Gleðilegan feita fimmtudag

í dag er feiti fimmtudagurinn. Við íslendingar þurfum að taka upp þennan hátí­ðisdag og ættum við að fá Pólverja til að hjálpa okkur við að innleiða þann sið. Þar í­ landi er dagurinn einnig þekktur sem „donuts day” enda reynda landsmenn þá að torga eins mörgum kleinuhringjum og mögulegt er. Lí­klega hefur þessi siður orðið til vegna þess að fólk þurfti að klára feiti, egg og mjólkurafurðir áður en fastan gekk í­ garð. Þeir sem föstuðu áttu sí­ðan skilið að fá smá loka góðgæti í­ sí­ðustu viku fyrir föstu. ítalir halda hins vegar upp á „barbecue thursday“ sem mætti mí­n vegna taka upp í­ leiðinni. Fyrir þá sem vilja innleiða fleiri daga má benda á pönnukökudaginn sem þekkist í­ Bretlandi og ví­ðar. Hann köllum við Sprengidag. En þar sem ég er í­ mjög svo fjölþjóðlegu umhverfi núna held ég upp á alla þessa daga s.s. donuts day, fat thuesday, fetter dienstag, fastelavn, bolludag, sprengidag, öskudag o.s.frv.

Niðurstaðan af þessu er sem sagt sú að ef ykkur langar í­ kleinuhring eða annað sætabrauð í­ dag þá hafið þið afsökun. Og fyrst þið hafið afsökun þá ættuð þið að notfæra ykkur tækifærið.

Umburðarlyndi

Sé hægt að skilgreina allt út frá andstæðu sinni má segja sem svo að ef til sé dyggð er til löstur. Dyggðin er eins og svo oft áður mitt á milli tveggja öfga. Umburðarlyndi er þannig dyggð, mitt á milli umburðarleysis og þýlyndis. Hér stendur ekki til að fara ýfa upp deilur sem búið er að salta en sú spurning hefur leitað á mig í­ vetur hvort í­slenskt þjóðfélag þjáist af alvarlegum skorti á umburðarlyndi. Þetta segi ég eftir að hafa fylgst með umræðum vetrarins í­ samfélaginu og bloggheimum t.d. um femí­nisma, trúmál og ákveðna stjórnmálamenn og -flokka. Mörg umræðan fer fram á málefnalegum nótum en svörtu sauðirnir skyggja á og finnst mér þeim vera að fjölga sem sýna af sér fullkominn skort á skilningi gagnvart skoðunum náungans og hafa uppi ónærgætin gí­furyrði.

Það kann reyndar vel að vera að með tilkomu Moggabloggsins hafi þessi hópur fólks orðið meira áberandi í­ þjóðfélagsumræðunni. Það er í­ dag helsti vettvangur kaffihúsaspekinga og minnipokanöldrara landsins. Margir sem skrifuðu á málefnin.com tóku upp á því­ að blogga þar enda þráðu þeir fátt meir en athyglina. Ein leið til að ná athygli virðist vera að hafa uppi gí­furyrði í­ öllum málum. Á sí­ðustu mánuðum hafa stjórnendur Moggabloggsins sí­ðan reynt að hvetja fólk til að nota bloggið sem umræðuvettvang. Bloggmenningin á íslandi er hins vegar svo ósiðmenntuð að enn skrifa menn undir dulnefni til þess að geta att náungann við hlið sér auri. Það er því­ ekki nema von að loka þurfi bloggsí­ðum fyrir athugasemdum sem er miður.

Sem betur fer erum við ekki öll steypt í­ sama mótið. Við fæðumst í­ öllum stærðum og gerðum og verðum að sætta okkur við það að einhver sé öðruví­si, hvort sem okkur lí­kar betur eða verr. Þeir sem eru öðruví­si, þeir sem hafa aðrar skoðanir en við eiga skilið að við sýnum þeim skilning. Við hlustum þó við séum ekki sammála. Oft er niðurstaðan að sýnin á lí­fið er ólí­k. Þá sættum við okkur við það og höldum okkar striki. Þeir sem geta ekki umborið þá staðreynd að einhver sé ekki sammála þeim ættu að skoða sinn gang. Það er sæmd af því­ að sætta sig við að við fáum ekki öllu breytt.

Við þurfum að bera virðingu fyrir þeim rétti fólks að geta myndað sér sjálfstæða skoðun á eigin forsendum. Frumforsenda þess að einstaklingurinn myndi sér sjálfstæða skoðun er málefnaleg umræða. Ekki gagnrýna ómálefnalega, kvarta eða dæma aðra bara fyrir það eitt að vera öðruví­si. Horfum fram hjá því­ sem okkur geðjast ekki að í­ fari annarra með góðvild og kærleika í­ huga. Þá munum við verða hæfari til að takast á við erfiðar aðstæður, vaxa og þroskast. Þá munu fleiri taka mark á okkur.

Sumir eru þannig gerðir að ekkert má vera á skjön við þeirra væntingar og vilja. Umburðarlyndi felst einnig í­ því­ að hlusta á málefnalega gagnrýni annarra. Engar skoðannir eru svo heilagar að ekki megi hreyfa við þeim. „Sá sem ekki þorir að efast verður sjálfsagt aldrei annað en þröngsýnn kreddumaður. Sá sem aldrei þorir að trúa neinu verður lí­klega stefnulaus vingull sem kemur fáu góðu til leiðar.“ þannig komst Atli Harðarson, stærðfræðikennarinn minn úr fjölbraut eitt sinn að orði. Sumir eru trúaðir á meðan aðrir efast og þurfum við að sætta okkur við þá staðreynd hvort sem okkur lí­kar betur eða verr.

í–ll þurfum við að temja okkur umburðarlyndi enda er hvort tveggja umburðarleysi og þýlindi umheiminum skaðlegir öfgar. Milljónir manna í­ heiminum þjást dag hvern vegna þessa og eru birtingarmyndirnar óheflað ofbeldi, þjáningar og dauði. Óttinn er uppspretta fordóma og umburðarleysis og ætti það því­ ekki að finnast í­ menntuðu og upplýstu samfélagi eins okkar. Til þess að losna við þennan fjanda úr í­slensku samfélagi þarf fræðslu. Nám í­ umburðarlyndi hefst á unga aldri og gegna foreldrar þar mikilvægu hlutverki sem uppalendur. Þar er ekki nóg að tala um hlutina heldur þurfum við að sýna það með aðgerðum okkar og viðhorfum.

Mikilvægast er þó að muna að ræktun umburðarlyndis hefst í­ garðinum heima. Temjum okkur þá dyggð og berum virðingu fyrir skoðunum annarra í­ málefnalegum umræðum.

Verslunarferð í­ miðborginni

Nokkuð þekkt er sagan af dönskum manni sem var á gangi í­ miðborg Reykjaví­kur upp úr 1950. Þegar hann gekk niður Laugaveginn á hann að hafa spurt: „Hvorfor bygger de ikke huse?“ Ég var svo heppinn að fá að starfa í­ tveimur af þeim húsum sem til stendur að rí­fa við Laugaveg sí­ðasta vor. Þar fékk ég að sjá með eigin augum í­ hvernig ástandi byggingarnar eru. Vægast sagt þarf að gera mikið fyrir þessi hús eigi þau að standa í­ nokkur ár í­ viðbót. Það var því­ skynsamlegt að varðveita ákveðin hús en gefa heimild til þess að rí­fa önnur lí­kt og R-listinn gerði á sí­num tí­ma.

Nú hefur nýr meirihluti í­ borgarstjórn Reykjaví­kur hafið verslunarferð sí­na í­ miðborg Reykjaví­kur og keypt Laugaveg 4 til 6. Það er mikilvægt að átta sig á því­ að í­ hvert skipti standa mun til að rí­fa hús við Laugaveginn kemur einhver til með að standa upp og mótmæla. í†tlar þá borgin undir forystu Sjálfstæðisflokksins (sem ég hélt að væri til hægriflokkur) að kaupa húsið til þess að gera það upp. Það verður því­ spennandi að fylgjast með nýjum borgarstjóra og dvergunum 7 í­ verslunarferð í­ miðborg Reykjaví­kur næstu vikur og mánuði. Hversu mörgum milljörðum af opinberu fé verður eytt í­ uppkaupin?

í framhaldinu er áhugavert að rifja upp orð þáverandi forseta borgarstjórnar, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur frá því­ í­ september 2007:

Enginn af þeim fjölmörgu sérfræðingum sem borgin leitaði til á sí­num tí­ma, bæði erlendum og innlendum, það var leitað í­ smiðju allra helstu og merkustu ráðgjafa okkar á sviði húsverndar, enginn lagði til friðun á þessum húsum. Enginn. Ég er hér með langan bunka af skjölum sem færa heim sanninn um það og sýna sögu málsins í­ orðum sem er þannig að það var enginn sem að lagði það til á sí­num tí­ma.

Það var farið í­ þessa vinnu og ég held að það hafi verið gert í­ mikilli einlægni. Það starf hófst árið 1994 þegar Guðrún ígústsdóttir, þáverandi formaður skipulagsráðs, lagði til að farið yrði í­ ákveðna húsverndaráætlun í­ Reykjaví­k. Það var gert með það að markmiði að sögufræg og merk hús fengju að standa. Sú vinna stóð í­ mörg, mörg ár og henni lauk í­ raun og veru ekki fyrr en árið 2002 þegar starfshópur undir forystu írna Þórs Sigurðssonar lagði fram tillögu um uppbyggingu við Laugaveg.

Sú tillaga náði mjög vel að mati flestra að sameina uppbyggingu og verndun. Þá var fyrir löngu búið að leggja til að þessi hús sem hér eru til umræðu, 4 og 6, yrðu fjarlægð. Stýrihópurinn gerði ekki tillögu að breytingu á því­, enda höfðu allir sérfræðingar sem höfðu að því­ verki komið, ekki lagt áherslu á þessi hús. Það er gerð í­ þessu skipulagi tillaga eða hugmynd um að kringum 50 hús njóti verndunar og þessi hús voru ekki þar á meðal.

Hanna Birna þessi vill nú æst friða húsin við Laugaveg 4 og 6. Hún greiddi hins vegar atkvæði gegn friðun húsanna á fundi borgarstjórnar þann 4. september sl. Þá er lí­ka gaman að rifja upp 12 daga gamlan pistil Þorbjargar Helgu Vigfúsdóttur þar sem hún segir m.a.: 

Eru landsmenn allir tilbúnir til að láta rí­kið greiða skaðabætur úr sjóði skattgreiðenda upp á hundruði milljóna fyrir Laugaveg 4-6?  Hvað með restina af Laugavegi og deiliskipulagið í­ heild, erum við að sjá svona farsa endurtaka sig með þeim afleiðingum að verktakar og eigendur hlaupa beint í­ aðra kosti? 

Ég hef þá tilfinningu að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins séu ekki sáttir við málefnasamning meirihlutans. Þeir eru sáttir við stólana sí­na en ekki mikið meir.

 

Voru það málefnin?

Það er kannski til marks um vinsældir hins nýja meirihluta borgarstjórnar að stuðningsyfirlýsingu Félags ungra frjálslyndra við hann er hampað. Sá félagsskapur er all sérstæður og væri hægt að skrifa um hann skemmtilega færslu. Ég set reyndar efasemdir um umboð félagsins. Er hreyfingin í­ raun og veru ungliðahreyfing Frjálslynda flokksins eða samanstendur hún aðeins af formanni félagsins sem leggst gegn félagsmiðstöðvum og „aðhyllist hófsama aðskilnaðarstefnu“? Ekki gat félagið allavega mannað sæti sí­n á þingi unga fólksins fyrr í­ vetur og voru þau ekki nema þrjú. Ég veit sí­ðan ekki til þess að flokkurinn sjálfur hafi viðurkennt hreyfinguna en hann er allavega ekki að flagga henni. Réttilega má hins vegar halda því­ fram að best sé að láta þá lí­kt og aðra öfgahópa afskiptalausa. Þar sem tilkynning frá þessu félagi hefur birst í­ fjölmiðlum er það ekki hægt lengur.

í gær lýsti félagið nefnilega yfir stuðningi við nýjan meirihluta í­ borgarstjórn Reykjaví­kur og er að mér skilst aðalástæðan sú að nýr meirihluti ætli sér ekki að einkavæða Orkuveitu Reykjaví­kur. Það er allavega ástæðan sem gefin er upp í­ ályktunni. Ég vissi ekki að það hafi staðið til hjá fyrri meirihluta en engu að sí­ður hafði formaður félagsins allt á hornum sér þegar til hans var stofnað. Af hverju kom ekki ályktun frá félaginu fyrir rúmum 100 dögum enda voru þá málefni Frjálslyndra og óháðra í­ Reykjaví­k komin á teikniborðið í­ Ráhúsinu. Nei, þann meirihluta var ekki hægt að styðja vegna þess að Margrét Sverrisdóttir, félagsmaður í­ íslandshreyfingunni kom að undirbúningi hans. Ég get mér þess til að formaður Félag ungra frjálslyndra hafi ekki vitað til þess að Ólafur F. Magnússon var lí­kt og Margrét félagi í­ íslandshreyfingunni.  

Við hjá Félagi ungra frjálslyndra horfum á málefnin fyrst og fremst og málefni Frjálslynda flokksins eru að fá brautargengi

Segir formaðurinn (sem talar að sjálfsögðu í­ nafni félagsins). Nei, félagið er ekki að horfa á málefnin. Ef svo væri hefði félagið stutt fyrri meirihluta. Núna er von til þess að Ólafur F. nái ekki að manna nefndasætin sí­n og mögulega þarf hann að leita út fyrir borgarstjórnarflokkinn. í dauðaleit að nýju fólki gæti hann haft samband við formann eina félagsins sem lýst hefur yfir stuðningi við hann. Við sjáum á morgun hversu desperat nýi borgarstjórinn er í­ leit að fólki.

Auðvitað talaði hann ensku

í Bandarí­kjunum er deilt um það hvaða tungumál eigi að nota í­ grunnskólakennslu barna af mið og suður amerí­skum uppruna. Einhverjir vilja notast við ensku á meðan aðrir telja eðlilegt að kenna börnunum á þeirra móðurmáli. Þessar deilur eru sí­ður en svo nýjar af nálinni og voru m.a. heitar á 3. áratug 20. aldar, t.d. í­ Texas. Þar rí­kti Miriam „Ma“ Ferguson sem var fyrsti kvenkyns rí­kisstjórinn í­ fylkinu og önnur konan til að gegna embætti rí­kisstjóra í­ Bandarí­kjunum. Eiginmaður hennar hafði verið rí­kisstjóri nokkrum árum fyrr en lét af embætti vegna brota í­ starfi. En aftur að Miriam sem er lí­klega þekktust fyrir orð sem hún á að hafa sagt þegar deilurnar um tungumálakennsluna stóðu sem hæst. Hún á að hafa haldið á Biblí­unni í­ annarri hendi og sagt:

If the King’s English was good enough for Jesus Christ, it’s good enough for the children of Texas

Ég veit ekki til þess að til séu nokkrar heimildir fyrir því­ að Miriam hafi sagt þessi fleygu orð. Gróu á Leiti finnst nefnilega gaman að föndra sögur um fræga fólkið og sumar verða ansi lí­fseigar. í–ll höfum við heyrt sögur af „frægum” stjórnmálamönnum, leikurum, söngvörum o.s.frv. enda er það hluti af því­ að vera til. Sagnaskemmtunin hefur tilheyrt manninum lengi og mun gera það áfram. Margar sagnanna eru reyndar svo ótrúlegar að ekki er hægt að trúa þeim. Þeim er samt sem áður haldið gangandi í­ munnmælum og er það lykilatriðið. Þeim er haldið gangandi í­ munnmælum einmitt vegna þess að um er að ræða orðróm sem oft á tí­ðum lí­till sannleikur er til í­.

í†tli stjórnmálamenn að fara leiðrétta allar þær kjaftasögur sem ganga út í­ bæ á opinberum vettvangi tæki það alla orku þeirra og tí­ma. Við hljótum að geta gert þá kröfu til annarra stjórnmálamanna að þeir viti þetta og hlaupi ekki upp til handa og fóta heyri þeir krassandi kjaftasögu. Það er því­ svo að af mörgu vitlausu sem ég hef heyrt haft eftir stjórnmálamönnum þá eru orð Miriam „Ma“ einhver þau vitlausustu. Það að skrifa bréf og krefjast þess að stjórnmálamenn leiðrétta allar þær sögur sem Gróa á Leiti hefur samið er hins vegar með því­ vitlausara sem stjórnmálamaður hefur gert.

Handboltaæðið

Nú er sá tí­mi ársins sem landinn talar um handbolta. Kannski jaðrar það við landráð að minnast þess að í­slenska handboltalandsliðið tapaði sí­ðasta „alvöru“ leik sí­num gegn því­ sænska og hafa ekki unnið þá sænsku á stórmóti sí­ðan 1961. íslendingar virðast hins vegar aðeins muna eftir sigurleiknum í­ Stokkhólmi 2006. Við í­slendingarnir hérna tókum að okkur handboltakennslu í­ kvöld fyrir nemendur frá „frumstæðum“ þjóðum sem ekki spila handbolta í­ kvöld og því­ eins gott að liðið standi sig. Að sjálfssögðu halda þessir félagar okkar allir með íslendingum.

Sofandi Vakandi

Það er alltaf merkilegt þegar minnst er á Háskólalistann í­ útgefnu efni frá Vöku eða Röskvu. Oft hafa fylkingarnar farið þá leið að láta eins og hann sé ekki til. í nýjasta Vakanda er lí­tillega imprað á þeirri spurningu hvort Háskólalistinn bjóði fram til Stúdentaráðs í­ ár og þess getið að stofnendur listans séu nú horfnir á braut. Sá sem skrifaði þetta í­ Vakanda hefur greinilega ekki verið neitt sérstaklega vakandi sí­ðustu árin eða er illa upplýstur enda hafa afskipti stofnenda Háskólalistans af starfi hans verið nánast engin þau ár sem ég hef tekið þátt í­ starfi hans. Þessa frétt hefði því­ mátt birta fyrir löngu sí­ðan.

Ceres

Danir geta rætt mjög mikið um bjór, sérstaklega þó danskan bjór. Fyrir þremur dögum birtist stutt frétt á mbl.is um lokun bjórverksmiðju Ceres í­ írósum. Lí­klega hafa fáir tekið eftir fréttinni enda skipti hún íslendinga ekki svo miklu máli. Reyndar kom ekki fram þar um 200 manns missa vinnuna en áður höfðu um 300 manns verið sagt upp í­ Óðinsvéum hjá sama vinnuveitenda. En aftur að viðbrögðunum við fréttinni sem eru talsvert öðruví­si hér enda hefur verksmiðjan staðið í­ miðborginni frá því­ 1856. Hún er því­ 152 ára gömul og er Ceres „byens í¸l”. Þannig hefur markaðssetningin á drykknum verið lengi, t.d. var þetta með fyrstu upplýsingum sem við skiptinemarnir fengum á kynningu um borgina. Það er því­ skiljanlegt að viðbrögðin hafi ekki látið á sér standa. Kannski mætti lí­kja þessu við viðbrögð Vesturbæinga ef flytja ætti KR þaðan.

í Nyhedsavisen hefur verið fjallað um þetta mál frá mörgum hliðum sí­ðustu þrjá daga, t.d. spyrja þeir sig hvort dropar frá Fjóni eða Sjálandi geti verið „byens í¸l”. Nyhedsavisen hefur hins vegar enn ekki sagt frá eignarhaldinu á Royal Unibrew sem er eigandi Ceres. Þar á FL group nefnilega rúmlega 25% hlut. Hvaða máli skiptir það? Jú Baugur á stóran hlut í­ FL Group sem og Nyhedsavisen. Spyrðust þessar fréttir út yrði það lí­klega ekki til þess að auka lestur blaðsins hér í­ borg.