Greinasafn fyrir flokkinn: pólití­k-alþjóða

Ósiðleg og lí­klega ólögleg mismunun

Bretar og Hollendingar segjast illa geta stutt umsókn Íslands um lán hjá IMF, nema gengið verði frá málum sem snúa að Icesave reikningunum. Íslendingar taka þessu eins og snúið roð í­ hund og segjast ætla að sækja um lán hjá Rússum og Kí­nverjum. Það á að gera allt nema reyna að leysa vandann.
Nú vaknar að sjálfssögðu sú spurning afhverju Bretar og Hollendingar eru svona stí­fir á þessu. Þeir geta vel tekið þessar skuldbindingar yfir án þess að það sé mikill baggi á þeim og þeir hljóta að skilja að í­slendingar hafa einfaldlega ekki efni á því­ að standa við þessar skuldbindingar fjárglæframanna og meira að segja það að í­slendingum ber ekki skylda til þess samkvæmt alþjóðalögum að ábyrgjast þessar innistæður nema upp að ákveðnu marki og hafa lýst því­ yfir að það verði gert. Af hverju eru Bretar og Hollendingar þá svona þverir í­ þessum málum?
Mér þykir lí­klegt að það stafi af ýmsum ástæðum, en ekki sí­st því­ að strax eftir að bankarnir voru teknir yfir kom yfirlýsing frá stjórnvöldum um að innlendar innistæður yrðu tryggðar. Nú gæti verið rétt að vitna í­ stjórnarskránna, þ.e. 65. grein, þar sem stendur: Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í­ hví­vetna.
Ég leyfði mér að feitletra eitt orðið. ímyndum okkur nú að það hefði verið annar hópur en útlendir innistæðueigendur í­ í­slensku bönkunum sem hefðu verið skildir eftir, t.d. að allar innistæður væru tryggðar nema þær sem svertingjar ættu, allar innistæður þeirra sem eru í­ þjóðkirkjunni en ekki annarra, innistæður giftra, karlmanna, sjálfstæðismanna?
Það skiptir í­ raun ekki máli hvaða hópi þú skiptir inn í­ stað erlendra innistæðueigenda, mismununin og óréttlætið verður strax sláandi, svo er fólk hissa á því­ að Bretar og Hollendingar skuli vera reiðir.
Nú er ég ekki að segja að í­slenska rí­kið eigi að ábyrgjast þessar innistæður umfram það sem alþjóðalög krefjast enda mundi það endanlega setja þjóðina á hausinn og gera út um framtí­ð afkomenda okkar. Ég er bara að benda á að það sé eðlilegra að eitt skuli yfir alla ganga og það sé ólöglegt að mismuna fólki eftir þjóðerni. Það gæti þýtt að ekki sé hægt að ábyrgjast innlendar innistæður umfram þetta lágmark sem alþjóðalög tryggja. En það er óhæft að borga Íslendingi 100% af sinni innistæðu (minna ef það var í­ áhættusjóðum) en segja Breta og Hollendingi að éta það sem úti frýs! Það er jafnvel hægt að skilja að það sé litið á fólk sem gerir svona lagað sömu augum og hryðjuverkjamenn.

Að lokum legg ég til að spillingarliðið ví­ki.

Ramses og strí­ð

Nú er liðinn rúmur mánuður frá því­ að Paul Ramses var numinn á brott frá fjölskyldu sinni og sendur til ítalí­u þar sem hann hýrist núna í­ flóttamannabúðum aðskilinn frá eiginkonu og nýfæddum syni. Þetta mál virðist gleymt á Íslandi. Ég efast samt um að ég sé einn um að hafa ennþá samviskubit fyrir hönd þjóðarinnar yfir þessari framkomu og bí­ð enn eftir að gott fólk sem hefur einhver áhrif taki sig nú saman í­ andlitinu og sameini fjölskylduna á nýjan leik.
Á sama tí­ma og opnunarathöfn Ólympí­uleikanna stendur sem hæst berast lí­ka fregnir af strí­ðsátökum í­ Suður-Ossetí­u í­ Georgí­u. Þar virðast allir aðilar hafa eitthvað til sí­ns máls og erfitt að henda reiður á atburðarrásinni, sem á rætur sí­nar að rekja til Sovétrí­kjanna sálugu. Ég bí­ð eftir að einhver sem meira vit hefur á málunum skrifi í­tarlega fréttaskýringu, því­ þetta veldur mér áhyggjum þó það sé langt í­ burtu.
Annars er svo mikið af átökum og hörmungum í­ heiminum að e.t.v. er bara best fyrir mann með jafn viðkvæmt hjarta og mig að hætta að fylgjast með. Núna áðan þurfti ég að neita nemanda að þreyta próf í­ HA þar sem viðkomandi hafði ekki klárað verkefnavinnu í­ námskeiðinu. Þrátt fyrir að allar reglur segðu til um að ég þyrfti að afgreiða málið svona þá fannst mér það mjög erfitt. Samt örugglega ekki jafn erfitt og nemandanum þótti að fá þessar fréttir.

Að sprengja allt í­ loft upp

Það er allt að springa í­ loft upp vegna fyrirhugaðs eldflaugavarnarkerfi Bandarí­kjanna í­ Tékklandi og Póllandi. Rússar æfir vegna þess að þótt kerfinu sé ekki beint gegn þeim benda þeir, réttilega, á að það sé bara tí­maspursmál um það hvenær svo verði. Hóta því­ að sprengja allt draslið í­ loft upp verði því­ komið fyrir á annað borð. Bandarí­kjamenn harma viðbrögð Rússa og skilja ekki hvers vegna þeir vilja ekki taka þátt í­ að byggja upp eldflaugavarnarkerfið. Raunar hafa Rússar lagt til að þessu bandarí­ska eldflaugavarnarkerfi verði slaufað og í­ staðin byggt upp sameiginlegt eldflaugarvarnarkerfi fyrir Bandarí­kin, Rússland og Evrópusambandið. Þessu hafa Evrópusambandið og Bandarí­kin hafnað og þá náttúrulega spurning hver það er sem vill ekki leika með.
Á sama tí­ma berast fregnir um að íranir séu að prófa eldflaugar sem draga inn í­ ísrael. Þetta kemur í­ kjölfar þess að ísraelar héldu viðamikla heræfingu með því­ markmiði að þjálfa heraðgerðir í­ mikilli fjarlægð (þ.e. í­ íran). Það gerðu þeir sí­ðan að undirlagi Bandarí­kjamanna sem hafa talað óspart um nauðsyn þess að ráðast inn í­ íran. Því­ miður fá þeir enga aðra en ísraela með sér í­ það því­ það eru allir hættir að taka mark á þeim eftir lygarnar um írak.
Þó svo að ég hafi megnustu viðurstyggð á stjórnarháttum í­ íran, ástandi mannréttindamála, ofsatrú o.s.frv. þá verð ég að segja eins og er að eins og staðan er í­ dag virðast ísrael og Bandarí­kin vera meiri ógn við heimsfriðinn en íran.

Tilfinningaklám

af verstu gerð má finna hér. Reyndar gleymir höfundur af einhverjum ástæðum öllum þeim palestí­nsku ungmennum og saklausu borgurum sem í­sraelski herinn hefur myrt í­ gegnum tí­ðina. Eitthvað förlast honum lí­ka þegar hann segir: „þessir hryðjuverkamenn vilja stofna rí­ki á í­sraelskri jörð“. Ef ég man rétt voru það í­sraelskir hryðjuverkamenn sem stofnuðu rí­ki á palestí­nskri jörð. Hins vegar er ég 100% sammála honum um eitt: „þeir [palestí­nskir hryðjuverkamenn] ætla sér að troða mannréttindum og lýðræði fótum lí­kt og venjan er í­ flestum rí­kjum sem umlykja ísrael.“ Því­ miður er virðing fyrir mannréttindum og lýðræði ekki hin sterka hlið öfgatrúaðra í­slamista.

Gyðingahatur

er undarlega hugleikið fræðimanninum Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni (sem aðstoðaði mig við að fá vinnu við fornleifauppgröft á Bessastöðum forðum daga) og á bloggsí­ðu sinni birtir hann tengil á Skilgreiningu EUMC á gyðingahatri með tilví­suninni: „Hollar upplýsingar fyrir Íslendinga“.
Af forvitni las ég þetta skjal og get tekið heilshugar undir það sem þar stendur. Ég skil hins vegar ekki af hverju Vilhjálmur beinir þessu sérstaklega til Íslendinga.
íhugaverðar tilvitnanir í­ skjalið:
„Denying the Jewish people their right to self-determination, e.g., by claiming that the existence of a state of Israel is a racist endeavor.“ Hér er sagt að gagnrýna megi stofnun og tilurð ísraelsrí­kis fyrir allt nema það að það grundvallist á kynþáttahyggju. íkvörðunin um að stofna ísraelsrí­ki var röng af svo mörgum ástæðum öðum þannig að þetta er allt i lagi.
„Applying double standards by requiring of it [Israel] behaviour not expected or demanded of any other democratic nation.“ ísrael á sem sagt ekki að komast upp með „double standard“ þ.e. að komast upp með ýmislegt sem aðrar þjóðir kæmust ekki upp með, s.s. að reka aðskilnaðarstefnu, safna fólki saman í­ ghettó, stunda fjöldamorð á nágrannaþjóð, fara ekki eftir ályktunum SÞ o.s.frv.
„Drawing comparisons of contemporary Israeli policy to that of the Nazis.“ í raun það eina sem ég er aðeins ósammála, ef stefnan er lí­k stefnu nasista, af hverju má þá ekki benda á það? Hins vegar er alveg nóg að benda á ósómann. Hann er alveg jafn slæmur þó ekki megi segja að nasistarnir hafi gert þetta lí­ka, sbr. ghettóin.
Og sí­ðast en ekki sí­st: „However, criticism of Israel similar to that leveled against any other country cannot be regarded as antisemitic.“ Þetta held ég að þeir sem ásaka Íslendinga (og aðra hópa grundvallaða á þjóðerni) um gyðingahatur vegna andstöðu við ísrael ættu að kynna sér vel. Það er ekki gyðingahatur að gagnrýna ísrael fyrir það sem þú mundir gagnrýna allar aðrar þjóðir fyrir einnig, þ.e. að ræna landi annarrar þjóðar, girða hana af, myrða, ofsækja, niðurlægja, o.s.frv.
Ég hef reyndar ekkert sérstakt álit á Palestí­numönnum og tel þá hafa leyft trúarofstækisliði að ná þar völdum. Það má skýra með aðstöðunni sem þjóðin býr við. Hamas hafa svipaða stöðu og franska andspyrnuhreyfingin á sí­num tí­ma (er þetta gyðingahatur út af ví­suninni í­ nasistana?) og þ.a.l. eðlilegt að Palestí­numenn styðji samtökin. Því­ miður.

Vandi lýðræðisins

Ég hef í­mugust á konungsdæmum. Sú hugmynd að einhver geti í­ krafti þess hverjir foreldrar hans eru, eða voru, gert tilkall til þess að teljast þjóðhöfðingi heilu þjóðanna er í­ mí­num huga ákaflega ógeðfeld. Ég hef haft mikið dálæti á kí­nversku aðferðinni til að losna við þetta pakk þar sem full mikið ofbeldi fellst bæði í­ rússnesku og frönsku aðferðinni.

Þessir einstaklingar eru lí­ka, a.m.k. í­ mí­num huga, táknmyndir alls þess sem miður hefur farið í­ mannlegu samfélagi í­ gegnum aldirnar. Þannig er konungsdæmið arfur frá fornri tí­ð kúgunar og stéttaskiptingar sem í­ sinni grófustu mynd fólst í­ því­ að almúginn var einfaldlega eign aðalsins sem gat farið með hann eins og hvern annan búfénað. Vald sitt töldu konungar sig hafa fengið frá Guði og er það aðeins einn af þeim fjölmarga viðbjóði sem viðgengist hefur í­ nafni trúar og trúarbragða. Þegar ég sé Harry og William prinsa af englandi eða þá bræður Jóakim og Friðrik eru þeir því­ fyrir mér aðeins táknmynd um vonda fortí­ð og mannskemmandi þankagang. Það að fagna þessu liði og hylla finnst mér álí­ka smekklegt og að ganga um veifandi hakakrossfána enda tákn um álí­ka mannvonsku og hörmungar.

Það er þess vegna ákveðið áfall fyrir menn eins og mig þegar lýðræðislega kjörnir forystumenn eins og Blair, Bush og Putin (þó reyndar megi efast um lýðræðislegt umboð þeirra allra) reynast svona miklir fávitar en kóngafólk t.d. Margrét danadrottning, Elí­sabet bretadrottning og (meira að segja stundum) Karl prins af Wales, virðast vera skynsemismanneskjur. Auðvitað þarf svo ekki annað en að lí­ta til aðalsfólks í­ Sví­þjóð og Nepal (þó vissulega sé ólí­ku saman að jafna) til að átta sig á því­ að kóngafólk er auðvitað bara fólk eins og allir aðrir og hálfvitar þar innan um eins og alls staðar annars staðar.

Það var mikið gæfuspor fyrir Íslendinga að gerast lýðveldi en að sama skapi kjánalegt að búa til embætti lýðræðislega kjörins kóngs (forseta) sérstaklega í­ ljósi þess að núverandi handhafi þess embættis virðist gera sitt í­trasta til að konungsvæða það. Afnemum forsetaembættið hið fyrsta! (18) (Það verður gaman að sjá hvort þessi átta og svigi breytist í­ broskall).

Kosningar í­ Bandarí­kjunum

Alveg fyndist mér það stórmerkilegt ef Demókratar ná ekki meirihluta í­ báðum deildum bandarí­ska þingsins í­ kosningunum. Ekki bara er Bush við stjórnvölinn í­ Hví­ta húsinu og einstaklega óvinsæll, heldur hefur hvert hneykslismálið á fætur öðru verið að koma upp í­ herbúðum Repúblikana, í­raksstrí­ðið er óvinsælt sem aldrei fyrr og efnahagsástandið hefur sjaldan verið verra. Samt lí­tur út fyrir að Demókratar nái ekki að sigra í­ kosningunum til beggja deilda! Lí­klegasta skýringin er sú að þeir eru ekki nógu miklir Amerí­kanar. Þ.e. þeir minnast ekki allir á guð í­ öðru hvoru orði, upphefja Bandarí­kin til skýjanna og fordæma allt sem ekki passar inn í­ sunnudagaskólann í­ biblí­ubeltinu (sumir þeirra gera það þó).

ín þess að ég vilji lýsa yfir stuðningi við bandarí­ska Demókrata þá finnst mér þetta svolí­tið hliðstætt við stöðu Samfylkingarinnar hér á Íslandi. Það skiptir ekki máli þó allir aðrir stjórnmálaflokkar séu úti skógi að kúka á sig í­ hverju málinu á fætur öðru, standi fyrir sérhagsmunagæslu og siðspillingu, séu nánast í­ útrýmingarhættu, þjóðhverfir og innflytjendafælnir, svo andsnúnir rí­kidæmi og stéttskiptingu að þeir vilja jafna alla niður á við og búa til nýja Austur-Evrópu á Íslandi, þá minnkar fylgi Samfylkingarinnar. Þrátt fyrir að þar sé á ferð eini flokkurinn (að mí­nu mati) með skynsama stefnu í­ efnahagsmálum, umhverfismálum, innflytjendamálum, utanrí­kismálum o.s.frv. (reyndar ekki alveg nógu góða stefnu í­ mennta- og heilbrigðismálum en það má laga það). Ég held að ástæðan sé kannski fyrst og fremst sú að Samfylkingin er ekki nógu í­slensk.

Tákngerfingar í­slendingsins, hinn sjálfstæði bóndi, sjómaðurinn og athafnamaðurinn sem hefur brotist úr fátækt fyrir eigin rammleik, eiga ekki samleið með Samfylkingunni. Það skiptir ekki máli þó þetta séu gjörsamlega úrelt fyrirbæri í­ dag. Íslendingar vilja stjórnmálaflokka í­ lopapeysum með uppbrettar ermar, í­ gúmmí­túttum eða vöðlum sem lofsyngja hin í­slensku sérkenni í­ öðru hverju orði (hingað til hefur Framsóknarflokkurinn verið einkar laginn við að höfða til þessara gilda).

Kjarnorkuveldin nýju

Núna berast fréttir af því­ um gjörvalla heimsbyggðina að Norður-Kóreumenn hafi sprengt tilraunakjarnorkusprengju. Það þýðir að kjarnorkuveldin eru orðin ní­u og verða jafnvel tí­u eftir ekkert of langan tí­ma þegar íran bætist í­ hópinn. Það verður lí­ka að segjast eins og er að þetta er ekkert mjög gæfulegur hópur: Bandarí­kin, Bretland, Frakkland, Rússland, ísrael, Kí­na, Indland, Pakistan og Norður-Kórea. Engum þessara þjóða treysti ég fyrir kjarnorkuvopnum.

Þjóðir heims keppast nú hver um aðra þvera að fordæma Norður-Kóreu. í raun ættu þær að fordæma allar þessar þjóðir. Hins vegar fannst mér fróðlegt að bera saman fordæmingu Valgerðar Sverrisdóttur við ummæli hennar um innrás ísraela í­ Lí­banon. Þá sagði hún að ísraelar hefðu að sjálfssögðu rétt til að verja hendur sí­nar. Það segir það enginn um Norður-Kóreu núna.

Hvers vegna skyldu svo Norður-Kóreumenn endilega vilja eiga kjarnorkuvopn? Ætli það sé ekki fordæmið frá írak sem þeir hafa í­ huga. Það má heldur ekki gleyma því­ að þeir áttu í­ blóðugu strí­ði við Bandarí­kin um miðbik sí­ðustu aldar. Nú hví­lir sú ábyrgð á alþjóðasamfélaginu (og þá helst stórveldunum Kí­na, Rússlandi og Bandarí­kjunum) að finna einhverja leið til að koma ástandi í­ Norður-Kóreu í­ það horf að þar lí­ði fólk ekki skort, hungursneyðir og mannréttindabrot séu daglegt brauð og þeim finnist sér ekki ógnað af umheiminum. Stærsta hindrunin í­ því­ verki er lí­klega stjórnin í­ Pjong Jang. Það er samt orðið ljóst í­ ljósi reynslunnar að viðskiptabann, refsiaðgerðir og hótanir virka ekki í­ þessum tilgangi og með kjarnorkuvopnaeign eru Kim Il-Jong lí­klega búinn að koma í­ veg fyrir innrás.