Bölspár og seðlagengi

Fyrir um hálfum mánuði sí­ðan birti Viðskiptablaðið frétt þar sem því­ var spá að gengi evrunnar færi í­ 140 krónur fyrir árslok. Sérfræðingurinn sem rætt var við nefndi m.a. gjalddaga krónubréfa sem að falla í­ október. Nú, hálfum mánuði seinna virðist stefna í­ að evran fari í­ 150 krónur áður en vikan er öll. Það versta við þetta er að Seðlabankinn og rí­kisstjórnin höfðu heimild til þess að taka erlent lán sem jafnvel hefði mildað fall krónunnar og styrkt trúna á fjármálakerfið en seinagangurinn og aðgerðaleysið í­ sumar er nú að koma landsmönnum í­ koll.

Annað sem ég hef tekið eftir að fólk er að velta fyrir sér er munur á gengisskráningu í­ fjölmiðlum og bönkunum. Þegar rætt er um gengi krónunnar er vert að hafa í­ huga að í­ fjölmiðlum er ávalt miðað við almennt gengi nema annað sé tekið fram. Þegar einstaklingurinn fer út í­ banka og kaupir sér evru kaupir hann hana á seðlagengi hvers banka sem er mun hærra. Þannig er almenna gengið á evrunni í­ sölu 146,69 krónur þegar þetta er skrifað en seðlagengið í­ Landsbankanum t.d. 149,91 krónur.

Orð dagsins er stöðugleiki

„Tilgangurinn með þessari aðgerð er að tryggja stöðugleika í­ fjármálakerfinu“ segir í­ tilkynningu frá Forsætisráðuneytinu og viðskiptaráðherra segir að verið sé að „verja fjármálalegan stöðugleika“ með aðgerðum morgunsins. Nú spyr ég eins og fáví­s maður hvort ekki þurfi að ná stöðugleika fyrst áður en hægt verði að tryggja hann eða verja?

Verðbólgan nálgast nú 15%, stýrivextir seðlabankans eru þeir hæstu á Vesturlöndum, fjárlögin gerðu ráð fyrir 20% útgjaldaaukningu árið 2008 frá fyrra ári, gengisví­sitalan hefur hækkað um tugi prósenta á stuttum tí­ma, verðtryggð lán almennings rjúka upp, fasteignir falla í­ verði, fréttir berast af fjöldauppsögnum fyrirtækja og bankar hafa verið að taka yfir aðra bankastofnanir vegna fjármagnsskorts svo eitthvað sé nefnt. Ef þetta er stöðugleikinn sem ráðherrar rí­kisstjórnarinnar sækjast eftir þá ættu þeir að fletta hugtakinu upp í­ orðabók.

Hafliði

Ég á það til að fara á hlaupabrettið í­ ræktinni upp úr hádegi á sunnudögum þegar Silfur Egils er í­ Sjónvarpinu. í dag vildi svo til að ég var næstum því­ búinn að slökkva á Agli þegar ég sá þrjá framsóknarmenn í­ sama settinu. Ég var sérstaklega ánægður með að sjá Hafliða Jósteinssson skamma rí­kisstjórnarflokkanna sem virðast ekki vita í­ hvorn fótinn þeir eiga að stí­ga í­ dag frekar en fyrri daginn. Góður framsóknarmaður hafði það eitt sinn á orði um Hafliða að frambjóðendur flokksins ættu að hafa hann á speed dial í­ kosningabaráttu og helst hringja í­ hann á hverjum morgni til þess að fá stutta peppræðu. Hann var frábær í­ dag rétt eins og sí­ðasta vor þegar hann kom fram í­ sama þætti. Ég trú ekki örðu en að hann eigi eftir að birtast oftar á skjánum í­ vetur.

Ráðherrann og kosningastjórinn

Kristján Möller mætti í­ drottningarviðtal í­ Kastljósinu í­ kvöld. Það hefur færst mjög í­ vöxt á undanförnum árum að stjórnmálamenn fari í­ slí­k viðtöl þar sem enginn pólití­skur andstæðingur er til staðar í­ settinu. íbyrgð spyrilsins er því­ meiri en ella og þarf hann að vera aðgangsharður og óvéfengjanlegur. Kastljósið tók því­ stórann séns í­ kvöld þegar fyrrverandi kosningastjóra Kristjáns var stillt upp sem spyrli á móti honum. Kosningastjórinn fyrrverandi stóð sig þrátt fyrir fyrri störf ágætlega og þjarmaði oft vel að ráðherranum sem komst ekki upp með neitt múður. Engu að sí­ður hefði ég sem ritstjóri þáttarins sett annan spyril í­ verkefnið  vegna þeirra augljósu tengsla sem eru á milli strákanna.

Við þetta má bæta að ef orðið drottningarviðtal er googlað kemur upp photoshoppuð mynd af Guðlaugi Þór sem birtist á heimasí­ðu þingflokksformanns VG. íhugi í–gmundar á að photoshoppa Gulla er því­ ekki nýtilkominn þar sem þessi mynd birtist í­ byrjun mars.

Kreppa í­ boltanum

Aðalstuðningsaðilar ensku fótboltaklúbbanna virðast annað hvort vera farnir á hausinn eða róa lí­fróður. XL Airways sem auglýsti á búningum West Ham fór t.d. á hausinn í­ sí­ðustu viku og nú óttast margir að tryggingafélagið AIG, aðalstuðningsaðili Man Utd sé að rúlla yfir um. Annars sá ég engann í­ United treyju í­ ræktinni í­ dag sem er nokkuð sérstakt þar sem aðdáendur þess klúbbs eru yfirleitt ófeimnir við að flagga stuðningi sí­num. í†tli það sé einhver sérstök ástæða fyrir því­ að menn klæddust ekki treyjunum í­ dag?

Húsin í­ söguhéraðinu

Sá tí­mi tí­mi sem mál veltast um í­ stjórnkerfum sveitarfélaganna er misjafn, allt frá nokkrum dögum upp í­ áratugi. Ég get t.d. sagt frá því­ að merkingar sögustaða í­ Borgarnesi voru til umræðu þegar pabbi sat í­ hreppsnefnd Borgarneshrepps á 7. og 8. áratugnum. Þegar ég settist í­ menningarmálanefnd gömlu Borgarbyggðar á sí­ðasta kjörtí­mabili voru merkingar sögustaða enn til umræðu og lí­tið hafði málið þokast lí­tið fram á við á 20 árum. Við sem sátum í­ nefndinni þetta kjörtí­mabil vorum öll á því­ að nú þyrfti að koma hlutunum í­ verk en fjármagnið skorti. Það var ekki fyrr en ákveðið var að koma á fót Landnámssetri í­ Borgarnesi að nokkrir sögustaðir Eglu voru merktir. Stórt og ánægjulegt skref þó fleiri staði hefði mátt merkja.

Eitt af þeim málum sem ég talaði sjálfur mikið fyrir var að ráðast í­ merkingar á eldri húsum og eyðibýlum í­ sveitarfélaginu. Þessi hugmynd er fengin frá Skagfirðingum sem samræmt hafa merkingar á eldri húsum og sést það t.d. ef ekið er um Sauðárkrók. Nú lí­tur út fyrir að ráðist verði í­ átak í­ merkingu húsa sem byggð voru fyrir 1950 og eyðibýla í­ Borgarbyggð. Þessu fagna ég að sjálfsögðu. Sí­fellt fleiri eru að átta sig á því­ að vilji Borgarbyggð kalla sig söguhérað þarf sagan að vera sýnileg þeim sem þangað koma í­ heimsókn.

Krónan og námsmenn erlendis

Ég er ánægður með Birki Jón þessa dagana. Hann spyr menntamálaráðherra hvort rí­kið hyggist koma til móts við þá námsmenn erlendis sem orðið hafa fyrir barðinu á gengishruni í­slensku krónunnar. Ég fékk að kynnast því­ lí­tillega sí­ðasta vetur á eigin skinni hvernig krónan fer með námsmenn sem hafa tekjur í­ í­slenskum krónum en þurfa að lifa á dönskum. Þannig var danska krónan í­ rétt rúmum 12 krónum í­slenskum þegar ég fór út en fór upp í­ 16,5 á meðan ég var úti. í stað þess að borga rúmlega 35 þúsund krónur í­ leigu fyrir herbergið mitt á mánuði þurfti ég að borga 50 þúsund í­slenskar svo eitthvað sé nefnt.

í verstu stöðunni eru þeir staddir sem fá lánsloforð frá LíN að hausti og taka yfirdráttarlán í­ bankanum út á það. Loforðið er reiknað út í­ mynt námslands miðað við gengi í­ byrjun annar. Lánið frá LíN er hins vegar greitt út miðað við gengi gjaldmiðils eftir að önninni lýkur. Krónan hækkaði gagnvart öðrum gjaldmiðlum sí­ðasta vor og stórtöpuðu námsmenn erlendis á því­. SíNE hefur hvatt bankana til að bjóða upp á yfirdráttarlán á gjaldeyrisreikningum. Það er ekki vitlaus hugmynd enda er gengisáhættan þá úr sögunni, vextir eru lægri en á yfirdrætti í­ í­slenskum krónum og kostnaðurinn við sí­mgreiðslur eru minni.

Gunnarsstaðabóndi í­ klemmu

Bændur eru ósáttir með það verð sem þeir fá frá afurðastöðunum og skil ég þá vel. Á meðan verð á afurðum hækkar ekki í­ takt við verð á aðföngum skerðast kjör þeirra. Það er örugglega óþægileg staða fyrir Jóhannes Sigfússon að gegna formennsku í­ Landssamtökum sauðfjárbænda og fara fram á að afurðastöðvar hækki verð til bænda að lágmarki um 27 prósent. Á sama tí­ma er Jóhannes stjórnarformaður Fjallalambs sem hækkar afurðaverðið til bænda um 18 prósent.

Annars fær Fanný hamingjuóskir dagsins. Hún er orðin forseti NCF sem eru samtök ungliðahreyfinga miðjuflokka á Norðurlöndunum fyrst í­slenskra kvenna. Hennar bí­ða mörg erfið verkefni næsta árið en hún hefur kraftinn og viljann sem þarf til þess að til þess að leysa þau farsællega. Ég var því­ miður ekki vitni af kosningunni í­ Osló um helgina þar sem ég var staddur í­ Skagafirði sem var ekki sí­ður gaman.