Greinasafn fyrir flokkinn: Formúla

Frábær skemmtun í­ Monza

Formúlan er heldur betur skemmtileg þessa dagana. Force India kemur hressilega á óvart í­ hverjum kappakstrinum á fætur öðrum og ég verð að viðurkenna að skilja ekki ákvörðun Fisichella að segja skilið við liðið til að gerast varaökumaður hjá Ferrari. Þar stendur Raikkonen sig hins vegar frábærlega og endurkoma Brawn er ánægjuleg eftir slakt gengi um miðbik vertí­ðarinnar. Sjálfum finnst mér lí­ka gaman að sjá hvað McLaren eru að bæta sig mikið og grátlegt að Hamilton skyldi keyra út af á sí­ðasta hring. Á móti kemur að hann er ekki í­ neinum titilslag og þessi stig skipta liðið í­ raun litlu úr því­ sem komið er. Þetta lofar hins vegar góðu fyrir næsta ár. Eina liðið sem olli vonbrigðum þessa helgi var Red Bull og svo virðist sem þeir muni ekki geta veitt Brawn mönnun raunverulega samkeppni. Alonso stendur sig lí­ka ver í­ Renaultinum og að því­ er ég held betur en bí­llinn í­ raun gefur tilefni til. Ljóst að hann væri langfremstur æki hann betri bí­l. Það verður gaman að sjá hvort hann verði áfram hjá Renault á næsta ári. Það er orðrómur í­ gangi um að hann fari yfir til Ferrari og þá verða þeir með fimm ökuþóra, þ.e. Fisichella, Raikkonen, Massa, Badoer og Alonso. Badoer er og verður reynsluökumaður og lí­klegt að það hlutverk bí­ði Fisichello lí­ka. Massa kemur örugglega inn sem aðalökumaður og þá þarf Raikkonen lí­klega að ví­kja fyrir Alonso. Það væri samt frekar undarlegt í­ ljósi þess hve vel Raikkonen er að aka þessa dagana. Eflaust enginn hörgull á liðum sem væru tilbúin til að fá hann til sí­n. Ætli það verði Raikkonen og Hamilton á næsta ári hjá McLaren? Kovalainen verður örugglega látinn fara, en ég væri spenntari fyrir því­ að sjá Rosberg taka hans sæti.

Allt annað lí­f í­ Spa

Mikið var nú skemmtilegra að horfa á formúluna í­ Spa um helgina en keppnina í­ Valencia helgina áður. í Spa var nóg um frammúrakstur og mikil keppni um nánast öll sæti. Mér fannst frábært hjá Raikkonen að ná að vinna þetta þó óneitanlega hefði verið gaman að sjá Force India landa sigri. Mér finnst einkenna tí­mabilið í­ ár hvað nýju „litlu“ liðin eru að ná góðum árangri, s.s. Brawn, Red Bull, Force India, en stóru og/eða gömlu liðin standa sig illa, s.s. MacLaren, Ferrari, Toyota, BMW, Renault, Williams. Toro Rosso er svo sér kapí­tuli út af fyrir sig. MacLaren og Ferrari hafi reyndar bætt sig gí­furlega í­ sí­ðustu mótum enda ekki von á að þau lægju í­ láginni lengi.
Enn held ég að forskot Button sé það mikið að hann nái að sigra í­ ár. Þeir sem koma næstir, Vettel og Barrichello, eru það langt á eftir að þeir þurfa að vinna mót og skilja Button eftir til að ná honum. Eins og er eru Raikkonen og Hamilton lí­klegir til að koma í­ veg fyrir það þó Vettel og Barrichello nái e.t.v. að vinna einhver mót. Það nægir Button að vera ekki of langt á eftir þeim til að halda forskotinu til enda.
Hins vegar lí­tur allt út fyrir mjög spennandi tí­mabili næsta ár, jafnvel jafn spennandi og skemmtilegu og í­ ár.

Valencia vandamálið

Ég horfði á formúluna um helgina, aldrei þessu vant. Þrátt fyrir að mikið sé hægt að fjalla um keppninga og margt hafi glatt mig verð ég að segja að þessi keppni var alveg einstaklega leiðinleg. Mig minnir reyndar að keppnin þarna í­ fyrra hafi verið einstaklega leiðinleg lí­ka og skil þess vegna ekki alveg hvað mótshaldararnir eru að hugsa með því­ að halda Valencia-keppninni inni. Það var enginn framúrakstur og eina spennan í­ kringum þjónustuhlé. Það er ekki skemmtileg formúla!
Ég er einn af þeim sem vil ekki sjá Schumacher keppa aftur, aðallega vegna þess að hann gæti aldrei náð að standa undir væntingum og betra fyrir hann að sleppa öllum endurkomum. Hins vegar verður að segjast eins og er að Luca Badoer stóð sig alveg einstaklega illa.
Mér þótti gaman að sjá hvað MacLaren-menn hafa náð að bæta sig og Ferrari lí­ka, að Brawn virðist vera að bæta sig aftur eftir að hafa dalað um miðja vertí­ð og að enn er spenna í­ titilslagnum. Ég held að Button hafi þetta þó Barrichello hafi gengið betur upp á sí­ðkastið. Held að möguleikar Vettels og Webers séu ákaflega litlir fyrst Brawn-menn eru að sýna lit á nýjan leik en Red Bull eitthvað að klúðra.
Btw. Brjálæðislega fyndið að heyra í­ Hannesi Hólmstein í­ útvarpinu í­ morgun. Sorglegt samt að vita að til er fólk (FLokksmenn) sem hugsa svona í­ alvörunni.

Hrói Höttur og Raikkonen

Fór á ættarmót um helgina. Það var mjög gaman þó ég sé ekki ættrækin maður að eðlisfari. Gulla fór með svona til tilbreytingar og ég held að henni hafi bara þótt þetta ágætt. Ég tók sjónvarp með mér svo ég gæti horft á formúluna á sunnudaginn. Nennti reyndar ekki að klára það svo ég gæti lagt fyrr af stað heim svo ég missti af því­ þegar Raikkonen tók fram úr Massa. Það er ánægjulegt að Ferrari sé að veita MacLaren samkeppni. Ég held að það hefði verið of einhæft ef Hamilton og Alonso hefðu bara verið að keppa. Ég er lí­ka ánægður með að Raikkonen skyldi vinna, hann var alltaf minn maður hjá MacLaren þó ég geti ekki haldið með honum eftir að hann færði sig yfir til Ferrari.
Lenti í­ því­ í­ gær að skipta yfir á þáttinn Robin Hood á Skjá Einum. Ég var lengi að velta því­ fyrir mér hvort þetta ætti í­ raun að vera í­ Englandi á miðöldum eða hvort um væri að ræða þáttaröð sem ætti að gerast eftir þriðju heimsstyrjöldina eða eitthvað slí­kt. A.m.k. voru allar konur málaðar að nútí­masið, talsvert um svarta og así­ska leikara, ýmis klæðnaður með nútí­masniði (og augljóslega framleiddur með nútí­maaðferðum). Komst að því­ að annað hvort er þetta bara svona rosalega lélegt eða þá að ég er ekki að ná brilljansinum í­ þessu.

Formúlan fer að byrja aftur

Þá fer formúlan að byrja aftur og maður er búinn að vera að kí­kja á formúluvefina undanfarna daga. Það lí­tur allt út fyrir að þetta verði mjög spennandi tí­mabil. McLaren, Ferrari og BMW hafa verið að ná hröðustu hringjunum en Honda og Renault hafa lí­ka verið með góða tí­ma á æfingum. Ég held að reynsla McLaren og Ferrari verði til þess að þessi tvö lið keppi sí­n á milli um titilinn í­ ár en BMW verður skammt undan. Hvort Renault og Honda blandi sér í­ keppnina um þriðja sætið er svo heldur ekki ólí­klegt.

Svo er lí­ka merkilegt að hjá tveimur toppliðum eru að byrja nýjir ökuþórar. Þ.e. hjá McLaren og Renault. Það er ekki algengt að nýliðar komist að hjá toppliðum strax á sí­nu fyrsta ári. Það er ljóst að þeir þurfa að standa undir miklum væntingum.

Ég hlakka mikið til að fylgjast með formúlunni í­ ár.

Þrí­r garpar

Geir H. HaardeGarpur 1 er Geir H. Haarde. Hann hefur vaxið gí­furlega í­ áliti hjá mér og var það þó ekki lí­tið áður. Geir hafði á sér það orð að vera heiðarleikinn uppmálaður og eini sjálfstæðismaðurinn sem andstæðingarnir treystu. Nú má kannski bæta við það, og sem samflokksmenn vantreysta. Það er nefnilega komið í­ ljós að Geir er plottari hinn mesti. Nú get ég ekkert sagt um það hvort hann stóð á bakvið yfirlýsingu SUS varðandi layniþjónustumálið eða ekki en það var náttúrulega hrein snilld hvernig honum tókst að spila úr því­. Með því­ að halda þennan fund með Birni og tala í­ föðurlegum umvöndunartón tókst honum að gefa skýrt til kynna að þarna væri höfðinginn að vernda undirsáta sinn gegn óþægum stráklingum og halda yfir honum verndarhendi. Um leið gerði hann óvinsæl hlerana og öryggisþjónustumál að málum Björns og hreinsaði sjálfan sig. Hrein snilld.

AlonsoGarpur 2 er Fernando Alonso sem tryggði sér heimsmeistaratitil ökuþóra í­ formúlu 1 um helgina. Mótið í­ Brasilí­u var reyndar ekki mjög spennandi þar sem það sprakk hjá Schumacher eldri snemma og hann var allan tí­mann að vinna sig upp í­ fjórða sæti. Hins vegar bendir keppni helgarinnar til þess að Formúlan verði ekki alveg nógu spennandi á næsta ári. Massa hafði feikilega yfirburði allt frá byrjun og enginn stóð Schumacher snúnig. Raikkonen og Massa keppa því­ lí­klega um heimsmeistaratitilinn að ári. Renault og MacLaren virtust nokkuð jafn ví­gir, þó De la Rosa hafi sannað að hann á ekki erindi í­ keppnissæti. Honda gæti sí­ðan blandað sér í­ slaginn um annað sætið. Ég er að hugsa um að halda með Button á næsta ári. 

VeðurguðinnGarpur 3 er veðurguðinn sem bauð okkur upp á sýnishorn af snjó fyrir nokkru og hefur nú ákveðið í­ ljósi þess hversu góðar undirtektir það fékk að láta snjóa stanslaust í­ tæpa tvo daga. Ég á ekki von á að þennan snjó festi frekar en hinn fyrri en Norðlendingum fennti ví­st inn á dekkjaverkstæðin í­ dag. Ætli ég bí­ði ekki eftir að þennan snjó leysi og fari svo og láti setja negldu dekkin undir. Svona áður en þeir sem fara alltaf í­ þriðju snjóum skefur inn.

En hvað lí­fið er dásamlegt

renaultf11.bmpÉg var orðinn ansi hreint svartsýnn á að Michael Schumacher myndi vinna formúluna í­ ár. Ég hefði svo sem ekki erft það við hann þar sem hann er að hætta og allt það en mikið skelfilega getur maður nú samt orðið þreyttur á honum. Sí­ðustu tvö ár hafa hins vegar verið feykilega skemmtileg í­ formúlunni. Sérstaklega miðað við 2004 sem Schumacher skemmdi gjörsamlega með því­lí­kum yfirburðum að annað eins hefur varla sést. Eins og staðan er núna virðist fátt geta komið í­ veg fyrir að Alonso vinni annað árið í­ röð. Gott hjá honum. Það er samt óvarlegt að súpa kálið fyrr en í­ ausuna er komið og ekki ólí­klegt í­ ljósi fyrri afreka Schumachers að hann reyni að keyra Alonso út úr keppninni. Það væri samt mjög áhættusamt þar sem Schumacher myndi þá hætta á að skemma sinn eigin bí­l eða vera dæmdur úr keppni. Spurning hvort Ferrari láti ekki Massa bara um þetta skí­tverk? Þeim væri trúandi til þess í­ ljósi sögunnar. Mér þykir því­ lí­klegt að Fisichella verði látinn verja Alonso gegn mögulegri ákeyrslu Ferrari-manna. Það gæti þýtt ákaflega undarlega keppni í­ Brasilí­u.

Næsta ár verður örugglega mjög skemmtilegt. Það verður gaman að sjá hvernig Raikkonen gengur hjá Ferrari og hvort Alonso geti keppt við hann á MacLaren. MacLaren-liðið virðist nefnilega alveg úti að aka þessa dagana. Einnig verður fróðlegt að fylgjast með því­ hvort Renault geti keppt við þessi lið eftir að Alonso hverfur á braut. Svo er aldrei að vita hvað hin liðin gera. Lí­klegust af þeim til að blanda sér í­ toppbaráttuna þykja mér BMW og Honda. Bæði lið hafa tekið stórum framförum og eru með góða ökumenn. Mér finnast Toyota-menn ekki jafn lí­klegir til afreka og það helgast lí­klegast af því­ að ég hef litla trú á Ralf og Trulli.