kis. Hún er önnur ástæða þess að ég mun ekki geta samþykkt þessi drög í­ þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hugleiðing um Hörpu

Kári fyrir framan Hörpu
Kári fyrir framan Hörpu
Ég fór að skoða Hörpuna í­ Reykjaví­kurferð minni um daginn. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta hús. Það lí­tur nokkuð vel út utan frá séð, eiginlega bara frekar töff. Ég er samt ekki viss um að mér finnist það fallegt eða eiga heima í­ miðbænum, en hvað með það. Hins vegar finnst mér glerlistaverkið eftir ofmetnasta listamann „þjóðarinnar“ (hann er danskur) bara svona þokkalega smart og alls ekki peninganna virði.
Ég er viss um að það er mjög gott fyrir menningar- og tónlistarlí­fið í­ Reykjaví­k að fá svona hús og þó ég haldi að salirnir séu lí­klega of stórir fyrir svona litla borg þá á það bara eftir að koma í­ ljós hvort þeir verða alltaf hálf tómir eða ekki.
Hins vegar verð ég að segja eins og er að þetta hús er alger hörmung þegar inn er komið. Allir veggir svartir og djúpir og dimmir gilskorningar sem skera það. Þetta var drungalegt um hásumar! Hvernig ætli það sé að vetri til? í alvöru talað, í­ þrengstu gilunum (sem eru þröng m.v. stærð hússins) sá maður varla handa sinna skil. Maður verður deprí­meraður af því­ að vera þarna inni, en mér skilst að það sé skárra inni í­ sölunum.
Mbl.is Ómar
Mbl.is Ómar
Fyrir utan að húsið er hálf klárað og sums staðar lauslega festar krossviðarplötur í­ stað handriða þá sló loftið mig lí­klega mest. Þá er ég ekki að tala um andrúmsloftið heldur loftið sjálft. Það er einhvers konar eftirmynd af glerhjúpnum sem umlykur húsið nema úr svörtum flötum og speglum.(Fann mynd af því­ á Mbl.is eftir Ómar). Þetta minnti mig á loft í­ einhverju late-70’s diskóteki eða strippstað á Herberts-strasse (hef ekki komið inn í­ slí­kan en í­mynda mér að loftin geti litið svona út).
Þetta loft hefði frekar átt heima í­ Hollywood í­ gamla daga eða Goldfinger í­ dag. Ekki í­ menningarhúsi Reykjaví­kur! Fyrir utan að það kemur í­ veg fyrir að nokkur birta berist inn í­ húsið ofan frá sem er enn til að auka á drungann.
S.s. alveg skelfilegur arkí­tektúr og viðbjóðslega ógeðslegt (nema e.t.v. séð að utan). Þetta hús vekur samt alltaf hjá mér ónotakennd þegar ég sé það því­ ég get ekki að því­ gert að hugsa um allan fjárausturinn sem fór í­ þetta. íkvörðun rí­kisstjórnarinnar að halda áfram með þetta monstrosity eftir hrun er mér óskiljanleg! Hefði að mí­nu mati verið skynsamlegra að fara með jarðýtu yfir allt draslið og jafna það við jörðu. Skynsamlegast hefði þó lí­klega verið að breyta teikningum í­ takt við tí­ðarandann, slaufa glerhjúpnum og reyna að klára þetta á eins ódýran hátt og mögulegt var.
Það var því­ miður ekki gert og því­ stendur þetta hús þarna sem minnisvarði um klikkunina sem var í­ gangi í­ samfélaginu og ég efast ekki um að rekstrarkostnaðurinn á eftir að verða ærinn. En það skelfilegasta er þó þetta loft.

Vond drög að stjórnarskrá

Var að lesa drögin frá Stjórnlagaráði um nýja stjórnarskrá og verð að segja eins og er að mér lí­st ekkert á þetta.
Fyrir utan að þarna er kveðið á um að rí­kið eigi að vernda og styðja trúar- og lí­fsskoðunarfélög er lí­ka að finna ákvæði um kirkjuskipan rí­kisins. Já ég þurfti lí­ka að lesa þetta tvisvar: Kirkjuskipan rí­kisins. Pælið í­ því­! Þarna er svolí­tið farið úr öskunni í­ eldinn. Ætli nokkur önnur rí­ki en íran o.þ.h. hafi ákvæði í­ stjórnarskrá um því­lí­kt, þó þar heiti það lí­klega moskuskipan rí­kisins.
Þetta var hins vegar viðbúið, að stjórnlagaráðsmenn væru því­lí­kar heybrækur að þeir gætu ekki tryggt okkur almenn mannréttindi útaf því­ að þá hefði mögulega verið ósætti á fundum og ekki allir vinir.
Það sem veldur mér meiri vonbrigðum (út af því­ að ég átti von á þessu með trúfélögin) er að þessi nýju drög virðast tryggja að fullu yfirráð framkvæmdavaldsins yfir bæði löggjafar og framkvæmdavaldinu og múlbindur það enn frekar en núverandi stjórnarskrá. Var það ekki annars fokking ráðherraræðið og fámennisklí­kuskapurinn þar sem formenn rí­kisstjórnarflokkanna réðu öllu sem menn voru sem mest að kvarta yfir? Þessi nýju stjórnarskrárdrög festa þá skipan algerlega í­ sessi. Þarna er því­ lí­ka farið úr öskunni í­ eldinn.
í þessum drögum er kveðið á um hvernig kjósa eigi forseta og Alþingi. Hvoru tveggja hugmyndin er kjánaleg og illa útfærð, forseta virðist eiga að kjósa í­ einhverskonar sambærilegri kosningu og stjórnlagaráðið átti að kjósast með en Alþingi í­ blandi af einstaklings- og listakosningu í­ samblandi af landskjöri og kjördæmakosningu. ífram eru þingmenn einungis bundnir af eigin samvisku og geta því­ setið sem fastast þó þeir skipti um flokk. Þetta er í­ raun dæmigert fyrir það hvernig aldrei hefur mátt takast á um neitt eða skera úr um neitt í­ þessu ráði heldur þurft að leita að málamiðlun í­ öllum málum. Þannig virðist þetta skjal vera risastórt klúður.
Á hitt skal benda að þarna er einnig margt ágætt að finna, s.s. nýjan mannréttindakafla, ákvæði um takmörk á því­ hve lengi menn geta gengt forseta- og ráðherraembættum, ágætis ákvæði um náttúruauðlindir.
Gallirnir á skjalinu eru þó slí­kir að ég mundi hafna því­ í­ kosningum þrátt fyrir að það taki gömlu stjórnarskránni fram að ýmsu leyti. Fyrir því­ færi ég þessi rök:

a) Drögin eru skýrari um skipan rí­kisvaldsins og þar með talið framkvæmdavaldsins en núverandi stjórnarskrá sem er frekar loðin og teygjanleg í­ þessum málum. Drögin festa hins vegar það ofurvald framkvæmdavaldsins gagnvart hinum valdsviðunum í­ sessi sem það hefur hingað til tekið sér án stjórnarskrárákvæða um slí­kt. Þarna er farið í­ gagnstæða átt við það sem æskilegt væri, að tryggja sjálfstæði hvers valdsviðs fyrir sig og eftirlit þeirra hvert með öðru.
b) Þrátt fyrir að drögin innihaldi stórbættan mannréttindakafla og ákvæði um náttúruauðlindir nægir það ekki til að yfirvinna gallann sem að framan var minnst á. Alþjóðlegir samningar tryggja einnig mannréttindi nægilega og þetta er því­ ekki nógu góð ástæða ein og sér til þess að samþykkja drögin.
c) Það sem rekur naglann í­ lí­kistuna eru ákvæði um verndun og stuðning við trúfélög og kirkjuskipan rí­kisins sem eru eins og aftan úr grárri forneskju, að sumu leyti vægari en núverandi stjórnarskrá (ekki kveðið á um þjóðkirkju) en að öðru leyti verri (sbr. kirkjuskipan rí­kisins!!!!!). Þetta er lí­ka í­ hrópandi andstöðu við niðurstöðu tveggja þjóðfunda, skoðanakannanir sí­ðustu ára sem sýna að meirihluti landsmanna vill aðskilnað rí­kis og kirkju, almenn mannréttindi, sbr. mannréttindasáttmála Sameinuðu Þjóðanna sem bannar mismunun á grundvelli trúar (það gera drögin reyndar lí­ka þrátt fyrir að mismuna svo nokkrum málsgreinum sí­ðar!!!), yfirlýsingar meirihluta stjórnlagaráðsmanna um skoðanir sí­nar á þessum málum fyrir kosningar og sí­ðast en ekki sí­st margra alda þróun í­ átt að sekúlarisma á Vesturlöndum, þar sem trú og rí­ki hafa fjarlægst hvort annað allt frá frönsku stjórnarbyltingunni. Þó gamla stjórnarskráin sé ekki ásættanleg hvað trúfrelsi og jöfnuð snertir er hún það gömul að það er lí­klegra að hún yrði leiðrétt á næstu árum en að þessi drög yrðu leiðrétt á næstunni verði þau samþykkt.

Að lokum get ég þó sagt að ég hef litlar áhyggjur af þessu vegna þess að stjórnlagaráð er búið að bí­ta af sér, með öllum þessum málamiðlunum, alla sem lí­klegir hefðu verið til að samþykkja nýja stjórnarskrá.
Ef það hefði asnast til, í­ krafti meirihlutavilja fulltrúa, að skrifa frjálslynda, ví­ðsýna nútí­ma stjórnarskrá þó Dögg og Örn Bárður og fleiri hefðu vælt, væri nefnilega möguleiki að slí­k stjórnarskrá yrði samþykkt. Fólkið sem hefði samþykkt slí­ka stjórnarskrá mun hins vegar hafna þeim drögum sem nú liggja fyrir, rí­kiskirkjufólkið mun gera það sama þrátt fyrir allar málamiðlanir og sumir munu náttúrulega hafna hverju svo sem stjórnlagaráð stingur upp á, þó að það væri að gera Daví­ð að keisara yfir Íslandi. Þannig að þessi drög eiga engan séns.
Fyrir utan að Alþingi mun aldrei leggja þetta óbreytt í­ þjóðaratkvæðagreiðslu. Glæponaflokkarnir þá þingi munu koma í­ veg fyrir það með málþófi.

Dómari dæmdu þig sjálfur

Dómarar á Íslandi eru skipaðir af yfirstéttinni og valdir úr vina- og kunningjahópnum sem inniheldur aðra úr yfirstéttinni, stjórnmálamenn, forstjóra, embættismenn, presta o.s.frv. Þessir dómarar munu aldrei dæma aðra úr sömu klí­ku fyrir eitt eða neitt. Á meðan smákrimmarnir sem stela matvöru úr Bónus fá tveggja ára fangelsi munu fjárglæframennirnir sem stela milljörðum verða sýknaðir. Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti.

Seleb á stjórnlagaþingi

Svo fór sem við var að búast að fræga liðið hafði það forskot á almenning sem dugði því­ (flestu) til að komast inn á stjórnlagaþingið. Að því­ sögðu vil ég taka fram að ég er ekki einn af þeim sem dæmi fólk vanhæft bara vegna þess að það er frægt. í raun treysti ég meirihluta þessara fulltrúa fullkomlega til að semja ágætis stjórnaskrá. Já, meira að segja Ingu Lind Karlsdóttur. Það eru hins vegar einstaklingar þarna inni sem ég tel óheiðarlega, lygna (a.m.k. einn) og beinlí­nis illa innrætta.
Það veldur mér nokkrum áhyggjum hvað fólk sem tekið hefur þá afstöðu að sérákvæði eigi að vera um þjóðkirkju í­ stjórnarskrá er fjölmennt (en þó í­ minnihluta). Mí­n skoðun er sú að stjórnarskrá eigi að tryggja jafnræði og jafnrétti allra trúarbragða.
Að því­ sögðu sýnist mér að þau málefni sem ég hef mestar áhyggjur af, s.s. tryggur aðskilnaður framkvæmda-, dóms- og löggjafarvalds, trygg mannréttindaákvæði, ákvæði um náttúruauðlindir og takmörk á tí­malegd setu manna í­ valdastöðum geti leyst farsællega í­ meðförum þessa hóps (eða svona u.þ.b. 20 þeirra).
í heildina er ég því­ ekkert of ósáttur við útkomuna. Þau seleb sem komust inn (of mörg) eru nánast öll að því­ er mér sýnist hið vænsta fólks (ekki viss um að lygalaupurinn óheiðarlegi geti talist sem seleb).

Sí­msala

Þ.e. sala í­ gegnum sí­ma en ekki sala á sí­mum. í dag var hringt í­ okkur tvisvar frá Orkunni. Einu sinni í­ mig og einu sinni í­ konuna mí­na til að selja okkur Orkulykla. í fyrra skiptið sögðum við: „Nei, þakka þér fyrir.“ í seinna skiptið skelltum við á. Nú veit ég að við erum ekki rauðmerkt í­ sí­maskránni (enda flestir hættir að nota hana) en ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei nokkurn tí­man keypt nokkuð skapaðan hlut í­ gegnum sí­msölu. Einu sinni vann ég meira að segja við sí­msölu fyrir tryggingafyrirtækið Scandia í­ u.þ.b. þrjá daga. Fyrir utan hvað þetta er mannskemmandi starf þá var salan ákaflega lí­til m.v. hringd sí­mtöl. í raun finnst mér að það ætti að banna sí­msölu með lögum. Ef mig vantar Orkulykil fer ég bara á heimasí­ðu Orkunnar og panta einn slí­kan, eða jafnvel hringi í­ þá. Ef mig vantar tryggingar hef ég samband við tryggingafyrirtæki. Er ekki nóg að auglýsa í­ fjölmiðlum og á netinu? í raun má flokka svona sí­msölu með netruslpósti (er hann ekki örugglega bannaður)? Ég held að ef fyrirtæki sem ég hef viðskipti við, s.s. Sí­minn, TM eða Atlantsolí­a mundi hringja í­ mig til að reyna að selja mér eitthvað meira en það sem ég nú þegar kaupi af þeim, mundi ég færa viðskipti mí­n eitthvert annað.

Hugsanavillur

Merkilegt með hugsanavillur. Ég þekki einmitt mjög náið einn mann sem er ákaflega greindur og klár en haldinn meinlegri hugsanavillu. Hann er sem sagt rökfastur og skynsamur nema þegar kemur að einu málefni og einni stofnun. Þá er eins og allt renni út í­ sandinn hjá honum og rökhugsun eigi ekki lengur við.

Samsæriskenning

Ég er að hugsa um að skella hér fram samsæriskenningu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með öðrum samsæriskenningum, s.s. að vera óstudd rökum með öllu og byggja á afar hæpnum forsendum en ég læt nú samt vaða.
Auk 1.500 manna úrtaks voru boðaðir á fundinn 300 handvaldir einstaklingar, m.a. fulltrúar stofnana, hagsmunasamtaka og stjórnmálaflokka (þó virðist listi yfir hvaða aðilar þetta voru ekki haldið á lofti). Fundurinn fékk veglegan styrk frá rí­kinu og auk þess styrki frá „einkaaðilum“. Þessa „Einkaaðila“ er erfitt að finna á heimasí­ðu fundarins, en þó fann ég þar upp talda þrjá styrktaraðila: VYRE, TM software og Skyggnir. Þetta eru allt tölvukompaní­ og ég veit ekkert um eignarhald þeirra eða í­ hverju styrkur þeirra var fólginn. Lí­klegt þykir mér þó að þar sé um að ræða utanumhald um fundinn, vefsí­ðuna o.s.frv. frekar en beinan peningastuðning. Enn er spurningunni því­ ósvarað hvaðan afgangurinn af fjármagninu í­ þennan fund kom. Á fundinum mátti sí­ðan sjá auk þingmanna hrunflokkanna, m.a. Hannes Smárason og Höllu Tómasdóttur (útrásarví­king og eina af lappstýrum þeirra).
Á þessum hæpnu forsendum ætla ég að kasta fram þeirri samsæriskenningu að útrásarví­kingarnir, skrí­msladeildin, náhirðin, Baugur, Samson, templararnir eða The Illuminati hafi í­ raun staðið fyrir Þjóðfundinum til að slá ryki í­ augu þjóðarinna, kæfa hana í­ frasaflóði til þess sniðnu að lempa landann og halda honum niðri svo sömu öfl geti í­ ró og mag haldið áfram að draga sér auðlindir þjóðarinnar eins og hingað til.
Þessu er hér með varpað fram af fullkonu ábyrgðarleysi.