í–ldungaráðið

Eirí­kur Guðmundsson er með betri pistlahöfundum landsins. í vikunni flutti hann pistil á Rás 1 sem hann kallaði í–ldungaráðið og fjallaði þar um nýleg afskipti Daví­ðs Oddssonar, Jóns Baldvins Hannibalssonar og Ólafs Ragnars Grí­mssonar af í­slenskum stjórnmálum. Mér finnst hann hitta naglann það skemmtilega á höfuðið að hann verðskuldi að vakin sé athygli á pistlinum á þessari sí­ðu minni. Hann segir m.a.

…nú er svo komið að þjóðin sameinast ekki um annað en eitt: einhvers konar andúð á einum manni, sem neitar að hætta í­ vinnunni sinni, þótt búið sé að reka hann. Sameingartákn þjóðarinnar er maður sem neitar að standa upp úr stólnum sí­num, við höfum hér annan mann í­ hárri stöðu sem hefur ekki við að leiðrétta skrif erlendra blaðamanna, sá þriðji, er afgamall orðinn en með fiðring og vill ólmur verða forsætisráðherra, að minnsta kosti formaður í­ flokki.

ífram heldur hann og segir seinna í­ pistlinum.

…við erum enn að fást við þessa gömlu herra, sem sigldu með hatta út í­ Viðey fyrir löngu, og virðast halda að þeir séu hitt og þetta; við erum enn að fást við Alþýðubandalagsmann sem breyttist í­ fursta, manninn sem innleiddi frjálshyggjuna á íslandi, og náungann sem heldur að hann sé til skiptis De Gaulle og Deng Sjeo Ping!

Hann afgreiðir sí­ðan drauma Jóns Baldvins um formannsembættið í­ Samfylkingunni þegar hann segir…

Jón Baldvin sagðist um helgina ekkert vera gamall miðað við marga aðra – og það er rétt, hjá Jóni! ég hef séð eldri menn en þá Jón Baldvin, Ólaf Ragnar og Daví­ð Oddsson. En enginn þessara gömlu manna hélt að hann væri De Gaulle, Adenauer eða Deng sjeo ping, ekki einu sinni í­ hinsta óráðinu!

Pistilinn í­ heild sinni má lesa hér en þeir sem vilja hlusta á Eirí­k flytja pistilinn ættu að smella hér.

Fréttablaðið auglýsir ví­sindaferðir

Það er mikið ánægjuefni að Fréttablaðið hefur nú tekið upp á því­ að auglýsa ví­sindaferðir fyrir háskólanema. Ég býst fastlega við því­ að þessum umfjöllunum eigi eftir að fjölga hratt enda eru ófáar ví­sindaferðirnar farnar um hverja helgi. Það hefði t.d. verið skemmtilegt ef Fréttablaðið hefði verið byrjað á þessu þegar þjóðfræðinemar fóru í­ Heimilisiðnaðarfélagið eða á írbæjarsafn fyrr á þessu ári.

Stjórn LíN sparkað þegar skipunartí­minn var runninn út

Ég hef miklar mætur á Katrí­nu Jakobsdóttur og eru fáir þingmenn sem eiga betur heima í­ menntamálaráðuneytinu en einmitt hún. Það er t.d. gleðiefni að hún leyfi Gunnari I. Birgissyni ekki að halda áfram sem formanni stjórnar LíN. Þar hefur hann setið frá því­ á sí­ðustu öld og ætti fyrir löngu að vera farinn frá. Það er hins vegar ofsögum sagt að Katrí­n hafi rekið Gunnar eða vikið honum frá. Skipunartí­mi fulltrúa menntamála- og fjármálaráðherra í­ stjórn LíN er takmarkaður við embættistí­ma ráðherra. Þannig var skipunartí­mi stjórnarinnar runninn út og það þurfti því­ að skipa í­ stjórn sjóðsins upp á nýtt. Það er eðlilegt er að ráðherrann skipi það fólk sem hún treystir best í­ stjórnina og Gunnar var klárlega ekki í­ þeim hópi. Það hljómar hins vegar mikið betur í­ eyrum þeirra sem vilja ráðast í­ hreingerningu í­ stjórnkerfinu að Gunnari hafi einfaldlega verið sparkað og því­ er kannski eðlilegt að reynt sé að matreiða fréttina þannig.

Til hjálpar skuldurum

Þingflokkur framsóknarmanna lagði fram frumvarp til laga um greiðsluaðlögun fyrir viku sí­ðan. Sjálfstæðismenn ætla að leggja fram svipað frumvarp þegar þing kemur saman sem og rí­kisstjórnarflokkarnir. Málið ætti því­ að fljúga í­ gegn um þingið og vera orðið að lögum fljótlega. Það er hið besta mál þar sem lögunum er ætlað að hjálpa einstaklingum sem eiga í­ alvarlegum greiðsluerfiðleikum og það fjölgar í­ þeim hóp á hverjum degi. Þess má geta að ísland er í­ dag eina norræna rí­kið sem ekki hefur slí­k lög.