Greinasafn fyrir flokkinn: í­þróttir

2. (- 4.) sæti í­ úrsláttarkeppni

Einhvernvegin finnst mér að í­ úrsláttarkeppni sé ekki hægt að keppa um annað sæti en það fyrsta. Hver veit, kannski tapaði næstbesta liðið fyrir því­ besta strax í­ 16 liða úrslitum?
Ég man að ein besta ræðukeppni sem ég tók þátt í­ var gegn Mí í­ 8 liða úrslitum í­ MORFíS (man ekki hvaða ár það var). Við rétt mörðum þá keppni og lí­klega hefði Mí allt eins getað unnið (þó ég haldi að við höfum verið betri). í næstu umferð minnir mig að við höfum tapað gegn FG og verið mun verri. Hins vegar held ég að FG hefði tapað bæði gegn okkur og Mí í­ því­ stuði sem við vorum í­ í­ umferðinni á undan. En í­ úrsláttarkeppni er ekki spurt um það heldur bara hvor er betri í­ það og það skiptið. Ég held að FG hafi sí­ðan keppt við MH í­ úrslitum og unnið og MH þannig fengið annað sætið. En þýðir það að MH hafi verið með næstbesta liðið í­ keppninni? Það er mér til efs. FG var án vafa best enda náðu þeir að sigra í­ fjórum keppnum í­ röð en ég held að það hafi verið útilokað að ákvarða hvaða lið átti að vera í­ öðru sæti. Við, MH, Mí eða jafnvel eitthvað annað lið sem hafði tapað gegn FG fyrr?
Þess vegna finnst mér keppni um 3. sætið á HM út í­ hött og jafn fáranlegt að liðið sem tapi úrslitaleiknum lendi í­ 2. sæti. í úrsláttarkeppni er bara eitt sæti; það fyrsta.

Frábær skemmtun í­ Monza

Formúlan er heldur betur skemmtileg þessa dagana. Force India kemur hressilega á óvart í­ hverjum kappakstrinum á fætur öðrum og ég verð að viðurkenna að skilja ekki ákvörðun Fisichella að segja skilið við liðið til að gerast varaökumaður hjá Ferrari. Þar stendur Raikkonen sig hins vegar frábærlega og endurkoma Brawn er ánægjuleg eftir slakt gengi um miðbik vertí­ðarinnar. Sjálfum finnst mér lí­ka gaman að sjá hvað McLaren eru að bæta sig mikið og grátlegt að Hamilton skyldi keyra út af á sí­ðasta hring. Á móti kemur að hann er ekki í­ neinum titilslag og þessi stig skipta liðið í­ raun litlu úr því­ sem komið er. Þetta lofar hins vegar góðu fyrir næsta ár. Eina liðið sem olli vonbrigðum þessa helgi var Red Bull og svo virðist sem þeir muni ekki geta veitt Brawn mönnun raunverulega samkeppni. Alonso stendur sig lí­ka ver í­ Renaultinum og að því­ er ég held betur en bí­llinn í­ raun gefur tilefni til. Ljóst að hann væri langfremstur æki hann betri bí­l. Það verður gaman að sjá hvort hann verði áfram hjá Renault á næsta ári. Það er orðrómur í­ gangi um að hann fari yfir til Ferrari og þá verða þeir með fimm ökuþóra, þ.e. Fisichella, Raikkonen, Massa, Badoer og Alonso. Badoer er og verður reynsluökumaður og lí­klegt að það hlutverk bí­ði Fisichello lí­ka. Massa kemur örugglega inn sem aðalökumaður og þá þarf Raikkonen lí­klega að ví­kja fyrir Alonso. Það væri samt frekar undarlegt í­ ljósi þess hve vel Raikkonen er að aka þessa dagana. Eflaust enginn hörgull á liðum sem væru tilbúin til að fá hann til sí­n. Ætli það verði Raikkonen og Hamilton á næsta ári hjá McLaren? Kovalainen verður örugglega látinn fara, en ég væri spenntari fyrir því­ að sjá Rosberg taka hans sæti.

Allt annað lí­f í­ Spa

Mikið var nú skemmtilegra að horfa á formúluna í­ Spa um helgina en keppnina í­ Valencia helgina áður. í Spa var nóg um frammúrakstur og mikil keppni um nánast öll sæti. Mér fannst frábært hjá Raikkonen að ná að vinna þetta þó óneitanlega hefði verið gaman að sjá Force India landa sigri. Mér finnst einkenna tí­mabilið í­ ár hvað nýju „litlu“ liðin eru að ná góðum árangri, s.s. Brawn, Red Bull, Force India, en stóru og/eða gömlu liðin standa sig illa, s.s. MacLaren, Ferrari, Toyota, BMW, Renault, Williams. Toro Rosso er svo sér kapí­tuli út af fyrir sig. MacLaren og Ferrari hafi reyndar bætt sig gí­furlega í­ sí­ðustu mótum enda ekki von á að þau lægju í­ láginni lengi.
Enn held ég að forskot Button sé það mikið að hann nái að sigra í­ ár. Þeir sem koma næstir, Vettel og Barrichello, eru það langt á eftir að þeir þurfa að vinna mót og skilja Button eftir til að ná honum. Eins og er eru Raikkonen og Hamilton lí­klegir til að koma í­ veg fyrir það þó Vettel og Barrichello nái e.t.v. að vinna einhver mót. Það nægir Button að vera ekki of langt á eftir þeim til að halda forskotinu til enda.
Hins vegar lí­tur allt út fyrir mjög spennandi tí­mabili næsta ár, jafnvel jafn spennandi og skemmtilegu og í­ ár.

HM í­ handbolta III

Þrátt fyrir að ég reyndist sannspár um prófkjör Framsóknarmanna í­ Suðurkjördæmi þá virðist spádómsgáfa mí­n ekki jafn traust þegar kemur að handbolta. Íslenska landsliðið gerði sér sem sagt lí­tið fyrir (ekki að þeir hafi ekki lagt sig alla fram) og vann Frakka. Því­ átti ég alls ekki von á.

Raunar minnir í­slenska landsliðið mig dálí­tið á suma nemendur mí­na sem eiga það til að brillera og skila því­lí­kt framúrskarandi árángri á einstaka prófi eða verkefni að maður bókstaflega undrast snillina en klúðra svo stuttu sí­ðar (eða áður) einhverju sem manni þótti harla einfalt.

En, til hamingju Ísland.

HM í­ handbolta II

Þá er Ísland úr leik í­ HM í­ handbolta og gerist það óvenju snemma að þessu sinni. Mér skilst að liðið þurfi að sigra Frakka en úkraí­numenn að tapa fyrir íströlum svo einhver möguleiki sé um áframhald. Íslendingar sigruðu ístrali með gí­furlegum mun og fögnuðu ógurlega. Fullir af ofmetnaði mættu þeir því­ úkraí­nu án þess að átta sig á að leikurinn við ístralí­u var álí­ka merkilegur og ef West Ham næði að leggja Ví­ði í­ garði í­ fótboltanum, leiknum við úkraí­nu má þá lí­kja við að West Ham keppti við Bolton (getur farið á hvorn veginn sem er) en Frakkar væru þá í­gildi Arsenal í­ þessum samanburði.

Ég heyrði af úrslitunum þar sem ég var staddur úti í­ Brynju skömmu fyrir kvöldmat og önnur eins sársaukavein og bárust um öldur ljósvakans frá í­þróttafréttamanninum hef ég sjaldan heyrt. Það er með ólí­kindum að menn geti ennþá orðið vonsviknir með í­slenskt landslið eftir allan þennan tí­ma. Sumu hljóta menn bara að venjast og hætta að láta valda sér vonbrigðum.

Það er kannski blessun hvað þetta gerist snemma í­ þessari keppni og maður þarf ekki að bí­ða lengur meðan draumarnir styrkjast of vonbrigðin verða þvi meiri. (6)

HM í­ handbolta

Ég get ekki sagt að ég sé mikill í­þróttaáhugamaður þrátt fyrir að fylgjast með formúlunni. Ég verð hins vegar var við það að nú er að hefjast HM í­ handbolta og í­ útvarpinu um daginn var rætt við einhvert fólk á götunni um hvaða sæti það héldi að Ísland myndi ná. Spár voru allt frá því­ að Ísland lenti í­ 3. – 4. sæti og fóru ekki neðar en það. í lok fréttarinnar sagði fréttamaður svo frá því­ að besti árangur Íslands á HM hingað til hafi verið 5. sætið í­ Japan.

Þar sannast enn sem fyrr hvað Íslendingar eru bjartsýn þjóð. Því­ miður þá endar svona bjartsýni sem er frekar óraunsæir draumórar þó yfirleitt frekar í­ fúllyndi og leiðindum en sú bjartsýni sem þó hefur litlu tá annars fótar í­ raunveruleikanum. Þess vegna fannst mér skemmtilegt að lesa í­ Fréttablaðinu um daginn þar sem verið var að ræða sömu spurningu við þjóðþekkta Íslendinga sem samt tengjast handbolta eða í­þróttum á engan hátt að flestir spáðu Íslandi 12. – 18. sæti og einn taldi að Eiður Smári yrði maður mótsins.

ífram Ísland! (16)