Nei.. djók

Einar Sveinbjörnsson skrifar fí­na grein í­ Blaðið í­ morgun þar sem hann gangrýnir orðagjálfur forystumanna Samfylkingarinnar fyrir sí­ðustu kosningar. Gasprað var um ókeypis námsbækur í­ framhaldsskólum sem ekki var staðið við þegar flokkurinn fékk tækifæri til þess. Sömuleiðis lofaði flokkurinn því­ að efnis- og innritunargjöld yrðu felld niður (sú tillaga á lí­ka við um opinbera háskóla).

Alþingi mælist í­ könnunum með sí­fellt minna traust landsmanna. Við þurfum kannski ekki  að leita langt að skýringum þegar framkoman við yngstu kjósendurna er eins og framkoma Samfylkingarinnar. Atkvæði flokksins út á þessa tillögu hafa örugglega verið ófá. Stjórn SUF samþykkti eftirfarandi ályktun í­ gær um þetta mál.

Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) kallar eftir ókeypis skólabókum fyrir námsmenn í­ framhaldsskólum eins og Samfylkingin lofaði fyrir sí­ðustu kosningar. Einnig lofaði Samfylkingin því­ að innritunar og efnisgjöld yrðu felld niður.

Það er ábyrgðarlaust að fara fram með svona loforð sem hefur bein áhrif á fjárútlát ungs fólks ef ekki stendur til að standa við það. Samfylkingin gekk í­ sumum kjördæmum svo langt að senda út áví­sun stí­laða á nemendur út af þessu kosningaloforði sí­nu.

Skorar SUF því­ á þingmenn Samfylkingarinnar að standa við gefin loforð og tryggja framhaldskólanemum ókeypis námsbækur og að innritunar og efnisgjöld verði felld niður.

Góð ferð

Það er alltaf smá eftirvænting að byrja í­ skólanum á haustin. í dag var fyrsti tí­minn í­ â€œnámskeiði dauðans” sem lí­klega kemur til með að taka allan minn tí­ma fram að jólum. í leiðinni fékk ég efni MA ritgerðarinnar samþykkt og gekk frá lausum hnútum varðandi BA ritgerðina. Hún fer í­ yfirlestur í­ kvöld.  Ekki nóg með það heldur náði ég lí­ka í­ strætókortið mitt. Nú þarf ég að ákveða í­ hvað ég á að eyða öllum peningunum sem ég spara á því­ að nota ókeypis strætó.

Óupplýstur borgarfulltrúi?

í Fréttablaðinu í­ morgun skrifar Margrét Sverrisdóttir grein sem hún kallar Frí­tt í­ strætó – fyrir suma. Segir hún þar m.a. „Undirrituð beinir þeim tilmælum eindregið til borgaryfirvalda að allir listnámsnemar á menntaskólaaldri og aðrir nemar á framhaldsstigi listnáms fái einnig frí­tt í­ strætó“. Þar sem bróðir minn er listnámsnemi og sömuleiðis margir í­ kring um hann þá get ég upplýst Margréti um að þau eru öll komin með strætókort. Mér þætti áhugavert að vita um hvaða skóla hún er að tala, en mér sýnist allir framhalds- og háskólar sem bjóða upp á fullt nám í­ listgreinum vera á lista „frí­tt í­ strætó“ listanum.

Gulur ólympí­ukeppandi

Þá get ég strikað það út af „to do“ listanum mí­num að keppa á ólympí­uleikum. Ég keppti í­ spjótkasti og boðhlaupi í­ dag. Það er sem sagt bæjarhátí­ð í­ gangi hér í­ Mosó og þar af leiðandi er hverfið mitt skreytt með gulum blöðrum, borðum, diskum og fánum. Ég horfi hins vegar öfundaraugum yfir í­ næstu götu enda miklu skemmtilegra að segjast eiga heima í­ „rauða hverfinu“ en því­ gula.

Hamingjuóskir til Borgfirðinga

Ef þið tókuð ekki eftir því­ þá var Menntaskóli Borgarfjarðar settur í­ fyrsta sinn í­ gær. Fram til þessa hafa nemendur sem ljúka grunnskólum á svæðinu þurft að sækja annað í­ framhaldsskóla, flestir á Akranes en margir farið til Reykjaví­kur. Þeir sem fóru suður snéru margir hverjir ekki aftur heim. Það vantaði því­ tilfinnanlega framhaldsskóla til að tengja saman það menntagap sem skapaðist milli grunn- og háskólamenntunar á svæðinu.

Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með uppbyggingu þekkingarstofnanna í­ Borgarfirði á sí­ðustu árum. Um er að ræða sannkallaða stóriðju Borgfirðinga. Viðskiptaháskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli íslands á Hvanneyri eru hvort tveggja skólar í­ örum vexti. Þriðja fræðastofnunin á svæðinu er Snorrastofa í­ Reykholti sem sinnir mikilvægu hlutverki í­ miðaldarannsóknum. í þennan hóp bætist svo Menntaskóli Borgarfjarðar auk fjölda smærri stofnanna og fyrirtækja sem vaxa og dafna í­ tengslum við skólana.

Þann 21. september 2005 var umræðan um framhaldsskóla í­ Borgarnesi enn á umræðustigi. Þann dag hélt ungt framsóknarfólk í­ Mýra- og Borgarfjarðarsýslu aðalfund sinn þar sem samþykkt var eftirfarandi ályktun sem fylgt hefur verið eftir þar sem þess hefur verið þörf, á kjördæmisþingum, flokksþingum og í­ samtölum við ráðamenn.

Aðalfundur Félags ungra framsóknarmanna í­ Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fagnar þeirri hugmynd rektora Landbúnaðarháskóla íslands og Viðskiptaháskólans á Bifröst að stofnaður verði framhaldsskóli í­ Borgarnesi. Það er í­ fullu samræmi við stefnu Framsóknarflokksins að efla nám á framhaldsskólastigi í­ landinu. Gæta verður þess að skólagjöldum verði stillt í­ hóf og þau verði ekki hærri en í­ öðrum sambærilegum menntastofnunum.

Sjálfur er ég einn af c.a. 150 stofnfjárhöfum í­ Menntaskóla Borgarfjarðar. Ég á að ví­su ekki stóran hlut en sýni þannig táknrænan stuðning við uppbyggingu hins nýja skóla. Þeir sem hafa áhuga á að gerast hluthafar í­ skólanum er bent á heimasí­ðuna www.menntaborg.is. í dag stendur Borgarfjörður svo sannarlega undir nafni sem þekkingarsamfélag og óska ég Borgfirðingum öllum, nær og fjær til hamingju með áfangann.

Enn af ferjuklúðri

Stjórn SUF samþykkti eftirfarandi ályktun á fundi sí­num í­ gær.

Samband ungra framsóknarmanna harmar það ábyrgðar- og dómgreindarleysi sem ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafa orðið uppví­sir að í­ tengslum við kaup og endurbætur á nýrri Grí­mseyjarferju.

Hundruðum milljóna króna af almannafé hefur verið sóað með slælegri verkstjórn og ákvarðanatöku. íbyrgðin getur aðeins hví­lt á herðum þess ráðherra sem réð ferðinni þegar ákvarðanirnar voru teknar.

Þá hefur fjármálaráðherra orðið uppví­s að því­ að fara á svig við fjárreiðulög í­ málinu og reynir sí­ðan að beita pólití­skum bolabrögðum til að sverta Rí­kisendurskoðun, sem gert hefur alvarlegar athugasemdir við þátt hans í­ málinu. Þessi framkoma fjármálaráðherra er engan veginn sæmandi manni í­ einni af helstu valdastöðum þjóðarinnar.

SUF telur að mál þetta sé með öllu dæmalaust og telur brýnt að farið sé gaumgæfilega yfir tilurð ákvarðanna og himildir eða heimildaleysi sem að baki þeim búa. í því­ skyni telur stjórn SUF rétt að fjárlaganefnd Alþingis hafi frumkvæði að því­ að Alþingi kalli eftir tafarlausri stjórnsýsluúttekt á ráðuneytum samgangna og fjármála.

SUF fordæmir sérstaklega framgöngu viðkomandi ráðherra og krefst þess að þeir axli ábyrgð sí­na í­ þessu máli.

Svo mörg voru þau orð. Ég persónulega vil sí­ðan hvetja fjármálaráðherra og núverandi og fyrrverandi samgönguráðherra til að lesa skýrslu Rí­kisendurskoðunar frá 1993 sem ber það skemmtilega heiti „Stuðningur rí­kisins við ferjur og flóabáta“. íhugaverð lesning sem læra hefði mátt af áður en farið var kaup á ónýtum í­rskum bát.

BTB

Þegar ég sé skammstöfunina BTB hugsa ég ekki um Björgólf Thor Björgólfsson heldur Bifreiða- og trésmí­ðaverkstæði Borgarness sem reyndar lagði upp laupana fyrir þó nokkuð mörgum árum sí­ðan. En þar sem BTB er að kaupa heiminn velti ég því­ fyrir mér hvort hann hafi ekki skoðað BTB húsið. Það stendur meir að segja ekki langt frá pakkhúsinu þar sem langafi hans var með verslun í­ den. Ef einhver veit um ESJ húsið þá má viðkomandi hnippa í­ mig.

Pappí­rs- og blýantaverslun rí­kisins

Ég fór sí­ðast á pósthús um sí­ðustu jól, þá hér í­ Mosfellsbæ. Kannski hefur eitthvað breyst sí­ðan en þá var ekki hægt að versla þar skrifstofuvörur, fara á netið eða prenta út ljósmyndir. Enda af hverju ætti það að vera hægt á rí­kisreknu pósthúsi? í fréttatilkynningu sem íslandspóstur sendi frá sér í­ gær kemur hins vegar fram að þessi þjónusta verði í­ boði á svokölluðum kjarnapósthúsum. Orðrétt segir: 

í nýju húsnæði er ætlunin að bjóða upp á aukna þjónustu til að koma til móts við breyttar þarfir viðskiptavina. Hér er meðal annars átt við sölu á ýmiskonar vörum eins og skrifstofuvörum, ritföngum, pappí­r, geisladiskum, kortum og öðru sem mikilvægt er fyrirtækjum, einstaklingum og ferðalöngum.

í nýjum pósthúsum verða sett upp „Samskiptaborð“ sem eru nýjung í­ þjónustu Póstsins . Þar verður í­ boði að kaupa netaðgang, prenta út gögn og ljósmyndir, skanna og ljósrita svo eitthvað sé nefnt. Einnig gefst viðskiptavinum kostur á að panta aðra þjónustu Samskipta á pósthúsunum og fá senda um hæl.

Ásí­ðasta ári keypti fyrirtækið Samskipti, fyrirtæki í­ einkaeigu sem sérhæfir sig í­ prentlausnum og kynningarmálum. Þau viðskipti eru enn fjarskyldari hlutverki fyrirtækisins en kaup og sala á blýöntum. Póstþjónustan gefur sjálfsagt ekki mikið af sér og því­ leitar Pósturinn á önnur mið til að afla sér tekna. Svo langt hefur fyrirtækið gengið að meirihluti tekna þess er aflað á samkeppnismarkaði.

í ársbyrjun 2009 fellur einkaleyfi rí­kisins á póstdreifingu alfarið úr gildi. Þýska og Hollenska rí­kið hafa selt allan sinn hlut í­ þarlendri póstþjónustu. í Belgí­u, Danmörku og Möltu hafa verið stigin skref í­ einkavæðingu þjónustunnar. Þingmenn hljóta að skoða það alvarlega í­ vetur hvort ekki sé rétt að selja íslandspóst ohf, að hluta. Ég treysti einkaaðilum til þess að reka póstþjónustu rétt eins og ég treysti þeim til þess að reka sí­mafyrirtæki og banka. Við söluna verður þó að gæta þess að grunnþjónustan verði áfram veitt á jafnréttisgrundvelli.