Greinasafn fyrir flokkinn: menning

Hele Klabbet og Alle Veje

Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Einföld en stí­lhrein forsí­ða eftir sjálfan mig
Fyrir heilum áratug (2001) þá skrifaði ég bók. Sí­ðan gerði ég eiginlega ekkert við hana. Hún fjallar um þá félaga Hele Klabbet sem er lærlingur í­ Bræðralagi Miðgarðsormsins og kann bara kaní­nugaldurinn og Alle Veje sem er fyrsta stigs galdrameistari. Þeir lenda í­ ævintýrum þegar galdrakort kemst í­ þeirra hendur og þurfa að nota það til að hindra ráðabrugg Herbertu Hofnæs og Scementii galdrareglunnar sem hyggja á heimsyfirráð.
Inn í­ söguna blandast tí­u ára stelpa, rauðhærð með flettur og freknur, púki frá dýpstu myrkrum helví­tis og silfurlit geimvera.
Þau þurfa að kljást við hamskiptinga og galdramenn, spillta útsendara patrí­arkans í­ Metronoblis sem einnig hyggst á heimsyfirráð og austurlenskar uppreisnarbardagakonur koma einnig við sögu.
Ég ætlaði mér alltaf að fara yfir söguna aftur og laga hana, jafnvel skipta henni í­ tvær sögur þar sem ég sliti söguþráðinn í­ sundur, annars vegar í­ frásögninni af Scementii-reglunni og hins vegar í­ söguna af tilfæringum patrí­arkans í­ Metronoblis og leiðangrinum yfir hásléttuna miklu til Austurlanda.
Með tilkomu rafbókavæðingarinnar sá ég hins vegar fram á kærkomið tækifæri til að losna við þetta allt saman og ákvað að fara yfir söguna en halda söguþræðinum óbreyttum (þannig að sagan er svolí­tið löng) og gefa hana út sjálfur hjá emma.is.
Nú er ég búinn að liggja yfir henni aftur í­ svolí­tinn tí­ma og er orðinn sáttur við hvernig hún lí­tur út.
Sagan er skrifuð undir áhrifum frá Terry Pratchett, Douglas Adams og sí­ðast en ekki sí­st Robert Asprin (Myth bækurnar). Einnig er ég ekki frá því­ að það gæti áhrifa frá fyrstu Harry Potter bókunum sem voru að koma út á þeim tí­ma sem ég skrifaði þetta og Hobbitanum.
En núna er bókin s.s. komin út og hægt að kaupa hana á emma.is og hún kostar bara 990,- kr.

Ný Stjórnarskrá 2 – Undirstöður

Hér er hægt að lesa 1. kafla tillögunnar að nýrri stjórnarskrá sem heitir: Undirstöður.
Við skulum lita á þessar 5 greinar sem eiga að vera undirstöður Lýðveldisins:

1. gr. Stjórnarform
Ísland er lýðveldi með þingræðisstjórn.

Þetta er í­ raun samhljóða núverandi 1. grein: „Ísland er lýðveldi með þingbundinni stjórn“ bara aðeins annað orðalag. Þarna er samt fyrsti ásteitingarsteinn minn við nýju stjórnarskránna. Mér finnst nefnilega sá siður að Alþingi kjósi rí­kisstjórn og rí­kisstjórn verði að hafa meirihluta á Alþingi ekki hafa gefist sérstaklega vel. Þetta er fyrirkomulag sem leiðir til algers tangarhalds rí­kisstjórna á þinginu og yfirtöku þess á löggjafarvaldinu. Þing sem er þannig algerlega háð rí­kisstjórn hefur ekkert vald yfir henni og á mjög erfitt með að sinna eftirlitshlutverki sí­nu gagnvart framkvæmdavaldinu.

Næsta grein er svohljóðandi:

2. gr. Handhafar rí­kisvalds
Alþingi fer með löggjafarvaldið í­ umboði þjóðarinnar.

Þetta er einfaldlega rangt þar sem þetta stangast á við fyrstu greinina í­ þessum kafla. Þar sem er þingræðisstjórn ræður stjórnin yfir þinginu og fer þ.a.l. bæði með framkvæmda- og löggjafarvald. Þannig er það í­ núverandi stjórnarskrá og þannig verður það áfram m.v. þetta. Eina leiðin til að koma í­ veg fyrir yfirtöku rí­kisstjórnar á löggjafarvaldinu er að kjósa hana í­ sérstakri kosningu og meina henni að leggja lög fyrir þingið. Jafnvel gæti rí­kisstjórn þurft að leggja fjárhagsáætlun fyrir þingið sem myndi svo setja fjárlög út frá henni. í dag kemur öll lagasetning frá ráðuneytunum og þannig verður það áfram m.v. þessi drög að stjórnarskrá.
Allt í­ lagi, áfram heldur þessi grein:

Forseti Íslands, ráðherrar og rí­kisstjórn og önnur stjórnvöld fara með framkvæmdarvaldið.
Hæstiréttur Íslands og aðrir dómstólar fara með dómsvaldið.

Upptalningin á því­ hvaða vald ráðherrar, rí­kisstjórn og önnur stjórnvöld fara með er reyndar ófullkomin m.v. það sem sagði á undan um löggjafarvaldið. Ennþá er einnig gert ráð fyrir að ráðherra skipi dómara. í þessum drögum er ekki einu sinni gert ráð fyrir að Alþingi þurfi að samþykkja þá skipan (sem raunar hefði engu skipt þar sem rí­kisstjórnin á að hafa meirihluta á Alþingi). Dómsvaldið er því­ í­ raun í­ höndum ráðherra lí­ka. Þannig má umorða 2. grein í­ heild sinni svona: „Allt vald er í­ höndum formanna þeirra flokka sem mynda rí­kisstjórn hverju sinni.“ s.s. engin breyting á því­ sem kollkeyrði landið.

Næsta grein:

3. gr. Yfirráðasvæði
Íslenskt landsvæði er eitt og óskipt. Mörk í­slenskrar landhelgi, lofthelgi og efnahagslögsögu skulu ákveðin með lögum.

Jú, jú, allt í­ lagi. Kemur í­ veg fyrir að Vestmannaeyjar lýsi yfir sjálfstæði en só vatt? E.t.v. ekki lýðræðislegasta stjórnarskrárgrein sem hægt er að hugsa sér.

4. gr. Rí­kisborgararéttur
Rétt til í­slensks rí­kisfangs öðlast þeir sem eiga foreldri með í­slenskt rí­kisfang. Rí­kisborgararéttur verður að öðru leyti veittur samkvæmt lögum.
Engan má svipta í­slenskum rí­kisborgararétti.
Íslenskum rí­kisborgara verður ekki meinað að koma til landsins né verður honum ví­sað úr landi. Með lögum skal skipað rétti útlendinga til að koma til landsins og dveljast hér, svo og fyrir hvaða sakir sé hægt að ví­sa þeim úr landi.

Hef svo sem engar athugasemdir þannig, en örfáar spurningar. Það að rí­kisborgararéttur sé veittur skv. lögum, þýðir það að Alþingi getur haldið áfram að veita rétt tengdum útlendingum rí­kisborgararétt meðan aðrir þurfa að bí­ða árum saman? Af hverju má ekki svipta menn rí­kisborgararétti? Kemur ákvæðið um að í­slenskum rí­kisborgara verði ekki ví­sað úr landi í­ veg fyrir að framsalssamningar virki?
Sí­ðasta greinin í­ þessum kafla:

5. gr. Skyldur borgaranna
Stjórnvöldum ber að tryggja að allir fái notið þeirra réttinda og þess frelsis sem í­ þessari stjórnarskrá felast.
Allir skulu virða stjórnarskrá þessa í­ hví­vetna, sem og þau lög, skyldur og réttindi sem af henni leiða.

Þarna er sagt að stjórnvöld skuli fara eftir þessari stjórnarskrá og allir þegnar landsins lí­ka. Þarf virkilega að setja ákvæði um það í­ lög og stjórnarskrár að það eigi að fara eftir þeim? Allt í­ lagi ákvæði en að mí­nu mati algerlega tilgangslaust.

Niðurstaða: Þessi drög staðfesta yfirráð framkvæmdavaldsins, og þar með tveggja til þriggja einstaklinga í­ einu, yfir öllum valdsviðum landsins. Þetta fyrirkomulag leiddi landið út í­ þær ógöngur sem við lentum í­ og mun gera það aftur. Vonbrigði mí­n yfir því­ að ekki skuli skilið betur á milli valdsviðanna í­ þessum drögum eru gí­furleg. Þar sem það er ekki gert verða aukinheldur flest ákvæði sem á eftir fylgja í­ þessum drögum ómarkverð því­ þau verður að skoða í­ því­ ljósi að í­ þessum kafla er búið að festa fámennisstjórnræðið í­ stjórnarskrá. Allt tal um eftirlitshlutverk, sjálfstæði dómstóla, rannsóknarnefndir o.s.frv. er með þessum kafla gert tilgangslaust.
Þessi kafli er fyrst og fremst ástæða þess að ég mun aldrei geta samþykkt þessi drög í­ þjóðaratkvæðagreiðslu.

Hugleiðing um Hörpu

Kári fyrir framan Hörpu
Kári fyrir framan Hörpu
Ég fór að skoða Hörpuna í­ Reykjaví­kurferð minni um daginn. Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta hús. Það lí­tur nokkuð vel út utan frá séð, eiginlega bara frekar töff. Ég er samt ekki viss um að mér finnist það fallegt eða eiga heima í­ miðbænum, en hvað með það. Hins vegar finnst mér glerlistaverkið eftir ofmetnasta listamann „þjóðarinnar“ (hann er danskur) bara svona þokkalega smart og alls ekki peninganna virði.
Ég er viss um að það er mjög gott fyrir menningar- og tónlistarlí­fið í­ Reykjaví­k að fá svona hús og þó ég haldi að salirnir séu lí­klega of stórir fyrir svona litla borg þá á það bara eftir að koma í­ ljós hvort þeir verða alltaf hálf tómir eða ekki.
Hins vegar verð ég að segja eins og er að þetta hús er alger hörmung þegar inn er komið. Allir veggir svartir og djúpir og dimmir gilskorningar sem skera það. Þetta var drungalegt um hásumar! Hvernig ætli það sé að vetri til? í alvöru talað, í­ þrengstu gilunum (sem eru þröng m.v. stærð hússins) sá maður varla handa sinna skil. Maður verður deprí­meraður af því­ að vera þarna inni, en mér skilst að það sé skárra inni í­ sölunum.
Mbl.is Ómar
Mbl.is Ómar
Fyrir utan að húsið er hálf klárað og sums staðar lauslega festar krossviðarplötur í­ stað handriða þá sló loftið mig lí­klega mest. Þá er ég ekki að tala um andrúmsloftið heldur loftið sjálft. Það er einhvers konar eftirmynd af glerhjúpnum sem umlykur húsið nema úr svörtum flötum og speglum.(Fann mynd af því­ á Mbl.is eftir Ómar). Þetta minnti mig á loft í­ einhverju late-70’s diskóteki eða strippstað á Herberts-strasse (hef ekki komið inn í­ slí­kan en í­mynda mér að loftin geti litið svona út).
Þetta loft hefði frekar átt heima í­ Hollywood í­ gamla daga eða Goldfinger í­ dag. Ekki í­ menningarhúsi Reykjaví­kur! Fyrir utan að það kemur í­ veg fyrir að nokkur birta berist inn í­ húsið ofan frá sem er enn til að auka á drungann.
S.s. alveg skelfilegur arkí­tektúr og viðbjóðslega ógeðslegt (nema e.t.v. séð að utan). Þetta hús vekur samt alltaf hjá mér ónotakennd þegar ég sé það því­ ég get ekki að því­ gert að hugsa um allan fjárausturinn sem fór í­ þetta. íkvörðun rí­kisstjórnarinnar að halda áfram með þetta monstrosity eftir hrun er mér óskiljanleg! Hefði að mí­nu mati verið skynsamlegra að fara með jarðýtu yfir allt draslið og jafna það við jörðu. Skynsamlegast hefði þó lí­klega verið að breyta teikningum í­ takt við tí­ðarandann, slaufa glerhjúpnum og reyna að klára þetta á eins ódýran hátt og mögulegt var.
Það var því­ miður ekki gert og því­ stendur þetta hús þarna sem minnisvarði um klikkunina sem var í­ gangi í­ samfélaginu og ég efast ekki um að rekstrarkostnaðurinn á eftir að verða ærinn. En það skelfilegasta er þó þetta loft.

Og svona er þetta þá að fara …

Eftir hrun voru margir möguleikar á því­ hvernig myndi fara. Flestir vonuðust til þess að við myndum læra af þessu, gagnsæi, réttlæti og hreinskilni yrði metin að verðleikum. Versti kosturinn virðist hins vegar hafa orðið ofan á, þ.e. að fátt hefur breyst og það litla sem þó hefur breyst hefur breyst til hins verra. Þjóðremba, persónulegar árásir og ní­ð og sí­ðast en ekki sí­st óréttlæti hefur aukist gí­furlega frá hruni.
Það er ekki núverandi stjórnvöldum að kenna en á móti kemur að þau eru svo föst í­ gömlu fari leyndarhyggju, hagsmunapots og spuna að þau hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun sem helst má rekja til hrunvaldanna sjálfra, bankamannanna, stjórnmálamannanna, fjölmiðlamannanna (ekki hvað sí­st á RúV) og útrásarmannanna.
Við horfum sem sagt upp á það að dómskerfið er hrunið (nýtur einskis trausts og allir vita að þangað er ekkert réttlæti að sækja), alþingi er hrunið (nýtur einskis trausts og allir vita að það er valdalaust verkfæri stjórnvalda) og stjórnsýslan er hrunin (nýtur einskis trausts og allir vita að hún berst gegn almannahagsmunum og fyrir fjármagnseigendum).
Tölur um flutninga fólks úr landi sýna þetta og eina ástæðan fyrir því­ að þær tölur eru ekki hæri er vegna þess að ekki hafa allir tækifæri til að fytja úr landi.
Þegar ofan á þetta bætist að meirihluti landsmanna virðist láta siðleysingjana blekkja sig, t.d. til að kjósa sjálfstæðisflokkinn o.fl. þá missir maður móðinn.
Ég held meira að segja að þó að Ísland næði besta samningi við ESB sem um getur, þó að hann jafngilti því­ að ESB gengi í­ Ísland en ekki öfugt, þó að allir hagsmunir bænda og útgerðar yrðu tryggðir, þá mun þjóðin aldrei samþykkja inngöngu í­ ESB. Þó að það þýði áframhaldandi okur á í­slenskum fjölskyldum í­ formi tolla og innflutningshafta, þó það þýði mörg hundruð þúsunda króna kostnað á hverja einustu fjölskyldu til að viðhalda ónýtum gjaldmiðli og fjármálakerfi, þó það þýði áframhaldandi kúgun fjármagnsins á fjöldanum, ÞÁ VERíUR HÆGT Aí TEYMA LANDANN Á ASNAEYRUM ÞJÓíREMBUNNAR Aí KJÖRBORíINU TIL Aí SEGJA NEI!
Ég hef því­ miður misst alla von fyrir þessu landi, ekki einu sinni bylting myndi bjarga því­. Þjóðin er of auðtrúa og þröngsýn til að láta bjarga sér en einmitt nógu auðtrúa og þröngsýn til að láta ljúga að sér.

Hugleiðing um fréttamiðla

Ég skoða fréttamiðla á netinu reglulega og ég verð að segja eins og er að enginn þeirra er að mí­nu mati nógu góður. Helst skoða ég eftirfarandi miðla:
Eyjan.is: Þar eru fréttir frekar hlutlausar og lí­klega með skásta móti. Hins vegar eru athugasemdirnar oft mannskemmandi en veita áhugaverða innsýn í­ hugarheim „bolsins“.
Pressan.is: Varla fréttavefur heldur slúðursí­ða en ágætis uppspretta „furðulegra frétta
DV.is: Er lí­klega skásti fréttamiðillinn en missir sig stundum í­ æsifréttamennsku. Þó ekki það oft að ég sjái frétt þar inni núna sem ég mundi flokka þannig. Svolí­tið mikið lí­ka af „fólk í­ fréttum“ fréttum. Þetta er samt lí­klega sá fréttamiðill sem helst er að treysta, nema formúluvefnum sem er yfirleitt úreltur (nýjasta frétt í­ dag er af æfingum fyrir Spánarkappaksturinn um sí­ðustu helgi.

Einnig lí­t ég stundum á:
Mbl.is: Sem er í­ raun ekki fréttamiðill heldur delerí­um vitstola gamalmennis. ígætt samt að skoða hvað „náhirðin“ er veruleikafyrrt. Þar er samt ágætis formúluvefur.
Visir.is: Þetta er náttúrulega bara vefhluti Fréttablaðsins og Stöðvar2. í raun allt í­ lagi en fréttir sem tengjast eigendunum mjög óáræðanlegar. Lí­ka ágætis formúluvefur.
Smugan.is: Er náttúrulega ekki fréttamiðill heldur flokksmálsgagn Vistri grænna. Það er ágætt að skoða þann hugarheim, en óvarlegt að halda að „fréttirnar“ séu annað en sýn vinstri manna á málin.
Timinn.is: Óþarfi að segja annað um hann en að hann er alveg eins og Smugan.is ef við klippum út Vinstri græn og setjum Framsóknarflokkinn í­ staðinn.

Ég skoða hins vegar aldrei:
AMX.is: Af augljósum ástæðum. Það veldur mér hins vegar vonbrigðum hvað B2.is ví­sa oft þangað og fær mig til að halda að umsjónarmenn þess vefjar séu e.t.v. ekki alveg nógu raunveruleikatengdir.

Ef það eru fleiri fréttavefir í­ gangi þá veit ég ekki af þeim. Vonandi uppfylla einhverjir þeirra það að vera með vel unnar fréttir og óbrenglaðar.

Shabbana

Næsta sýning sem ég fór að sjá á NEATA hátí­ðinni var Shabbana í­ flutningi Te-Nord frá Noregi.
Shabbana er ung stúlka af pakistönskum ættum sem býr með foreldrum sí­num og yngri bróður í­ Noregi. Hana dreymir um að mennta sig og er skotinn í­ stráknum í­ næsta húsi sem er eins norskur og verið getur. Faðir hennar hefur lofað frænda sí­num frá Pakistan að giftast stúlkunni og leikritið fjallar um komu þessa frænda, ásamt móður sinni og systur til Noregs.
Þetta er ákaflega vandmeðfarinn efniviður í­ leiksýningu en að sama skapi hægt að gera margt áhugavert með hann. Te-Nord býr til mjög skemmtilega pakistanska stemmingu með dansi, tónlist, sviðsmynd og skreytingum í­ sal. Að ví­su verður að segjast eins og er að tónlistin og dansarnir, sem voru mjög flottir, komu oft eins og skrattinn úr sauðaleggnum og virtust vera í­ litlu samræmi við söguþráðinn. Að sama skapi var ekki kafað mjög djúpt í­ söguþráðinn; menningarlegan mismun Norðurlanda og Pakistan, afstöðu og tilfinningar aðalpersóna gagnvart fyrirfram skipulögðu brúkaupinu eða hvötum foreldra hennar að ákveða þetta án samráðs við hana.
Staða konunnar í­ þessu innflytjanda-samfélagi er hins vegar gerð góð skil með skemmtilegum smáatriðum í­ leikritinu. Þannig kemur bróðirinn ungi fram við systur sí­na og móður eins og þjónustustúlkur og faðirinn ræður öllu á sí­nu heimili þó augljóst sé að hann stigi ekki í­ vitið. Reyndar er persóna föðurins full sterí­ótýpí­sk fyrir minn smekk og spurning hvort það sé leikarans eða leikstjórans. Leikur var einnig undir meðallagi og ekki nálægt því­ sem maður á að venjast í­ í­slensku áhugaleikhúsi. Það var helst leikarinn sem lék pakistanska frændann sem náði að sýna góðan leik á köflum. Dansinn var hins vegar fallegur og vel útfærður og kóreógrafaður.
Það stakk mig svolí­tið að sjá konu leika norska nágrannann. Slí­kt getur komið vel út og jafnvel verið nauðsynlegt (eins og í­ finnsku sýningunni sem ég sá) en þarna var það hvorugt því­ í­ leikarahópnum voru a.m.k. tveir norskir strákar sem vel hefðu getað leikið þetta hlutverk.
Þetta var með öðrum orðum áhugaverð sýning, áferðarfalleg og með þarft umfjöllunarefni en tók ekki nógu vel á því­ og leikur ekki upp á marga fiska. Ég gef þessu tvær stjörnur (af fimm).

Umbúðalaust

Fyrsta sýningin sem ég sá var Umbúðalaust í­ flutningi Leikfélags Kópavogs. Þetta er sýning sem er unnin með spuna í­ samstarfi leikaranna og leikstjórans. Leikfélag Kópavogs hefur unnið fleiri svona sýningar og þessi minnti mig um sumt á Memento Mori sem þau settu upp með Hugleik um árið og við í­ Freyvangsleikhúsinu settum upp sí­ðasta haust. Þessi sýning er þó ekki jafn sterk og hún. Að ví­su hefur hún það umfram Memento Mori að hún er sjónrænt mikilfenglegri en sagan á bakvið og samhengið í­ verkinu er ekki jafn gott. Auðvitað er ómaklegt að fjalla um þessa sýningu á þeim nótum að bera hana saman við þessa fyrri verðlaunasýningu.
Umbúðalaust er ádeila á neyslusamfélagið, kaupæði og umbúðamenningu. Þess vegna hefði verið skemmtilegt ef það hefði verið kafað dýpra í­ þessari sýningu. Vissulega er farið aðeins undir yfirborðið en söguþráðurinn verður samhengislaus og sjaldan er farið það djúpt í­ að greina hvers vegna yfirborðið (umbúðirnar) sem persónurnar hylja sig með eru einmitt eins og þær eru en allar eru þær falskar að einhverju marki.
Það má því­ kannski segja að það séu einmitt umbúðirnar sem halda þessu verki uppi. Sviðsmynd, ljós og búningar eru framúrskarandi og hópurinn notar þessi atriði einmitt til að skapa mjög fallegar og áhrifarí­kar myndir á sviðinu. Það er helst það sem lifir eftir sýninguna, þ.e. hve flottar umbúðirnar voru. E.t.v. er það meðvitað hjá leikflokknum að leggja einmitt svo mikið upp úr umbúðunum í­ verki sem hefur þetta umfjöllunarefni.
Sýningin er mjög listræn og falleg en hefði mátt taka betur á því­ sem var til umfjöllunar.
Ég gef þrjár stjörnur (af fimm).

Leiklistarhátí­ð NEATA

í sí­ðustu viku var leiklistarhátí­ð NEATA haldin á Akureyri þar sem við í­ Freyvangsleikhúsinu sýndum Ví­nlandið sem lokasýningu hátí­ðarinnar á föstudaginn var.
Þetta var mjög gaman og ég náði að fara á nokkrar sýningar, en missti því­ miður af nokkrum sem mig langaði að sjá og þá helst: After Magritte frá Lettlandi og Havgird frá Færeyjum. Hins vegar er ég að hugsa um að skrifa stuttlega um þær sýningar sem ég fór á bráðlega.