Lí­till heimur

Rakst á þinginu um helgina á sænska stelpu sem var skiptinemi í­ þjóðfræði á íslandi fyrir tveimur árum. Hún var ví­st m.a. með mér í­ efnismenningu og mundi eftir mér en ég varð að viðurkenna að ég mundi ekki eftir henni. í litlu fagi eins og þjóðfræðinni man maður eftir flestum sem sitja með manni í­ tí­mum, sérstaklega þeim sem sitja einu eða tveim sætum frá manni. Eitthvað hefur klikkað þarna, eða kannski er ég bara orðinn gamall og farinn að kalka?

Bendi ágætu fólki sí­ðan á þessa grein.

Prófkjör helgarinnar

Hér heima voru prófkjör um helgina. Borgnesingurinn Gulli vann hjá Sjöllum í­ Reykjaví­k. Konur fengu mjög lélega útkomu. Aðeins þrjár konur í­ 10 efstu sætunum! Ég er orðinn leiður á því­ að heyra að Sjálfstæðismenn velji bara hæfasta fólkí­ð, svo er ekki. í Norðvesturkjördæmi bí­ður Sjálfstæðismanna erfitt verkefni. Allir þrí­r þingmenn kjördæmisins ætla að halda áfram (sem eru allir karlar). Þeir sem oftast hafa verið nefndir í­ tvö næstu sæti eru lí­ka karlar. Held að Sjálfstæðisflokkurinn eigi möguleika á að halda sí­num þremur þingmönnum en varla að þeir bæti við.

Hjá Samfylkingunni í­ Norðvesturkjördæmi kom sigur Guðbjarts Hannessonar mér ekki á óvart. Hann er mjög vinsæll og á örugglega eftir að reynast flokknum vel. Samfylkingin felldi hins vegar sitjandi þingmann sem kom mér ekki á óvart en virðist hafa komið höfuðborgarbúum á óvart. Ég held að afstaða í–nnu til landbúnaðarmála hafi á endanum orðið henni til falls og það hversu lí­tið áberandi hún hefur verið á kjörtí­mabilinu. Nú er bara spurning hvort Herdí­s nái öðru sætinu hjá Framsókn, annars er útlit fyrir að engin kona verði á þingi í­ Norðvesturkjördæmi eftir næstu kosningar.

Kóngsins Köben

Ég var sem sagt í­ Kaupmannahöfn um helgina á Norðurlandaráðsþingi æskunnar. Þangað mæta fulltrúar frá flestum þeim stjórnmálaflokkum sem sæti eiga á þingum Norðurlandanna. SUF, UVG og SUS sendu fulltrúa frá íslandi. Aðal umræðuefnið var ótrúlegt en satt hvalveiðar. Að lokum fór svo að ályktun um stuðning við sjálfbærar hvalveiðar íslendinga var samþykkt í­ gær með miklum meirihluta atkvæða. Þeir sem vilja vita meira um þingið geta lesið það fljótlega inn á suf.is.

Ég held samt að ég hafi aldrei farið til útlanda áður og ekki haft tí­ma til að kí­kja í­ búð eða á safn áður. Endaði þó inn á gay-bar á laugardagskvöldið með hinum miðjumönnunum sem var mjög flott. Halloween þema þetta kvöldið, rosalega flottar skreytingar og búningar.

Annar af finnsku túlkunum kom til mí­n í­ gær morgun og benti mér á grein í­ Extra-Bladet sem ég sá í­ morgun að hefur haft einhver áhrif hér heima. Greinin er í­ raun ótrúleg. Get ekki sagt annað enda er ekki talað um fjármálalí­f á íslandi með faglegum hætti heldur eru notuð ýmis uppnefni, t.d. er talað um klettaeyju norður í­ höfum, litla þjóð sem vill eignast heiminn og eldfjalla-efnahagslí­f. Hún sagði mér lí­ka að eitthvað viðtal við minister Mathiesen í­ danska útvarpinu á laugardagskvöldið hafi farið mjög fyrir brjóstið á Dönum.

Dýrt í­ bí­ó

Það er viðbjóðslega dýrt að fara á Mýrina í­ bí­ó, 1200 kr. Fréttablaðið segir frá því­ í­ morgun að þetta sé nú ekki alslæmt þar sem bí­óin hafi hækkað skilgreininguna sí­na á barni úr 6 ára í­ 8 ára. Rosalega er það myndarlegt af bí­óunum, sérsaklega þegar horft er til þess að Mýrin er bönnuð innan 12 ára.

Hrós dagsins

Sat áhugaverðan stúdentaráðsfund í­ dag. Reyndar minn fyrsta þar sem ég hef atkvæðisrétt. Fékk þar tækifæri til að hrósa skrifstofu SHí fyrir að uppfæra nefndalistann á heimasí­ðunni (að hluta til). Núna á bara eftir að setja inn nokkra fulltrúa H-listans og þá ætti það að vera komið. Vonandi verður það fyrir kosningar, hef enga ástæðu til að ætla annað.

Það sem vantaði eða hvað?

Skessuhorn segir frá því­ að Atlantsolí­a ætli að opna bensí­nstöð í­ Borgarnesi. Þetta er kannski ekki ný frétt enda fyrirtækið lengi búið bí­ða eftir lóð í­ bænum. Esso er komið með aðra lóð fyrir ofan bæinn. Orkan sótti lí­ka um lóð á sí­ðasta ári. Veit ekki hvar þeirra umsókn er stödd í­ kerfinu en ef það er eitthvað í­ vantar í­ Borgarnes er það ekki önnur bensí­nstöð. 4 bensí­nstöðvar í­ 1800 manna bæ.

Kristilegu kærleiksblómin spretta í­ kringum hitt og þetta

Er hægt að innbyrða of mikið af kristilegum kærleik? Ja… Ef hægt er að lesa yfir sig af kristilegum miðaldabókmenntum og biblí­usögum þá held ég að ég hafi gert það í­ gær. Ánæstunni held ég mig við heiðna vini mí­na eins og Egil og slí­ka kappa. Um kvöldmat í­ gær var ég farinn að pikka inn í­ tölvuna á hraða snigilsins. Einn stafur á tveggja mí­nútna fresti. Yfirlesinn fór ég á einhvern lengsta stjórnarfund hjá Þjóðbrók sem ég hef setið. Mjög heitar umræður fram á nótt. Reyndar skemmtilegar umræður.

Hvalveiðar

Nokkur atriði sem bögguðu mig í­ gær.

1. Auðvitað megum við veiða hval ef við viljum og þjóðréttarleg staða okkar er á hreinu. Málið snýst ekki um það hvort við megum heldur hvort við eigum.

2. Það þýðir ekki að nota stundum rökin „sjálfbær nýting“ og stundum ekki. Hafró mælir með því­ að við veiðum um 400 hrefnur, 200 langreiði og 50 sandreiði. Af hverju er kvótinn þá ekki 650 dýr? Sama gildir um aðra stofna í­ sjónum. Af hverju fer sjávarútvegsráðherra sjaldnast eftir ráðleggingum fræðimanna?

3. Ví­st hafa hvalveiðar áhrif á í­mynd landsins alveg sama hvað hver segir. Þegar fjallað er um landið í­ erlendum fjölmiðlum þá hefur það áhrif á í­myndina.

4. Hvalur var mikilvægur þáttur í­ fæðuöflun allt frá landnámsöld en þá vegna þess að nýttum allt sem var í­ boði. í dag erum við að veiða fyrir erlendan markað. Meirihlutinn af þeim hval sem nýttur kom til vegna þess að hann rak á land en ekki vegna þess að menn veiddu hval í­ miklum mæli.

5. Ráðherrar eiga ekki að meta það hvort markaður sé til fyrir hvalkjöt. Þeir eiga að láta einkaaðilum það eftir. Ef það er markaður þá veiða menn. Annars ekki.

Niðurstaða: Ég er á báðum áttum. Mér finnst ákvörðin bera vott um þjóðrembing og skort á skynsemi. Ég er hlynntur sjálfbærri nýtingu lí­fvera í­ hafinu. Það að veiða 30-40 dýr er ekki sjálfbær nýting heldur sýndarmennska til að friða hagsmunasamtök. Sjálfbær nýting felur það lí­ka í­ sér að tekið sé tillit til fleiri þátta, s.s. áhrifa á efnahagslí­f. Lí­klega koma fleiri ferðamenn til íslands á næsta ári en í­ ár. Spurningin er hins vegar hvort hlutfall ferðamanna til íslands hækkar hlutfallslega í­ takt við aukningu ferðamanna í­ heiminu almennt.