Greinasafn fyrir flokkinn: Kvikmyndir

Bí­ógagnrýni – Inception

Menn halda almennt ekki vatni yfir Inception. Ég er ekki einn þeirra. Óþarfi að misskilja það. Mér finnst myndin ekkert vond, illa gerð eða út í­ hött. Ég mundi meira að segja ganga það langt að segja að þetta sé góð mynd, jafnvel mjög góð mynd. Hún ber vissulega höfuð og herðar yfir það sem Hollywood hefur verið að bjóða undanfarin ár. Þar er kannski komin skýringin á þessu ofsafengna oflofi sem hefur verið hlaðið á Inception. Loksins kemur mynd frá Hollywood sem er ekki innantóm og heilalaus steypa heldur heildstæð og góð hugmynd sem er sett fram af mikilli hæfni í­ mynd sem er vel gerð og vel leikin (sumir leikara eru þó undantekning frá því­, t.d. gæinn sem leikur besta vin aðal (Joseph Gordon-Levitt)). Leonardo DiCaprio á t.d. nokkur góð móment, sem og sú sem leikur konuna hans (Marion Cotillard) (Innan sviga eru þeir sem ég þurfti að fletta upp).
Myndin er samt alls ekki jafn djúp, frumleg og fyllt merkingu og sumir vilja vera láta (Vá, hann brýst inn í­ draum manns sem er að dreyma í­ draumnum!). Það hefur verið bent á að svipuð hugmynd var einu sinni notuð í­ Andrés Önd sögu þar sem Bjarnarbófarnir brjótast inn í­ draum Jóakims Aðalandar til að stela talnalásnum að peningageyminum. Það er hins vegar alrangt að þessi mynd sé eitthvað stolin úr þeirri sögu enda útfærslan, tilgangurinn og niðurstaðan allt önnur og þessi Andrésar Andar saga örugglega ekki í­ fyrsta skipti sem sú hugmynd að brjótast inn í­ draum annarra kom fram.
Þetta er sem sagt mjög góð mynd og á mikið lof skilið. Hún markar engin kaflaskil í­ kvikmyndasöguna en það er alltaf skemmtilegt þegar menn búa til mynd sem stendur upp úr meðalmennskunni. Það eina sem ég hef út á myndina að setja er í­ raun hvað umtalið um hana er úr tengslum við raunveruleikann.
Reyndar fannst mér endirinn lí­ka frekar slappur og einföld „lausn“. Sérstaklega þar sem gefnar voru ákveðnar ví­sbendingar á nokkrum stöðum í­ myndinni um „dýpri“ og flottari endi.
Ég gef henni samt alveg fjórar stjörnur (af fimm).

Reykjaví­k Whale Watching Massacre

Ég fór um sí­ðustu helgi á eina þá lélegustu bí­ómynd semég hef séð og skemmti mér bara konunglega. Að ví­su gerði ég þau mistök að hafa konuna mí­na með mér og hún hefur því­ miður ekki húmor fyrir svona ömurð. RWWM er kynnt sem spennutryllir, en það verður að segjast eins og er að spennan er aldrei nein. Þetta er hrein og klár splattermynd og ekki einu sinni mjög góð sem slí­k. Sagan er ákaflega einföld og stenst að sjálfssögðu enga gagnrýna skoðun. Myndin er m.ö.o. ekki samkvæm sjálfri sér. Splatteratriðin eru ákaflega gervileg og subbuleg og að mí­nu mati ákaflega fyndin, óraunveruleg og absúrd. Þetta er s.s. mynd í­ stí­l við Attack og the Killer Tomatoes, Revenge of the Toxiv Avenger, Bad Taste o.fl. en bara svolí­tið mikið lélegri en þær (a.m.k. svona í­ endurminningunni). Frábær skemmtun en alls ekki fyrir alla fjölskylduna. Bara þá sem hafa gaman af ofurlélegum splattermyndum.

Karlar sem hata konur fara í­ taugarnar á mér

Mí¤n som hatar kvinnor
Mí¤n som hatar kvinnor
Fyrir utan að skilja ekki karlrembu þá fer bók og bí­ómynd með umræddum titli ákaflega í­ taugarnar á mér sem er í­ raun mjög skrýtið þar sem ég hef ekki lesið bókina og ætla ekki að fara á bí­ómyndina. Ég held að það sé aðallega umræðan sem pirrar mig, þ.e. hve mikið er gert úr því­ að Stieg Larson skyldi hafa dáið áður en bækurnar komu út. Nú getur vel verið að þessar bækur séu snilldarverk en það tengist áreiðanlega ekki ótí­mabæru andláti Larsons. Ég hef mikla samúð með fjölskyldu hans og vinum. Nei, það sem fer í­ taugarnar á mér er hvað það er búið að „hæpa“ þessar bækur upp (e. hype). Minnir mig á versta pólití­ska eða útrásar spuna. Er bókmenntalegur spuni skárri en þeir fyrrnefndu? Fyrir utan það hvað nafnið á bókinni er fráhrindandi, a.m.k fyrir karlmenn. Hljómar eins og últra-feminí­skt-sænskt-sósí­aldrama! En mér skilst að þetta séu spennubækur og ágætar sem slí­kar. Ein lí­na úr umsögn um myndina festist lí­ka í­ hausnum á mér: Mynd sem tekur á raunsæan og hreinskilinn hátt á kynbundnu ofbeldi! Raunsæan og hreinskilinn? Það var nú gott. Er ekki nóg að vera á móti kyndbundnu ofbeldi, þarf maður að horfa á bí­ómyndir um það lí­ka? Lí­klega fjallar bókin (og myndin) um annað og meira en vonda meðferð á konum og illsku feðraveldissamfélagsins, en að því­ á ég aldrei eftir að komast, því­ það er gjörsamlega búið að drepa í­ mér allan áhuga á þessu.

Casino Royale

Ég er ekki duglegur að fara í­ bí­ó. Samt hef ég stundum skrifað smá kvikmyndagagnrýni hérna á bloggið mitt, eða um fjórar myndir held ég, þ.e. Mýrina, King Kong, Narní­u og Harry Potter og eldbikarinn. Þá var ég hins vegar ekki búinn að búa til þennan efnisflokk: Kvikmyndir, svo þið finnið enga aðra færslu en þessa í­ þeim efnisflokki. í ljósi reynslunnar gæti liðið langur tí­mi þangað til ég fer næst í­ bí­ó svo lí­klega hrúgast ekki inn greinar í­ þennan flokk. En þá að myndinni:

Ég fór sem sagt á Casino Royale í­ gærkvöldi, á svokallaða kraftsýningu, sem virtist einkennast fyrst og fremst að því­ að eitthvað var hækkað í­ græjunum. Það á vel við þessa mynd að hafa hana háværa. Það er lí­klega ekki hægt að fjalla um CR án þess að minnast á nýjasta Bondinn. Hann er fí­nn. Reyndar allt öðruví­si en þeir gömlu og það á eftir að koma í­ ljós hvernig Bondaðdáendur taka því­. Það á reyndar lí­ka við um þessa mynd því­ hún er algerlega ný tegund af Bondmyndum. Það er í­ raun erfitt að bera hana saman við aðrar Bondmyndir því­ hún fellur ekki í­ þann flokk. Sá Bond sem við þekkjum (og elskum) birtist eiginlega ekki í­ myndinni fyrr en í­ lokaatriðinu.

CR er í­ raun þrjár myndir. Fyrir hlé er hún dæmigert hasarmynd með einum flottasta eltingarleik sem ég hef séð í­ kvikmynd og dregur þar ekkert úr að bæði sá sem eltir og sá sem er eltur eru báðir fótgangandi (hlaupandi, hoppandi og veltandi). Sá hluti myndarinnar endar á æsispennandi atriði á flugvellinum í­ Miami og er í­ raun hápunktur myndarinnar.

Þá tekur við annar hluti myndarinnar sem fjallar um fjárhættuspilið í­ Monte-Negro (Svartfjallalandi). Það fer myndin út úr Bond-mynstrinu og þarna er byggð upp mikil sálfræðileg spenna, sem tekst að ví­su mis vel, og Bond og aðalkvenhetjan, Vespre, leggjast í­ miklar sálgreiningar hvort á öðru. Það verður að segjast eins og er að Vespre er ákaflega misheppnuð sögupersóna, illskiljanleg og ósympaþetí­sk. Þessi kafli myndarinnar heldur samt uppi ákveðinni spennu en endar ákaflega undarlega á einhvers konar Deus ex Machina (ef ég man fræðilega heitið rétt) sem bjargar söguhetjunum úr vonlausri stöðu.

Að lokum er þriðji hluti myndarinnar sem er í­ raun arfaslappur og fjallar um ástarsamband Bond og Vespre. Þarna verður myndin bæði langdregin og ómarkviss því­ áhorfandinn skilur ekki til hvers er verið að halda áfram með söguna fyrst fjárhættuspilinu er lokið. Það kemur í­ ljós í­ lokin þegar atburðurinn sem skapar Bond, gerir hann í­ raun að þeim Bond sem við þekkjum úr hinum myndunum, á sér stað. Það sem skemmir þennan hluta einna mest er arfaslök persónusköpun Vespre sem tekur gersamlega óútskýranlega ákvörðun í­ lokin sem er gersamlega úr karakter við þá mynd sem hefur verið byggð upp af manneskjunni í­ gegnum myndina. Enda fáum við einhverja undarlega einræðu frá M sem útskýrir að það var allt saman bara blekking og Vespre sé í­ raun allt önnur manneskja en við höfum haldið hingað til. Sjálfum finnst mér ákaflega slakt að breyta manneskju svona skyndilega og útskýra það svo eftir á afhverju hún hagaði sér eins og hún gerði.

í heildina er Casino Royale ekki slæm mynd. Hún er bara ekki Bond-mynd og stenst ekki samanburð við þær sem slí­k. Hún er hins vegar vel gerð drama/hasarmynd en lí­ður fyrir ákaflega undarlega söguuppbyggingu (Þar sem hápunktur spennunnar á sér stað fyrir hlé) og slæma persónusköpun, sérstaklega hvað varðar Vespre. Það er því­ alger óþarfi að fara á þessa mynd í­ bí­ó nema menn séu gallharðir Bond-aðdáendur. Það má alveg bí­ða eftir því­ að hún komi á ví­deóleigurnar.