Það sem ekki rættist á árinu 2007

Jæja, þá lí­ður ví­st að því­ að hluti jarðarbúa fagnar áramótum. Við íslendingar höfum á seinni árum heillast mjög að völvum sem þykjast sjá betur en aðrir hvað framtí­ðin ber í­ skauti sér. Fjölmiðlarnir draga svo upp ársgömul blöð og rifja upp hversu sannspáar þær voru. Þar sem enginn tekur saman hvað ekki rættist hef ég tekið það verkefni að mér. Ég nenni ekki að fara í­ gegn um allar spárnar en tek þá þekktustu, völvu Vikunnar. Verkefnið er þó nokkuð snúið þar sem spárnar eru mjög opnar og segja fátt beint út. Reyndar er völvuspáin ágætur dálkur til þess að koma skoðun sinni á framfæri enda á margt sem þar stendur fátt skylt við spádóma. Völvan er einfaldlega að segja hvað henni finnst um menn og málefni. Annað er kommon sens. Það þarf til dæmis ekki skynsama manneskju til að spá því­ að veðurfar á íslandi verði rysjótt og að einhverjar jarðhræringar verði.

í árinu 2007 komst Jóní­na Bjartmarz ekki á þing, Margrét Sverrisdóttir stóð ekki uppi með pálmann í­ höndunum eftir uppgjör í­ Frjálslynda flokknum, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn héldu stjórnarsamstarfinu ekki áfram, Sjálfstæðisflokkurinn fór ekki í­ rí­kisstjórn með VG, Björn Bjarnason hætti ekki á árinu, ekkert eldgos varð á íslandi (þeim er reyndar spáð tveimur á næsta ári), ekki var tekin ákvörðun varðandi Sundabraut, engin lággjaldaflugfélög hófu flug til íslands, Ólafur Jóhann sendi ekki frá sér bók á árinu og Nylon voru ekki að gera neinar rósir. Eiður Smári náði ekki nýjum hæðum, Sirkus er enn í­ loftinu sem og fréttastofa Stöðvar 2 og Svanhildur Hólm, Saddam var tekinn af lí­fi (og það á sí­ðasta ári), Castro er á lí­fi (allavega samkvæmt talsmönnum hans), Hillary Clinton hætti ekki við forsetaframboð, Beckham flutti ekki til Bretlands og Tom Cruse skildi ekki við Kate Holmes.

Þetta er meðal annars það sem ekki gekk eftir af spádómum Völvunnar fyrir árið 2007. Þrátt fyrir lélega útkomu held ég áfram að lesa spádómana mér til skemmtunar og bölva séu þeir loðnir. Kannski eitthvað af þeim rætist þrátt fyrir allt.

Jólalagatextar

Nú er eiginlega sí­ðasti séns að hlusta á jólalögin. Eitt af mí­num uppáhalds jólalögum er A SpaceMan Came Travelling eftir Chris De Burgh’s en í­ flutningi Páls Óskars og Monicu. Ég held reyndar að lagið sé upphaflega ekki samið sem jólalag en varð það kannski vegna óbeinna tilví­sana í­ Lúkasarguðspjall í­ textanum. Þar segir frá sendiferð Gabrí­els erkiengils sem hann fór í­ til þess að kunngera fjárhirðunum væntalega fæðingu frelsarans. Erkiengillinn sem var samkvæmt Biblí­unni sendiboði Guðs er hins vegar ekki nefndur en í­ laginu stað hans er sungið um geimmann og geimskip. Mig minnir að einhver umræða hafi orðið um lagið þegar það kom út í­ í­slenskri þýðingu fyrir tveimur eða þremur árum. Lagið fékk nafnið Geimferðalangur á hinu ilhýra og þótti þýðingin ókristileg. Dæmi nú hver fyrir sig.

 

í langferð um heimanna himinhvel ví­ð
heimsótti geimfari oss forðum tí­ð.
Og loks sást úr skipinu lágreistur bær,
það ljómaði sem væri þar – stjarna skær.

Hann fór þangað niður sem fjárhúsið var,
þar sem frumburðinn móðir í­ örmum sér bar
því­ hann vissi að þarna var veröldu fædd
von sem var alsaklaust barn. – þau urðu hrædd.

,,Jarðarfólk, óttist eigi.“ hann bað,
,,ég er aðkomumaður frá fjarlægum stað
sem fagnaðarerindi færi í­ nótt.“
og hið fegursta lag tók að hljóma – svo blí­tt og hljótt.

Og sungið: La, la, la…
kærleika kynnist á jörð
hvert lí­tið barn.
La, la, la

Þá engilblí­ð tónlistin ómaði hátt
og undrandi fólk tók að streyma að brátt
því­ skipið sem hátt yfir höfði þeim beið
var himnesk, glóandi stjarna – og lýsti leið

Er morgnaði ókunni maðurinn kvað:
,,Ég má til að kveðja og halda af stað.
Er tifað hér hjá hafa tvöþúsund ár
mun tónlistin hljóma á ný – við saklaus tár.“

Og sungið La, la, la…
Þá tónlistin hljómar á ný – við saklaus tár.
Og sungið: La, la, la…
Kærleika kynnist á jörð
hvert lí­tið barn.
Núna bí­ður heimurinn þess að heyra lagið á ný.
Og hinir útskúfuðu bí­ða í­ ofvæni.
Einhvers staðar er stjarna á sveimi óraví­ddunum í­
og söngurinn hljómar á ný
við saklaus tár.

Af í­slenskum lögum er lag Ingibjargar Þorbergs Hin fyrstu jól við ljóð Akureryarskáldsins Kristjáns frá Djúpalæk mjög ofarlega á mí­num jólalagalista. Frá því­ ég fékk vit til þess að gagnrýna dægurlagatexta hefur reyndar tvennt truflað mig við ljóðið og er feitletra ég þær lí­nur hér að neðan.

Það dimmir og hljóðnar í­ Daví­ðsborg
í­ dvala sig strætin þagga
í­ bæn hlýtur svölun brotleg sál
frá brunni himneskra dagga
öll jörðin er sveipuð jólasnjó
og jatan er ungbarnsvagga.

Og stjarna skí­n gegn um skýjahjúp
með skærum lýsandi bjarma
og inn í­ fjárhúsið birtan berst
og barnið réttir út arma
en móðirin sælasti svanni heims
hún sefur með bros um hvarma

Og hjarðmaður birtist um húsið allt
ber höfga reykelsisangan
í­ huga flytur hann himni þökk
og hjalar við reifastrangann
svo gerir hann krossmark, krýpur fram
og kyssir barnið á vangann.

En hver nennir svo sem að pæla í­ smáatriðum eins og textum jólalaga?

Jólahaldið

í Skandí­naví­u óttast margir hefndarverk litlu nissana fái þeir ekki jólagraut. Nú gaf ég ekki nissaninum mí­num jólagraut en eitthvað var hann öfugsnúinn þegar ég vaknaði í­ gærmorgun og leit út um svefnherbergisgluggann. Þar stóð hann upp á gangstétt, þvert á aðra bí­la sem enn voru á sí­num stað á bí­lastæðinu. Hið furðulegasta mál þar sem ég hef ekki hugmynd um hver var þarna að verki. Hvað þá hvers vegna einhver var að dunda sér við að stela bí­lnum mí­num á jólanótt, fara smá rúmt á honum, klessa hann töluvert og skila honum til baka.

jolanissan.JPG

Að öðru leyti fór jólahald vel fram í­ Mosfellsbænum. Eftir að hafa fengið mikið af góðum gjöfum á Aðfangadagskvöld horfði ég með öðru auganu á aftansöng úr Dómkirkjunni þar sem Biskupinn notaðist m.a. við gömlu útgáfuna af Biblí­unni.

í fyrra skrifaði ég á bloggið minnispunkt þar sem mér fannst of mikið að gera ráð fyrir hálfu kí­lói af hangikjöti á mann á Jóladag. Ekki var hlustað á þessi varnaðarorð mí­n í­ ár heldur var bætt í­ og var gert ráð fyrir að hver gestur gæti torgað rúmlega hálfu kí­lói. Minnisatriði fyrir næsta jólaboð: Venjuleg manneskja borðar ekki rúmlega hálft kí­ló af reyktu kjöti í­ jólaboði.

Jólakveðja í­ lengra lagi

í orðræðunni um kristni og ekki kristni sem hefur geisað sí­ðustu vikur hefur margt áhugavert komið fram fyrir háskólanema sem er að stúdera trúarlí­f og sögu þess. Eitthvað það allra skemmtilegasta fannst mér þegar hinir kristnu sökuðu heiðingja um stuld á jólunum. Jólin væru kristinn siður og annað væru lygar til þess að grafa undan hátí­ðleik þeirra. Hér fara kristmenn því­ miður með rangt mál. Aðrir kristnir viðurkenna að jólahald kunni að vera upphaflega heiðið en óvissan um það sé svo mikil að ekki sé hægt að halda því­ fram, samtí­maheimildir skorti o.s.frv. í anda jólanna ætla ég ekki að fjalla um þær samtí­maheimildir sem við höfum fyrir tilvist Krists heldur fjalla stuttlega um langa sögu jólanna.

Þó við kennum jólin í­ dag við fæðingu frelsarans eru jólin að öllum lí­kindum ekki kristin siður í­ upphafi. í Biblí­unni er ekki getið um fæðingardag Jesú og er það engin tilviljun. í frumkristni var áherslan lögð á verk Jesú í­ lifanda lí­fi, dauðann á krossinum, upprisuna og himnaförina. Sjaldan hélt almenningur upp á fæðingardag sinn en öðru máli gegndi með konunga og höfðingja.

Við eins og svo margir í­búar Norður Evrópu þekkjum myrkrið sem rí­kir í­ skammdeginu. Myrkrið er ekki eitthvað nýtt fyrirbæri. ímyndum okkur að við séum stödd á bóndabæ árið 300 f.kr. Þar er engin götulýsing, ekkert rafmagn og lí­til sem engin birta. Það er því­ fagnaðarefni þegar dag tekur að lengja á sólstöðum. Hátí­ðin sem haldin var til að fagna því­ að brátt tæki að birta á ný nefndist á norrænu jól. Vetrarhátí­ðir voru vinsælar skemmtanir í­ mörgum landbúnaðarsamfélögum fyrri tí­ma. Tí­masetningin hentaði lí­ka vel, þá var til nægur matur og frekar lí­tið var að gera í­ bústörfum.

Ef við förum enn lengra aftur í­ sögunni þá hittist fólk fyrir um 4000 árum sí­ðan í­ Mesopótamí­u og hélt 12 daga hátí­ð á vetrarsólstöðum. Hátí­ðin var haldin til að sýna guðinum Marduk virðingu. Persar og Babýloní­umenn héldu einnig upp á vetrarsólstöður þar sem þrælar og húsbændur skiptu á hlutverkum í­ einn dag. Grikkir blótuðu Kronos á þessum tí­ma og Rómverjar héldu upp á hátí­ð Satúrnusar, guðsins sem stjórnaði frjósemi jarðar. Hinum frumkristnu þóttu þessi hátí­ðarhöld rómverja vera hin mesta falsguðadýrkun.

Saturnalia stóð yfir í­ nokkra daga um miðjan desember í­ Rómarveldi. Þar skemmtu menn sér m.a. með áti, drykkju og gjöfum. Rómverjar héldu aðra svipaða hátí­ð í­ byrjun janúar. Að öllum lí­kindum urðu þessar hátí­ðir seinna að einni. Það var loks Júlí­us Sesar sem ákvað 46 f.Kr. að kenna 25. desember við vetrarsólhvörf (dagsetningin var látin halda sér þrátt fyrir villur sem fylgdu hlaupári) Sirka 330 árum seinna ákvað írlí­anus keisari að fæðingardagur hinnar ósigrandi sólar skildi haldinn hátí­ðlegur 25. desember.

Margt átti eftir að breytast í­ Rómarrí­ki. Yfirvöld þar sáu að m.a. var betur hægt að stjórna almenning með innleiðingu kristinnar trúar. Svo varð úr og 380 var kristin trú rí­kistrú í­ Rómarveldi. Eins og ví­ðar þar sem kristninn siður hóf innreið sí­na var lögð áhersla á að aðlaga siðinn að þeim sið sem var þar fyrir. Þannig var ekki hætt að halda upp á Saturnaliu heldur var hátí­ðin tengd við kristna trú og almenningur fékk áfram heimild til að skemmta sér í­ desember, syngja og dansa, vitja vinafólks og gefa gjafir.

Kirkjan vann hins vegar smám saman að því­ að breyta hugsunarhætti fólks þannig að hátí­ðin væri fyrst og fremst fæðingarhátí­ð frelsarans en ekki til heiðurs hinni ósigrandi sól eins og hún hafði verið um aldir. Við höfum samtí­maheimildir fyrir þessu markmiði kirkjunnar. Þá er vel þekkt bréf Gregorí­us páfa frá 601 sem hann skrifar til biskupsins af Kantaraborg. Þar sem hann segir kirkjuna þurfa að þola siði alþýðunnar en gæða þá kristilegum anda. Bréfið kemur heim og saman við þær hugmyndir sem við höfum um það hvernig kristnun fór fram.

Vér brjótum niður hugsmí­ðar og allt, sem hreykir sér gegn þekkingu á Guði, og hertökum hverja hugsun til hlýðni við Krist. (Kor. 10:5)

Þó jólin eigi sér heiðna sögu þá er ekki þar með sagt að kristnir menn hafi ekki sett mark sitt á hátí­ðarhöldin. Þegar kom að því­ að ákveða fæðingardag krists voru margir dagar sem komu til greina. Það var sí­ðan árið 440 sem kirkjan lýsti því­ yfir opinberlega að 25. desember væri fæðingardagur Krists. Voru þá margir ósáttir enda vissi fólk eins og var að ekkert er vitað um fæðingardaginn.

í–nnur sögupersóna ekki ósvipuð Kristi, persneski guðinn Mí­þras átti að hafa fæðst 25. desember. Hann var sólguð og því­ eðlilegt að tengja fæðingu hans við vetrarsólstöður. Rómverjar komust í­ kynni við þessi trúarbrögð á ferðum sí­num til austurs 1. öld f.kr. Mí­þras fæddist eimmitt eins og Kristur af hreinni mey og eru sögur af honum um margt lí­kar sögum sem gengu um Jesú. Það var lí­ka þannig að fylgjendur þeirra börðust um hylli almennings allt þar til kristni var gerð að rí­kistrú í­ Rómarveldi.

Þeir sem halda vildu upp á fæðingardag Jesú um leið og skí­rn hans völdu 6. janúar. Það spruttu sí­ðan seinna upp deilur um það hvort rétt væri að hann hefði orðið guðlegur þegar hann var skí­rður eða við fæðingu. En sú dagsetning var ekki tilviljun enda héldu þeir sem voru Osí­ris-Aion trúar í­ Egyptalandi mikla hátí­ð á þeim degi enda hófust um það leyti flóð í­ Ní­l.

í kvæði um Harald hárfagra frá 9. öld er talað um að „drekka jól“ og „heyja Freys leik“. Þá er getið um það í­ Gulaþingslögum að öllum sé skylt að brugga og eiga öl til jóla. Úr sögum sem gerast á íslandi fyrir kristnitöku og skráðar voru 2-300 árum sí­ðar er ví­ða getið um jólahald og þá oftast í­ tengslum við samkomur þar sem drukkið var og etið. í Heiðreks sögu er m.a. getið um Freys blót. Við skulum ekki gleyma því­ að allt til ársins 1000 var rí­kjandi trúfrelsi á íslandi. Hér hafa jafnvel verið allt frá landnámi kristnar fjölskyldur sem héldu upp á jólin.

íslendingar hefja jólahald sitt á miðaftan daginn fyrir Jóladag og miða við gyðinglegt tí­matal. Þannig hefst hátí­ðin við sólsetur. Hátí­ðin sem við höldum hátí­ðlega á morgun hefur því­ í­ gegn um tí­ðina verið tengd við persneskan sólguð, rómverskan og norrænan frjósemisguð, fæðingarhátí­ð sólguðs, endurfæðingu sólarinnar, og spámann af gyðingaættum. ímsir fylgismenn kristninnar mótmæltu jólahaldi sem í­ grunninn var heiðið og fram fór með drykkju, veisluhöldum og öðru siðleysi. Kalvin og fleiri siðbótamenn héldu t.d. ekki upp á jólin.

Sr. Magnús Runólfsson á eitt sinn að hafa verið spurður að því­ hvað það sé að vera kristinn. Magnús var ekki lengi til svars og sagði: „Það er að ganga á móti straumnum. Það er að halda jól í­ Jesú nafni þegar heimurinn heldur heiðin jól.“

Með þessum stutta pistli óska ég ykkur gleðilegrar hátí­ðar ljóss og friðar.

Krossapróf

Hverjum er best treystandi til þess að meta hæfi umsækjenda um dómaraembætti?

A. Kennari
B. Þrí­r óháðir lögfræðingar með áratuga reynslu.
C. Félagsliði
D. Dýralæknir

ín þess að ég ætli að kasta rýrð á menntun dýralækna, félagsliða eða kennara þá hafa þeir einfaldlega ekki forsendur til þess að meta hæfi umsækjenda um dómarastöður og enn sí­ður til að taka ákvörðun á innan við þremur klukkustundum hver eigi að fá embættið. Rétt svar er því­ B (alltaf lí­ður manni vel að merkja við B). Sjálfstæðismenn virðast einir merkja við dýralækninn og er grátlegt að sjá þá ekki geta rökstutt val sitt. Enn grátlegra er þó að fylgjast með bitlausum fjölmiðlum sem virðast ætla láta leika á sig. Með því­ að skipa í­ embættið í­ gær átti að sleppa við óþægilega umfjöllun fjölmiðla enda hefur fólk nóg annað að gera sí­ðasta virka dag fyrir jól en að fylgjast með fréttum.

Dominos

Röddin í­ útvarpinu talaði um að dominos kubba í­ dag. Aldrei heyrt um slí­ka kubba en hins vegar hef ég hringt í­ pizzastaði með þessu nafni. í tölvukerfinu þar heiti ég ví­st Suf. Að því­ komst ég í­ haust þegar ég sótti pizzu á Höfðabakka. Þar var ég spurður hvert föðurnafnið mitt væri. Ég útskýrði fyrir stelpunni að ég héti ekki Suf, allavega hvergi annars staðar en í­ tölvukerfinu hjá þeim. í Spönginni í­ sí­ðustu viku var ég sí­ðan spurður hvort ég héti virkilega Suf? Séu fleiri í­ vafa þá heiti ég ekki Suf.

Þröngur stakkur

Framhaldsnemum í­ þjóðfræði (veit ekki alveg með aðra nema í­ Félagsví­sindadeild) gengur illa að fá upplýsingar um þá aðstöðu sem þeim stendur til boða eftir áramót í­ nýju Háskólatorgi. Okkur hefur þó verið bent á sal í­ einni byggingunni sem á ví­st að verða okkar fljótlega. Mér brá við að sjá aðstöðuna enda er okkur vægast sagt sniðinn mjög þröngur stakkur og er ekki ólí­klegt annað en að plássleysi komi til með að hrjá okkur þar sem borðin eru frekar lí­til og sömu sögu er að segja af skápunum. Vonandi verður bætt úr þessu áður en aðstaðan verður tekin í­ notkun. Tommi var með myndavél á sér þannig að hægt er að deila umræddri aðstöðu með ykkur.

.maadstada002.jpg

Leynihvelfingin við Kjalveg

Fyrir seinni heimsstyrjöld var Dr. Adam Rutherford vinsæll maður hér á landi. Hann hafði rannsakað pýramí­dann mikla við Giza og taldi að hann hefði að geyma mikla spádóma. Það sem vakti þó mesta athygli íslendinga voru kenningar hans um að í­slenska þjóðin væri komin af Benjamí­tum, einni af týndum ættkví­slum hinna fornu ísraela. Verndarar þeirra voru m.a. þeir sömu og finna má í­ í­slenska skjaldamerkinu.

Nú er í­talinn Giancarlo Gianazza kominn í­ fréttirnar á Stöð 2 þar sem hann telur sig hafa lesið út úr málverkum Botticelli og Leonardo DaVinci að finna megi hinn heilaga gral í­ leynilegri hvelfingu við Kjalveg. Ég leyfi mér að efast um að musterisriddararnir hafi á ófriðartí­ma í­ Evrópu flutt dýrmæta gripi til íslands þar sem rí­kti „tí­maskeið friðar“ sem seinna fékk nafnið Sturlungaöld.

Ég er frjáls, frjáls eins og fuglinn…

„Sæll Eggert,

Til hamingju með próflokin – þú hefur lagt „kúrs dauðans“ að baki.“

Einkunn kom í­ hús seinnipartinn í­ gær, klukkutí­ma eftir sí­ðasta munnlega prófið. Valdimar á skilið viðurkenningu fyrir hröð vinnubrögð. Margir kennarar mættu taka hann sér til fyrirmyndar.

En hann talar sjálfur um „kúrs dauðans“ og er það svo sannarlega réttnefni. 3571 blaðsí­ður af greinum og bókum, 923 blaðsí­ður af glósum, skil á 3-5 blaðsí­ðna skriflegri greinagerð vikulega um lesefnið þá vikuna, framsaga á einni etnógrafí­u og þremur öðrum í­tarefnisgreinum, skriflegt próf og munnlegt próf að baki. Jamm, þetta var eitt 5 eininga námskeið og ég þarf aldrei, aldrei, aldrei að ganga í­ gegn um þetta aftur því­ ég er frjáls…

Skriflegi hlutinn að baki

Þá er maður ví­st hálfnaður í­ prófum. Eitt skriflegt að baki og eitt munnlegt eftir. Uppbyggingin í­ skriflega prófinu var þannig að við fengum val milli tveggja ritgerðaspurninga. Það hefði verið gaman að skrifa um 11. stundina en ég valdi samt hópa. Þó ég hafi ekki náð að klára vona ég að það sem ég þó létt flakka hafi verið nóg. En það verður ví­st að koma í­ ljós, ekkert sem ég get gert úr þessu. Fannst ég vera á ágætu skriði þó ég hefði viljað skrifa miklu meira. Núna þarf ég hins vegar að hví­la höndina eftir skriftartörn. Af hverju er ekki boðið upp á tölvupróf?