Greinasafn fyrir flokkinn: Menntun

Um gagnrýni

Ég held að sá misskilningur, að orðið gagnrýni þýði að rýna til gagns en ekki að rýna í­ gegnum, hafi skapað ástand þar sem raunveruleg gagnrýni er litin hornauga og álitin vera það sama og niðurrif, þ.e. ef þú hefur ekki eitthvað gott að segja um e-ð sé betra að þegja en að benda á hvað er athugavert. Raunveruleg gagnrýni er þannig álitin neikvæð og varhugaverð en gagnrýnislaus meðvirkni telst jákvæð og uppbyggileg og er jafnvel álitin vera „að rýna til gagns“. Þannig er andstæða hugtaksins gagnrýni talin vera gagnrýni en er í­ raun n.k. andgagnrýni.

Trúarleg meðferð

Ég verð að ví­sa á þennan pistil hjá Jennýu Önnu. Það er rétt sem hún bendir á að það er undarlegt að hugsa til þess í­ dag aað enn skuli rí­kið beina fólki í­ meðferð hjá áhugasömum trúarhoppurum og styrkja þá starfsemi í­ stað þess að reka ví­sindalega meðferð með menntuðum sérfræðingum. Það er sérstaklega undarlegt í­ ljósi reynslunnar af slí­kum stofnunum í­ gegnum tí­ðina bæði hérlendis, t.d. stúlknaheimilið Bjarg, sem og erlendis, t.d. í­rskir klausturskólar. Það ætti öllum að vera ljóst að slí­k starfsemi er stórhættuleg.
AA er ekki eins augljóst dæmi. Margir sem fara í­ meðferð þar gleyma sér samt í­ einhvers konar ofsatrú og heilagleika fyrst eftir að meðferð lýkur og verða jafnvel eitt helsta kennivald fjölmiðla og almennings í­ trúarlegum efnum um tí­ma (fara jafnvel að svara eilí­fðarspurningunum í­ útvarpi eins og ekkert sé sjálfsagðara). Sem betur fer rjátlar þetta af flestum en þó eru mörg dæmi þess að menn fara úr alkanum í­ AA og þaðan í­ guðfræðina (sem er náttúrulega ekki fræðigrein frekar en stjörnuspeki) og enda sem prestar á hálfri til heillri milljón frá þjóðinni á mánuði (já, lí­ka þeim sem eru ekki í­ költinu).
Vissulega ekki jafn skelfilegt dæmi og Byrgið en umhugsunarvert samt.

Óhugnaður gagnvart börnum

(Rétt skal vera rétt. Eftir að ég skrifaði þessa færslu hef ég fengið betri upplýsingar (og lesið skýrsluna betur) og vil því­ taka fram: Presturinn sem um ræðir var ekki forstöðukona á Bjargi. Hún kom að starfinu þar sem kennari og skólafulltrúi (hún átti s.s. að hafa eftirlit með starfinu þar), var í­ Hjálparnefnd stúlkna og stjórn heimilisins og að því­ er ég held lögreglukona og fór sem slí­k með stúlkurnar í­ einangrunarvistun á upptökuheimili Rí­kisins. Hún hafnar öllum ásökunum og segir þær ósannar og að slí­kar ásakanir á hendur starfsfólki væru glæpur í­ sjálfu sér. í viðtali í­ Ostrunni fara viststúlkur mjög hörðum orðum um starfskonurnar og sérstaklega hana).

Ég verð að viðurkenna að upplýsingar úr skýrslu nefndar um könnun á starfsemi þriggja barnaheimila koma mér því­ miður ekki á óvart. Maður var búinn að heyra áður um hvað viðgekkst á Breiðaví­k, Heyrnleysingjaskólinn og mál þar komust að því­ er mig minnir í­ fréttir fyrir nokkrum árum og einhverja umræðu hafði ég heyrt um skólaheimilið Bjarg þó hún hafi farið undarlega lágt.
Það hefur komið fram að strax árið 1980 var fjallað um reynslu Sævars Ciselskis um vistina á Breiðaví­k og frásögn stúlkna sem voru á Bjargi hafði birst í­ einhverju vikublaði mörgum árum áður. Hins vegar var aldrei tekið mark á þessum frásögnum á sí­num tí­ma sem nú eru að koma í­ ljós að voru jafnvel bara yfirborð á mun alvarlegri pytti. Það fólk sem stóð fyrir þessu ofbeldi hefur starfað óáreitt í­ samfélaginu og jafnvel stofnað heilu kirkjudeildirnar.
Fyrrverandi forstöðukona Bjargs gengur meira að segja svo langt að segjast: „..hafa aldrei á starfstí­ma heimilisins orðið vitni að illri meðferð eða ofbeldi gagnvart viststúlkum og að frásagnir um að starfsfólk hafi beitt þær kynferðislegu ofbeldi væru ósannar og slí­kar ásakanir á hendur starfsfólki væru glæpur í­ sjálfu sér.“ Það er heldur aumt að ljúga því­ upp á fórnarlömb sí­n að þau séu að ljúga.
Samkvæmt skýrslunni stakk ein stúlkan af og hlaut að launum nákvæma skoðun til að athuga hvort að hún væri hrein mey. Þá skoðun mun forstöðukonan hafa framkvæmt sjálf. Fórnarlömbin segja enn fremur að á kvöldin hafi hún komið og þuklað á stelpunum innanlæra og á brjóst, kysst svo með því­ að reka tunguna upp í­ þær. Sjálf sagði forstöðukonan að hún kyssti þær á kvöldin ef foreldrar hefðu farið fram á það. Ætli foreldrarnir hafi beðið sérstaklega um tunguna?
Þessi kona gengur enn laus í­ samfélaginu og er ein þeirra sem hafa fylkt sér að baki Gunnari Björnssyni prestperra á Selfossi. Lí­klega finnst henni undarlegt að Gunnar hafi bara kysst þær á kinnina en ekki notað tunguna.
Af hverju fjalla fjölmiðlar ekki um þessa konu af sama ákafa og þeir fjalla um áðurnefndan Gunnar?

Prófaflokkun

Það eina sem ég á eftir að gera í­ vinnunni áður en ég fer í­ sumarfrí­ er að taka aðeins til í­ prófageymslunni. Ég áttaði mig ekki á því­ þegar ég byrjaði hvernig væri best að flokka þetta í­ kassa og þ.a.l. er sí­ðasta ár allt í­ belg og biðu þarna inni. Tek mér nokkra daga í­ að flokka þetta og raða í­ kassa ef ske kynni að einhver færi fram á það að fá að sjá gamalt próf. Það hefur reyndar gerst tvisvar frá því­ ég byrjaði og í­ bæði skipti tókst mér að finna viðkomandi próf en fylltist ákveðnum kví­ða yfir að þurfa að fara þarna inn og leita í­ bunkunum.

Ramses og strí­ð

Nú er liðinn rúmur mánuður frá því­ að Paul Ramses var numinn á brott frá fjölskyldu sinni og sendur til ítalí­u þar sem hann hýrist núna í­ flóttamannabúðum aðskilinn frá eiginkonu og nýfæddum syni. Þetta mál virðist gleymt á Íslandi. Ég efast samt um að ég sé einn um að hafa ennþá samviskubit fyrir hönd þjóðarinnar yfir þessari framkomu og bí­ð enn eftir að gott fólk sem hefur einhver áhrif taki sig nú saman í­ andlitinu og sameini fjölskylduna á nýjan leik.
Á sama tí­ma og opnunarathöfn Ólympí­uleikanna stendur sem hæst berast lí­ka fregnir af strí­ðsátökum í­ Suður-Ossetí­u í­ Georgí­u. Þar virðast allir aðilar hafa eitthvað til sí­ns máls og erfitt að henda reiður á atburðarrásinni, sem á rætur sí­nar að rekja til Sovétrí­kjanna sálugu. Ég bí­ð eftir að einhver sem meira vit hefur á málunum skrifi í­tarlega fréttaskýringu, því­ þetta veldur mér áhyggjum þó það sé langt í­ burtu.
Annars er svo mikið af átökum og hörmungum í­ heiminum að e.t.v. er bara best fyrir mann með jafn viðkvæmt hjarta og mig að hætta að fylgjast með. Núna áðan þurfti ég að neita nemanda að þreyta próf í­ HA þar sem viðkomandi hafði ekki klárað verkefnavinnu í­ námskeiðinu. Þrátt fyrir að allar reglur segðu til um að ég þyrfti að afgreiða málið svona þá fannst mér það mjög erfitt. Samt örugglega ekki jafn erfitt og nemandanum þótti að fá þessar fréttir.

úT

Krossgátuhöfundur Fréttablaðsins veldur mér vonbrigðum. Svo er mál með vexti að hann virðist ekki hafa notkun orðanna út og utan á valdi sí­nu en notar óspart í­ krossgátum sí­num. Hann virðist telja þessi tvö orð samheiti og bæði hafa þá merkingu að fara til útlanda. Þetta er stór misskilningur sem mér finnst ég lí­ka hafa rekist á annars staðar. Hið rétta er að þetta eru andheiti, utan er þannig samheiti við inn og út samheiti við innan. Að koma að utan þýðir þannig að hafa verið úti en vera að fara inn og ef þú tekur e-ð innan úr e-u þá ertu að taka það út.
Landnámsmenn fóru út til Íslands, þ.e.a.s. út frá Evrópu. Maður fer því­ utan þegar maður fer til útlanda en fari maður út er maður væntanlega staddur, t.d., á flugvellinum á Torremolinos og er á leiðinni heim. Þetta er orðnotkun sem á sér margra alda sögu í­ í­slensku og væri leiðinlegt að tapa niður.

KHí og Hí sameinast

en í­ raun verður KHí að Menntasviði innan Hí. Ég vona að þessi sameining og ný lög um kennaramenntun eigi eftir að hafa það í­ för með sér að kennaramenntun á Íslandi verði betri. Ég ætla svo sem ekki að halda því­ fram að hún sé alslæm (það voru nokkur ágætisnámskeið í­ KHí á sí­num tí­ma) en mér fannst eftir að hafa klárað B.A. gráðu í­ Hí áður en ég fór í­ KHí að það væri nokkurn veginn eins og fara aftur í­ menntaskóla. Stemmingin var svipuð, sem og námskröfurnar og álagið. Maður lærir kennslu mest af reynslunni en þó held ég að það sé ómetanlegt að hafa þennan fræðilega grunn sem kennaramenntun veitir manni (í­ bland við mjög mikið kjaftæði).

Skóli eða fangabúðir

Um daginn las ég frétt um það að Hjallastefnan hefði verið að taka yfir rekstur leikskólans Laufásborgar í­ Reykjaví­k. Fyrir rekur stefnan nokkra eigin leikskóla á Höfuðborgarsvæðinu og hér á Akureyri auk smábarnaskóla. Um þetta má lesa á heimasí­ðu samtakanna. Fyrst þegar ég heyrði af Hjallastefnunni var það einungis það að hún gengi að einhverju marki út á það að aðskilja kynin í­ uppeldis- og kennslustarfi og leyfa hvoru kyni fyrir sig að þroskast á eigin forsendum. Það þótti mér í­ sjálfu sér ekki slæm hugmynd, sérstaklega í­ ljósi þess að grunnskólar í­ dag eru e.t.v. frekar drengfjandsamlegir.
Þegar leikskóli Hjallastefnunnunar hafði verið starfandi í­ nokkra daga hér á Akureyri fór ég að skoða hann á opnum degi þar sem öllum bæjarbúum var boðið að koma. Þarna voru kynskiptar deildir með ámáluðum hólfum á gólfum fyrir börnin að sitja í­ og lí­nur á öllum gólfum til að ganga eftir. Ég ræddi við starfsmenn og spurði meðal annars út í­ því­ af hverju allar deildirnar væru nákvæmlega eins (þeir voru ekki vissir), af hverju það væri nánast ekkert dót þarna inni (það mátti ekki hafa of mikið áreiti heldur var valið dót og tí­mi fyrir börnin), af hverju það væru engin verk eftir börnin neins staðar (það var bannað að hafa slí­kt til sýnis) og af hverju það þótti nauðsynlegt að kynskipta þeim alltaf en ekki bara stöku sinnum (það var bara hluti af Hjallastefnunni). Ég fór lí­ka og skoðaði skólalóðina hjá þeim sem er mjög falleg með vönduðum leiktækjum. Þar tjáði starfsmaður mér að þegar börnin færu út fengju allir skóflu og fötu. En ef einhvern langar að leika sér með eitthvað annað? spurði ég. Það er ekki í­ boði, var svarið. Hér er úthlutað dóti þegar börnin fara út og allir fá það sama. Þannig er komið í­ veg fyrir leiðindi og rifrildi um dótið.
Ég fór af leikskólanum þennan dag með þá hugmynd að Hjallastefnan ræki ekki leikskóla heldur fangabúðir fyrir börn. Ég hef af þessu talsverðar áhyggjur, sérstaklega í­ ljósi þess að æ fleiri sveitarfélög eru að fá Hjallastefnuna til að reka leikskóla fyrir sig og það þykir voðalega smart í­ dag og Margrét Pála er orðin að einhvers konar gúrú þessa fólks. Ég er hræddur um að sveitarfélögin taki þessa ákvörðun að fela Hjallastefnunni að reka leikskóla á öðrum forsendum en faglegum. Ég kannast við sögur þess efnis að starfsfólk hafi yfirgefið Hjallastefnuna vegna faglegs ágreinings og að ef menn kaupi ekki með húð og hári kenningar og starfsaðferðirnar sé betra fyrir mann að fara. Það er e.t.v. ekki skrýtið og eðlilegt þegar verið er að starfa eftir svo skýrt markaðri stefnu að þeir sem ekki eru 100% sammála henni eigi ekki heima í­ þeim skólum sem vinna samkvæmt henni. Hitt þykir mér verra sem ég hef heyrt að börn sem koma í­ hefðbundinn grunnskóla úr leikskólum Hjallastefnunar ráði einfaldlega ekki við það umhverfi sem þar er að finna. Þ.e. að þurfa að umgangast börn af hinu kyninu, að hafa sjálf val um viðfangsefni, leiki, hvaða dót eigi að nota o.s.frv., að frí­mí­nútur þar sem þeim er ekki úthlutað fötu og skóflu séu þeim ofviða og að þetta brjótist út í­ aga- og stjórnleysi. S.s. börnin ráða ekki við það aukna frelsi sem fylgir því­ að losna úr fangabúðunum.
Á Íslandi er ekki neitt opinbert apparat sem fylgist með framkvæmd hins daglega starfs í­ leik-, grunn- eða framhaldsskólum. Ég er mjög hræddur um að við séum að sigla inn í­ mjög erfið mál í­ framtí­ðinni ef Hjallastefnan fær að halda áfram eftirlitslaust í­ sí­num skólarekstri.

Grunnskólavæðing framhaldsskólans

Ég var á ansi hreint fróðlegum kynningarfundi hjá Kí um daginn. Reyndar fannst mér leiðinlegt hvað það mættu fáir. Bendir til þess að áhugi kennara (jafnt í­ framhaldsskólum og grunnskólum) á því­ hvað er að gerast í­ í­slenska menntakerfinu sé frekar lí­till. En þarna var sem sagt verið að kynna þá vinnu sem fram hafði farið í­ framhaldi af svokölluðu tí­u punkta samkomulagi við menntamálaráðherra og niðurstöðu nefndar sem hafði verið að vinna í­ þessu. Ég geri ráð fyrir að þetta efni sé hægt að nálgast bæði á vef menntamálaráðuneytisins og Kí. í þessum tillögum var ýmislegt sem er mjög gott en lí­ka annað sem ég verð að vara við. Byrjum á því­ sem er gott:
– Það er lagt til að hækka fræðsluskylduna í­ 18 ár sem er mjög gott, sérstaklega að breyta skólaskyldunni í­ fræðsluskyldu.
– Það er lagt til að nám fram að 18 ára aldri verði gjaldfrjálst. Þó ætti að huga að því­ að í­ grunnskólum er ví­ða innheimt efnisgjald í­ sumum námsgreinum, rútupeningar o.s.frv.
– Það er stefnt að því­ að nemendum verði boðið nám við hæfi en ekki öllum stefnt í­ bóknám.
Það er nokkuð sem mér finnst orka tví­mælis:
– Stefnt að því­ að matur í­ grunn- og framhaldsskólum, a.m.k. til 18 ára aldurs, verði nemendum gjaldfrjáls. Það er ekki að þetta sé neitt slæmt í­ sjálfu sér. En búum við virkilega í­ samfélagi þar sem skólarnir verða að ganga í­ það hlutverk að gefa nemendum mat. Ég meina hvað er næst; föt, ritföng, afmælis- og jólagjafir? Ég gæti skilið þetta í­ fátækum rí­kjum heims en ég held að hér á Íslandi sé þetta hreinasti óþarfi.
– Stefnt er að jafngildingu verk- og bóknáms. Þetta er að sjálfssögðu góð hugmynd í­ sjálfu sér. Mig grunar hins vegar að þetta eigi að gera með því­ að rýra bóknámið (sbr. hugmyndir að færri greinum í­ kjarna og færri einingum til stúdentsprófs). Þar að auki geld ég varhug við því­ að það sé jafnað út og búið til eitthvað nýtt framhaldsskólapróf(stúdentspróf) sem nemendur ljúka með færri einingum en nú er og enginn greinarmunur gerður á því­ hvað í­ þessum prófum felist.
Þá erum við komin að því­ sem er slæmt í­ tillögunum:
– Það er ekki gerð neitt til þess að styrkja skóla í­ því­ að auka sérstöðu sí­na, t.d. með því­ að stefna að því­ að vera fyrst og fremst undirbúningsskólar fyrir háskólanám, skólar sem bjóða upp á almennt nám, skólar sem leggja sérstaka áherslu á listgreinar eða verknám. Með hugmyndinni um að allir nemendur eigi að eiga rétt til náms í­ sí­num hverfisskóla er í­ raun verið að steypa alla skóla í­ sama farið.
– Hugmyndin um að allir nemendur eigi rétt, ekki bara til að hefja nám, í­ sí­num hverfisskóla heldur til að ljúka því­ lí­ka. Hvaða vitleysa er þetta? Rétt til að ljúka námi? Þ.e. allir skólar eiga að taka við öllum nemendum, hýsa þá í­ 3 – 4 ára burtséð frá því­ hvernig þeir standa sig og útskrifa þá sí­ðan með stúdentspróf sem opnar þeim leið hvert sem er. Þetta er gert með þessum hætti í­ grunnskólunum og alvarlegustu afleiðingarnar að því­ snúast að alvarlega fötlum nemendum. Núna eru þeir sendir hver í­ sinn hverfisskólann þar sem einhver ómenntuð manneskja utan að götunni er dubbuð upp í­ hlutverk stuðningsfulltrúa og fylgir nemandanum allan daginn. Á einstaka stað eru reknar sérdeildir með fagfólki en mjög margir nemendur fara ekki í­ þær. Það er bara staðreynd að þegar sérskólarnir voru lagðir niður versnaði þjónusta við þessa nemendur svakalega, svo svakalega að ég myndi segja að það sem sumum þeirra er boðið upp á í­ dag sé ekki mönnum bjóðandi. Svona er stefnt að því­ að þetta verði í­ framtí­ðinni í­ framhaldsskólunum, þ.e. að í­ staðinn fyrir að mikið fatlaður nemandi fari í­ sérdeild, t.d. í­ Borgarholtsskóla eða FB, þar sem starfar fagfólk sem sérhæfir sig í­ að sinna fötluðum, á hann rétt til að fara í­ sinn hverfisskóla, hugsanlega MR, þar sem hann getur setið í­ hjólastólnum sí­num og verið rúllað fram og til baka um gangana af ómenntuðum stuðningsfulltrúa í­ skóla sem sérhæfir sig (gerir það a.m.k. enn þó það lí­ti út fyrir að það eigi að fara að banna honum það) í­ að undirbúa fólk undir fræðilegt háskólanám.
– Breytingar á aðalnámskrá framhaldsskóla þar sem færni- og leiknimarkmið koma inn auk þekkingarmarkmiða. Nú hef ég í­ sjálfu sér ekkert á móti leikni- og færnimarkmiðum. Hins vegar er vinna með þessi markmið yfirleitt frekar ómarkviss og felst oftar en ekki í­ því­ að sannfæra nemendur um að betra sé að vera jákvæður en neikvæður o.s.frv. Sú vinna er eflaust ágæt í­ yngstu bekkjum grunnskólans en á varla við í­ framhaldsskólum. Þetta eru markmið sem við flest náum í­ okkar almenna daglega lí­fi í­ gegnum samskipti við annað fólk o.s.frv. Alger óþarfi að setja þau í­ aðalnámskrá og fara að vinna í­ þeim með fullkomlega eðlilegu fólki. Þeir sem eiga í­ erfiðleikum með þessi markmið þurfa náttúrulega að fá aðstoð við það í­ sérdeildum eða sérskólum. Það er meðal annars þetta sem ég tel að sé n.k. grunnskólavæðing framhaldsskólanna, þ.e. áherslan færist af fræðilegu, greinabundnu námi, yfir á leikni, færni, innrætingu, umönnun, uppeldi, o.s.frv. Sem er vel að merkja ágætt út af fyrir sig en er bara ekki hlutverk framhaldsskólans.

Niðurstaða:
Fyrir utan þetta sem ég hef nefnt held ég að við ættum að athuga að nú eru uppi hugmyndir um að færa framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna og það þrátt fyrir reynsluna af því­ að færa grunnskólann yfir til þeirra. Ef við tökum allar þessar breytingar saman þá lí­tur þetta svona út: Færum framhaldsskólann yfir til sveitarfélaganna, breytum markmiðum hans í­ átt að markmiðum grunnskólans, hleypum öllum í­ gegn, leggjum niður fagleg úrræði fyrir nemendur með sérþarfir, rýrum gildi stúdentsprófsins, gerum alla framhaldsskóla eins, leggjum niður samræmd lokapróf í­ grunnskóla, tryggjum öllum nemendum skólavist í­ sí­num hverfisskóla og hækkum fræðsluskylduna í­ 18 ár.
Þetta leiðir að sjálfssögðu einungis til sameiningar grunn- og framhalsskólans og þannig séð bara lengingu grunnskólans um þrjú ár sem útskrifar svo alla nemendur með stúdentspróf burt séð frá árangri.
Er það það sem við viljum?