Menningarnjörður

Helga Jóna bjargar mér frá því­ að læra og bendir á netpróf sem segir að ég sé menningarnjörður. Veit ekki hvort mig langi mest til Amsterdam af öllum stöðum, en væri samt alveg til í­ að fara til New York og Beirút. Mig langar samt eiginlega meira til Alaska og Darien gap þó staðirnir lendi á „stay away from“ listanum. Ég er samt nokkuð viss hvað ég ætla að gera í­ sumar. Þessir staðir eru ekki inn í­ því­ plani.

 

Your travel type: Culture Buff

The culture buff needs to see a museum, an art gallery, a 16-th century church every day during his holiday. When he travels he is always well prepared. He has read history books, speaks a few words of the lingo, knows about the strange habits the locals have.

 

top destinations:

Amsterdam
New York
Beirut

stay away from:

Alaska
Las Vegas
Darien Gap

get your own travel profile

Áheilanum

Ræður Steingrí­ms J. Sigfússonar eru orðnar nokkuð fyrirsjáanlegar. í ræðu sinni á Landsfundi VG um helgina minntist hann 10 sinnum á stjórnarandstöðuna, aldrei nefnir hann þó flokkana þar á nafn. 12 sinnum minnist hann á Sjálfstæðisflokkinn eða í­haldið. Flokkurinn sem átti hug hans allan þegar hann samdi ræðuna var þó Framsókn. Alls nefnir hann flokkinn 21 sinni í­ ræðunni sem er nokkuð merkilegt þar sem hann nefnir þann ágæta flokk jafn oft og sinn eigin flokk. Ég held svei mér þá að Steingrí­m dreymi um samstarf með Framsókn eftir kosningar.

Andar að þér flóru landsins

Syngur Ný dönsk. í kjölfar aðgerða í­slenska bóndans anda erlendir klámkóngar og drotningar ekki að sér flóru landsins. Ef þeir gera það, verða þeir fullklæddir og ekki saman í­ hóp. Kyndilberar frelsisins úthrópa þá á torgum sem óvini rí­ksins sem vilja sem minnst af þessum gestum vita eða vilja ekki sjá þá . Frelsið er yndislegt, ég geri það sem ég vil. Frelsisins vegna er sunnlenskum bændum það í­ sjálfsvald sett hvort þeir selja land undir virkjanir í­ neðri hluta Þjórsár eða ekki. Frelsið virkar jú þannig að enginn getur neitt neinn til að selja vöru eða þjónustu og enginn getur neitt neinn til að kaupa vöru eða þjónustu. Hér á íslandi er frelsið reyndar nokkuð skrýtið. Frelsið er yndilsegt, ég geri næstum það sem ég vil.

Nýtt Stúdentaráð

Ég sat lí­klega í­ dag minn sí­ðasta Stúdentaráðsfund þar sem ég hef atkvæðisrétt, þó sá fundur hafi ekki staðið lengi. Dagný var kjörinn formaður nýs ráðs sem er ágætt. Af þeim sem komu til greina treysti ég henni best til þess að leiða baráttuna næsta árið. Ég fékk tækifæri til að starfa með henni á sí­ðasta kjörtí­mabili í­ menntamálanefnd og lí­kaði það samstarf mjög vel. Núna vona ég að samstarfið milli Röskvu og Vöku verði gott. Ekki veitir af enda kosningar í­ vor þar sem ráðið verður að vera trúverðugt út á við. Það samstarf byggist ekki eingöngu á vilja Röskvuliða. Stúdentaráðsliðar Vöku bera ekki sí­ður mikla ábyrgð á að ráðið virki trúverðugt í­ baráttu fyrir hagsmunum stúdenta.

Gleðidansinn

Samræmd próf í­ grunnskólum eins og þau eru í­ dag eru úrelt aðferð til námsmats og ber að leita nýrra leiða til að meta getu nemenda. Grunnskólar eiga að stefna að einstaklingsmiðaðra námi en prófin falla ekki að því­ markmiði enda er hætta á því­ að skólarnir verði steyptir í­ sama mót. Fréttastofa íštvarpsins sagði frá því­ núna áðan að til skoðunar væri hjá Námsmatsstofnun að endurskoða framkvæmd prófanna. í stað núverandi prófa kæmu einstaklings miðuð munleg próf í­ tölvum. Ég dansa gleðidansinn þegar það fer í­ gegn og verð alls ekki einn um það.

í rusli

Ég fer í­ klippingu í­ næstu viku. Vilji einhver kaupa mí­na gyltu hárlokka þá kem ég til með að sjá um söluna sjálfur en læt ekki rakarann græða á hárinu sem ég hef sjálfur lagt mikla vinnu við að rækta. Tilboð óskast.

Nei, hættið nú alveg. ífengissjúk, fyrrverandi söngkona á barmi taugaáfalls rakar af sér hárið. í stað þess að fjölmiðlar sýni henni skilning og stuðning á erfiðum tí­mum fjalla þeir um málið eins og hópur svangra úlfa. Loksins komust þeir í­ eitthvað feitt sem mettar hjörðina alla. Rjóminn ofan á þetta er sí­ðan þegar eigendur hárgreiðslustofunnar taka upp á því­ að bjóða hárið, rakvélina, kveikjara og tóma bjórdós til sölu.

Þetta mál minnir mig reyndar á tí­ma í­ Efnismenningu fyrir tveimur árum þar sem Gavin Lucas, fornleifafræðingur fjallaði um rusl og ásókn manna í­ rusl stórstjarna. Það er ví­st til markaður fyrir „Star Trash“. Þessi heimur okkar er svo furðulegur.

Hef of mikið að gera

í stað þess að vinna eitthvað í­ þessum þremur ritgerðum sem ég þarf að skila í­ vor skrifa ég tilgangslausa færslu inn á bloggið mitt þar sem ég kvarta undan því­ að ég hafi of mikið að gera.

Karlabolti

Hvað eiga Gabon, Lí­býa, Bahrain, Kongó, Haí­tí­, Eþí­ópí­a og ísland sameiginlegt?

Rétt svar er að þessar þjóðir eru allar á svipuðum slóðum á styrkleikalista FIFA í­ knattspyrnu karla. Samkvæmt listanum sem birtist í­ dag er ísland í­ 95. sæti. Kvennalandsliðið sem fær mun minni athygli og fjármagn en á engu að sí­ður miklu meiri möguleika á að komast í­ úrslitakeppni stórmóts situr í­ 21. sæti á sí­num lista.

Meira af kvosinni

Þessi skrif Kiddu eru þörf lesning fyrir áhugamenn um VG og ílafosskvosina. Sérstaklega dreg ég út eftirfarandi kafla:

Hann [Karl Tómasson, oddviti VG í­ bæjarstjórn Mosfellsbæjar] taldi það meðal annars fram sem rök að ef öll framkvæmdin yrði sett í­ umhverfismat eins og stungið var upp á yrði það töf og mikill kostnaður fyrir bæjarfélagið. Það vakti áhuga minn að talsmaður umhverfisverndarflokks skuli ekki verðleggja hærra  náttúruna og ómetanlega perlu bæjarins því­ í­ huga margra er ílafosskvos hjarta bæjarfélagsins.

í–ssur álí­ka góðan sprett á sí­nu bloggi:

Ámeðan eru það hinir iðjagrænu vinir okkar í­ VG að taka á sig til skiptis hami Dr. Jekylls og Mr. Hyde í­ verndarmálum. Meðan Dr. Jekyll með glampandi skalla ættaðan af Gunnarsstöðum norður berst einsog vitlaus maður fyrir náttúruvernd á Alþingi er hann með Mr. Hyde með umhverfistagl lafandi úr hnakkagrófinni í­ stóli forseta bæjarstjórnar í­ Mosfellssveit. Þar hamast Mr. Hyde Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs einsog laminn þræll í­haldsins sem hann situr með í­ meirihluta í­ Mosfellsbæ og hafnar á báðar hendur sanngjörnum óskum um umhverfismat á veglagningu um viðkvæmustu svæði sveitarinnar á bökkum Varmár.

Oddviti VG í­ sveitinni er semsagt orðinn umskiptingur og virðist sérstakt kappsmála að eyðuleggja umhverfisperluna sem Varmárbakkar eru og ég flutti um innblásna ræðu í­ Hlégarði 1994 hjá náttúruverndarsamtökum í­ sveitinni. Nöturlega var að lesa um að oddviti VG hefði hí­mt bak við gluggatjöld meðan fólkið mótmælti og þorði ekki að láta sjá sig. Er semsagt nóg að rí­fa kjaft á Alþingi – en leyfa flokknum í­ meirihlutanum í­ Mosfellsbæ að fremja hernað gegn landinu?

Að kanna hug

Glöggir aðdáendur mí­nir hafa kannski tekið eftir að ég skipa 17. sæti á lista Framsóknarflokksins til Alþingis í­ Suðvesturkjördæmi. Samkvæmt könnun Fréttablaðsins í­ gær kemst ég ekki inn á þingi. Ég er byrjaður að leita skýringa á því­. Auðvitað er úrtakið allt of lí­tið en annars dettur mér í­ hug að þingmenn kjördæmisins séu of fáir eða of margir listar séu í­ framboði. Hvort tveggja eru mál sem þarf að skoða betur. Burt séð frá því­ þá held ég að margir hefðu gagn af því­ að horfa á þennan þátt með Penn and Teller sem fjallar m.a. um hvernig tölur og kannanir eru notaðar í­ áróðri.