Hitler býður fram

Þetta finnst mér vera einstaklega skemmtileg frétt. Sé nafnið eitthvað að flækjast fyrir Barack Hussien Obama þá ætti hann að skoða nöfn frambjóðenda í­ Meghalaya héraði á Indlandi. Þar eru m.a. í­ framboði Frankenstein Momin, Billy Kid Sangma og Adolf Lu Hitler Marak. Aðrir stjórnmálamenn frá þessu héraði heita t.d. Lenin R. Marak og Stalin L. Nagmin.

350 ára afmæli

Ég gleymdi alveg að minnast á það hér í­ gær að þá voru 350 ár liðin sí­ðan Danir töpuðu orrustunni um Skán, Halland og Blekinge. Friðrik III og Karl X Gustav undirrituðu í­ kjölfarið Hróarskeldufriðarsamkomulagið sem leitt hefur til þess að friður hefur rí­kt milli Dana og Sví­a sí­ðan þá, svona að mestu allavega. Fyrir okkur íslendinga kann þetta friðarsamkomulag að hafa haft meiri áhrif en menn halda.

Sú stutta saga sem ég segi hér hefst fyrir 350 árum, sama ár og strí­ðinu lauk. Ungum í­slenskum stúdent, Jóni Rúgman var vikið úr Hólaskóla um þetta leyti. Hann hélt til náms í­ Kaupmannahöfn með dönsku skipi en varð fyrir því­ óláni að skipinu var rænt af Sví­um. Hann kemur að landi í­ Gautaborg og komast Sví­ar að því­ að hann hefur handrit í­ fórum sí­num. Það voru því­ verðmæti í­ stráksa enda ekki á hvers manns færi að lesa handrit. Ekki var verra að eitt af þeim handritunum sem Jón var að lesa var Gautreks saga, saga fornra konunga Sví­a.

Jón kemur sem sagt að landi í­ Gautaborg en fer fljótlega til Uppsala þar sem hann vann að þýðingu á handritum yfir á sænsku. Hann ferðast m.a. til íslands til þess að verða sér úti um fleiri handrit. írið 1664 kemur Gautreks saga út í­ Sví­þjóð á sænsku og er það fyrsta útgáfan á í­slenskri bók erlendis. Á þessum tí­ma rí­kti friður á milli Sví­a og Dana eins og áður sagði en rí­kin kepptust við að sýna mátt sinn á annan hátt, m.a. í­ því­ hvort rí­kið ætti sér glæstari sögu.

íslensk handrit voru því­ ekki eingöngu vinsæl meðal Sví­a heldur söfnuðu Danir þeim einnig, enda tilheyrði ísland dönsku krúnunni. í í­slensku handritunum leyndust upplýsingar um forna konunga Norðurlandanna sem skiljanlega voru gí­furleg verðmæti. Voru það fornaldarsögurnar sem voru í­ mestum metum enda litið á þær sem sannsöguleg verk. íhuginn á íslendingasögunum var ekki svo mikill, en óhætt er að segja að hann hafi kviknað seinna og er áhugi fræðimanna og almennings hvað mestur á því­ sviði í­ dag.

Það sem maður getur lent í­

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna hefur sent fjármálaráðherra bréf sem lesa má hér að neðan. Það er aldrei að vita nema írni lendi í­ því­ að lesa bréfið og lendi þar af leiðandi í­ framhaldinu í­ því­ að sitja málfundinn sem við bendum honum á. Það væri honum að minnsta kosti mjög hollt.

 

írni Mathiesen
Fjármálaráðuneytið
Arnarhváli
150 Reykjaví­k

 

ígæti ráðherra.

Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna vill benda yður á málfund sem Lagastofnun Háskóla íslands stendur fyrir í­ hádeginu á miðvikudag. Þar stendur til að ræða í­ þaula spurninguna; ,,Hvernig á að standa að skipun dómara?”.

Samstarfsmaður yðar í­ núverandi þingmeirihluta, Lúðví­k Bergvinsson, er annar frummælenda en hinn er Eirí­kur Tómasson lagaprófessor. Má því­ búast við því­ að marga athyglisverða þætti sem snúa að skipun dómara beri á góma.

Undanfarin misseri hafa verið Sjálfstæðisflokknum erfið og hafa áhrifamenn innan flokksins í­trekað lent í­ ýmsum óþægilegum uppákomum. Það getur komið fyrir besta fólk að lenda í­ hinu og þessu, en allur er þó varinn góður og ví­tin eru til að varast þau.

Þó stjórn SUF geri sér grein fyrir því­ að ráðherrar eru upptekið fólk, hvetur stjórnin yður eindregið til að taka frá tí­ma til að mæta á þessa málstofu, en hún hefst kl. 12:15 næstkomandi miðvikudag. Með fræðslu um málefnið getið þér e.t.v komist hjá því­ að lenda aftur í­ því­ að gera tæknileg mistök, svo sem að brjóta stjórnsýslulög við skipun dómara, eins og stjórnin telur yður hafa lent í­ um daginn.

Með kveðju,

Stefán Bogi Sveinsson
Varaformaður SUF

Pamela, draugar og galdrar

Stundum væri ég til í­ að vera í­ framhaldsskóla. Væri ég til dæmis ennþá nemandi í­ FVA gæti ég mætt á miðvikudagsmorgun á fyrirlestur hjá Bjarna Harðarsyni, þingmanni með meiru. Þar fjallar hann um drauga, galdra og Pamelu Anderson. Mjög athyglisverð blanda hjá honum en áhugaverð engu að sí­ður.

Ósáttafundur

Það er fyrir löngu orðið pí­nlegt að fylgjast með pólití­sku dauðastrí­ði fyrrverandi og kannski verðandi borgarstjóra í­ Reykjaví­k. Villi særðist illa snemma í­ blóðugum bardaga innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins sem ekki sér fyrir endann á. Það hafa gefist fjölmörg tækifæri fyrir hann til þess að bakka út úr þessu öllu saman en hann kýs að halda áfram. Það er auðvitað hið besta mál, allavega fyrir pólití­ska andstæðinga hans. Megi hann sitja sem lengst og fara fram aftur.

í sáttafundum um helgina komst kostulegur borgarstjórnarflokkurinn að sömu niðurstöðu og á sáttafundum sem fram fóru fyrir hálfum mánuði sí­ðan. Að þessari niðurstöðu munu þau lí­klega einnig komast á sáttafundinum eftir hálfan mánuð. Villi situr áfram og engin óeining er innan hópsins. Einmitt. Ég held að það séu innan við tí­u manneskjur á landinu öllu sem halda því­ sí­ðarnefnda fram, þar af sjö í­ borgarstjórn Reykjaví­kur. Sex af þessum sjö eru einmitt rót vanda flokksins. Þeim sjöunda er hins vegar kennt um allt saman og verður fórnað fyrir rest.

Frostavetur í­ Valhöll

í dag hitti ég Henning Kure og fór með honum á barinn ásamt tveimur öðrum nemendum í­ norrænu deildinni hér. Jamm, ég umgengst selebb í­ útlandinu. Fáfróðir spyrja sig sjálfsagt núna, um hvern ég er eiginlega að tala. Jú, ég er að tala um höfund Valhalla bókanna, eða réttara sagt bóka 2-14. Nú nýverið skilaði hann inn handritinu að 15. bókinni sem verður sú sí­ðasta í­ röðinni. Hún kemur lí­klega út á næsta ári og fjallar m.a. um frostavetur í­ Valhöll og Freyju og brí­singamenið. Það verða tí­mamót enda hafa sögurnar haft mikil mótunaráhrif á hugmyndir ungs fólks, sérstaklega í­ Skandinaví­u um hin heiðnu goð.

Fyrstu bækurnar eru að mí­nu mati þær bestu, þá var að mestu unnið með þekktustu persónurnar úr goðafræðinni og þekktustu sögurnar. Ég held að ég fari rétt með að fyrstu þrjár hafi komið út á í­slensku en svo ekki söguna meir. Ég þekki reyndar ekki í­slensku útgáfuna, eða gæðin á þýðingunni þar sem ég hef aðeins lesið bækurnar á frummálinu. En er ekki kominn tí­mi til að þýða restina? Annars hefur verið erfitt að fá dönsku bækurnar heima, eða það var það allavega þar til ísgeir pantaði nokkur eintök í­ Bóksöluna. Það var mjög gott framtak.

Kúba Castro

 

Fljótlega get ég byrjað að segja: „Jáh, ég heimsótti Kúbu meðan Castró var og hét“. Eða nei annars, ætli ég geymi þessa setningu þar til í­ ellinni. Annars eru tí­ðindi gærdagsins af afsögn Castró eru ekki óvæntar fréttir. Ég held að flestir hafi nú búist við því­ að hann myndi segja af sér fyrr en seinna. Engu að sí­ður eru það stór frétt þegar eitt af stóru nöfnunum í­ stjórnmálasögu 20. aldar stí­gur niður af stalli sí­num. Þó fordæma megi margt í­ stjórnartí­ð hans hefur honum engu að sí­ður tekist að byggja upp rí­ki með góðri læknisþjónustu og góðu menntakerfi. Á Kúbu er meðalævilengd t.d. svipuð og í­ Danmörku og hlutfall læsra er 0,8% hærra þar en hér.

Það að heimsækja eyjuna er ógleymanleg lí­fsreynsla. Landið er gí­furlega fallegt og rí­kt af auðlindum. Þjóðarframleiðsla þar er hins vegar ekki mikil og fátæktin er mikil. Þegar spjallað er við eyjaskeggja segja þeir reyndar að þar sé enginn fátækur. Allir hafi það jafn gott. Margt er að breytast á Kúbu, m.a. með auknum straum ferðamanna. Það er eftirsótt að starfa nálægt vinsælum ferðamannastöðum enda er hægt að vinna sér þar inn á einum degi margfalt það sem gengur og gerist hjá hinu opinbera.

Eitt af því­ sem er sérstakt við Kúbu er sendiráð Bandarí­kjanna. Ég held að ég geti fullyrt að sendiráðið sé nokkuð einstakt í­ flóru sendiráðsbygginga í­ heiminum. Á toppi byggingarinnar komu Bandarí­kjamenn fyrir ljósaskilti þar sem birtast neikvæðar upplýsingar frá þeim um stjórnvöld á Kúbu. Ég veit ekki um annað sendiráð í­ heiminum þar sem slí­kt er gert. Svörtu fánarnir með hví­tu stjörnunum fyrir framan sendiráðið eru svar stjórnvalda á Kúbu við ljósaskiltinu. Þar er einn fáni fyrir hvern Kúbverja sem látist hefur í­ hryðjuverkaárásum Bandarí­kjamanna sí­ðan Castró komst til valda.

usasendirad.jpg

Lögreglubí­larnir eru lí­ka sérstakir. Hér er einn sem við mættum á leið okkar til Havana. Efnahagur landsins var í­ þokkalegu ástandi þar til Sovétrí­kin tóku að liðast í­ sundur. Bí­lakostur eyjaskeggja er því­ að uppistöðu til frá þeim tí­ma er hægt var að skipta á vörum við Sovétrí­kin.

lodulogga.jpg

Loks er hér mynd af húsi fyrrverandi iðnaðarráðherrans, Che Guevara sem er engin smá smí­ði með útsýni yfir höfnina í­ Havana.

chehus.jpg

Ósætti í­ Kosóvó

Ég hef gaman að því­ að rýna í­ þjóðernistákn. Eitt af því­ sem óhjákvæmilega fylgir áhuga mí­num á þeim er áhugi á þjóðfánum. Þjóðfáni er eitt af þeim táknum sem sameinar hóp fólks sem getur átt ólí­kan bakgrunn. Það má meir að segja gera tilraun til þess að sameina í­búa Kosóvó undir sama flaggi. Þannig er það eitt af fyrstu verkum hverrar þjóðar að velja sér fána. íbúar Kosóvó völdu fánann sem sést hér að neðan úr hópi tæplega þúsund innsendra tillagna. Hinn nýji fáni er sem sagt með sex stjörnum sem eiga að tákna ólí­kan uppruna í­búa landsins eftir því­ sem ég kemst næst og gullnu Kosóvó þar fyrir neðan. Til þess að sanna fyrir ykkur áhuga minn á fánum þá hefur Kýpur hingað til verið eina landið með útlí­nur rí­kisins á þjóðfánanum. Fáninn minnir mig hins vegar á fána Bosní­u-Herzegoví­nu og gamla fána Lýðveldisins Kongó, þ.e. þann sem var á undan núverandi fána.

Þó gerð sé tilraun til að sameina ólí­ka hópa undir flagginu eru ekki allir á eitt sáttir við það þar sem margir Albanir, sem eru 92% í­búanna, vildu fána sem minnti á þeirra uppruna, jafnvel nota fána Albaní­u. Fjölmiðlarnir sýna okkur oftast myndir af fólki úti á götu með þann fána, rauðan með svörtum tví­höfða erni annars vegar og hinn hví­ta, bláa og rauða fána Serbí­u hins vegar. Sjálfsagt verður eitthvað í­ að við sjáum fólk dansa í­ þúsunda tali með nýja fánann sem er málamiðlun og ætlaður til þess að koma til móts við minnihlutahóp Serba sem ekki sætta sig við hið nýfengna sjálfstæði.

kosovo.jpg

Ní­ðst á gamalli herraþjóð

Það sem þessir Sví­ar og Danir geta tekið upp á í­ endalausum hrepparí­g. Sem betur fer eru þessir nágrannar hættir að slást á sveitaböllum, eða úr því­ hefur allavega dregið mjög á seinni árum. í fyrra deildu frændurnir um það hvort Kaupmannahöfn eða Stokkhólmur væru höfuðborg Skandí­naví­u og í­ ár þráttað um húsgögn. Danir ásaka nágranna sí­na um að beita sig andlegu ofbeldi og jafnvel tala þeir um nútí­ma hryðjuverk. Og hvað er það sem er svona hræðilegt? Jú, nafngiftir IKEA. Nöfn á framleiðsluvörum IKEA eru ákveðin af Sví­um, bara Sví­um og má vera að einhver fámenn klí­ka í­ húsgagnanafnanefndinni hafi gaman að því­ að ní­ðast á Dönum. Þeim sí­ðarnefndu sví­ður nefnilega að horfa upp á glæsilegri húsgögn nefnd eftir stöðum í­ Sví­þjóð, Noregi og Finnlandi, s.s. þægindasófa og stóla. Og hvað fá Danir? Jú þeir fá klósettsetur, gólfmottur og gólfundirlag.