Ekki er allt sem sýnist… á Alþingi

Það hefur verið áhugavert að fylgjast með Alþingi í­ dag enda tvö stór mál á dagskrá. Dagurinn hefur að mestu farið í­ umræður um mögulega umsókn að Evrópusambandinu. Ég er hlynntur megin tilgangi tillögunnar, þ.e. að sækja um aðild að Evrópusambandinu. ímislegt vantar þó inn í­ tillögu rí­kisstjórnarinnar til þess að ég gæti stutt hana sæti ég á þingi enda vantar allar forsendur fyrir tillögunni í­ greinagerðinni. Nú ætti það ekki að koma nokkrum manni á óvart en mér lí­st mikið betur á þá tillögu sem Sigmundur Daví­ð er fyrsti flutningsmaður að. Þar er gert ráð fyrir að utanrí­kisnefnd þingsins komi sér saman um feril umsóknar áður en við ákveðum að senda inn aðildarumsókn. Þeirri vinnu ætti að vera lokið í­ sí­ðasta lagi í­ lok ágúst. Vinni nefndin vel gæti vinnunni verið lokið fyrr, mögulega á meðan þetta þing er starfandi. Annars vantar helst þessi atriði inn í­ ályktun stjórnarinnar til þess að það gæti fengið mitt atkvæði:

  • Hvernig valið verður í­ samninganefndina?
  • Hverju þarf að breyta í­ stjórnarskránni og hvenær ef við samþykkjum samning?
  • Hver er kostnaður við umsóknina?
  • Hvernig upplýsingagjöf til almennings verður háttað á meðan aðildarviðræður eru í­ gangi?
  • Hvernig verður opinberum stuðningi háttað við kynningu á samningnum?
  • Hvernig verður staðið að þjóðaratkvæðagreiðslu?
  • Hvernig verður aðkomu Alþingis háttað á meðan samningaviðræður eru í­ gangi?

Ég held að þetta séu atriði sem flestir ættu að geta sætt sig við að séu inn í­ greinagerð þingsályktunartillögu sem gerir ráð fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Með því­ að vanda til verka tryggjum við breiðari stuðning við aðildarumsókn sem skilar sér vonandi í­ betri samningi.

Hitt málið sem rætt hefur verið á Alþingi er tillaga rí­kisstjórnarinnar um hækkun á olí­u-, bifreiða- og kí­lómetragjaldi, vörugjöldum af ökutækjum, eldsneyti o.fl. auk gjalds af áfengi og tóbaki. Frumvarpið er hluti af bútasaumsteppi stjórnarinnar sem nánast enginn veit nákvæmlega hvernig á að lí­ta út. Það vita fáir hvernig loka eigi fjárlagagatinu og þeir sem vita það vilja ekki segja okkur hinum það. Nú gildir ekki lengur slagorð vinstri grænna um að „segja fyrir kosningar hvað eigi að gera eftir kosningar“. Fjárlagagatið er samt stóra mál sumarþingsins.

Eins og staðan er í­ efnahagsmálum landsmanna í­ dag er ekki skynsamlegt að hækka þessa tilteknu skatta. Þeir fara beint út í­ verðlagið og valda 0,5% hækkun á ví­sitölu neysluverðs sem aftur leiðir til hlutfallslegrar hækkunar á höfuðstóli verðtryggðra lána. Sú hækkun kemur verst niður á fjölskyldum og fyrirtækjum sem hafa mátt þola nóg til þessa. Samtals hækka lán fjölskyldna og fyrirtækja um 8 milljarða til þess að rí­kissjóður geti orðið sér úti um 2,7 milljarða viðbótartekjur.

Við skulum lí­ka hafa það í­ huga að með hækkun á olí­u- bifreiða- og kí­lmetragjaldi auk vörugjalda af ökutækjum og eldsneyti versna rekstrarskilyrði fyrirtækja, smærri og stærri, m.a. í­ ferðaþjónustu á landsbyggðinni þar sem mörg fyrirtæki standa á brauðfótum eins og reyndar annarsstaðar. í þessu tilfelli koma rútufyrirtækin sérstaklega illa út. Þingmenn hafa verið duglegir að benda á að ferðaþjónustan komi til með að bjarga okkur í­ sumar. Það kemur hún ekki til með að gera ef við ætlum að skattleggja hana í­ hel.

Nú hljóta menn að sjá hversu skynsamlegt það hefði verið að ráðast nauðsynlega leiðréttingu á höfuðstóli lána strax í­ febrúar þegar framsóknarmenn lögðu það til.

Stóra herbergismálið

Hafið þið tekið eftir því­ að það er ekki þingfundur í­ dag? Hafið þið tekið eftir því­ hvaða mál rí­kisstjórnin lagði mesta áherslu fyrsta „alvöru“ starfsdag þingsins? Lí­klega ekki þar sem spunavélar rí­kisstjórnarflokkanna hafa lagt á það mesta áherslu að ræða um grænt herbergi á fyrstu hæð þinghússins, lí­klega til þess að bægja athyglinni frá eigin verkleysi. Eins og svo oft áður er aðeins hálfur sannleikurinn sagður. Látið er lí­ta út eins og þingmenn framsóknarmanna hafi gerst hústökumenn eða réttara sagt herbergistökumenn. Þess er ekki getið að samkomulag náðist í­ þessu máli í­ sí­ðustu viku á þinginu. Þingflokkur VG fær stærra herbergi ská á móti græna herberginu með gluggasýn að Austurvelli. Framsóknarmenn funda í­ herberginu með dómkirkjuna sjáanlega út um gluggana.

Mál þetta snýst ekki um hefðir og venjur. Það snýst fyrst og fremst um aðbúnað þingmanna. Þingmenn VG eiga ekki að þurfa funda í­ allt of litlu, loftlausu herbergi. Það eiga þingmenn framsóknarmanna ekki heldur að þurfa að gera. Það þingflokksherbergi sem VG er í­ núna tekur 11 manns í­ sæti. Það segir sig sjálft að 14 manna þingflokkur getur ekki starfað í­ því­ rými enda sitja fleiri þingflokksfundi en þingmenn. Þangað koma lí­ka gestir. Þingflokksfundi framsóknarmanna sitja t.d. 9 þingmenn, 3 starfsmenn og 2 fulltrúar SUF og LFK. Þetta gera 14 manns sem sitja alla fundi auk gesta sem eru boðaðir á fundi reglulega. Það segir sig sjálft að fyrst 14 vinstri græn komast ekki fyrir í­ 11 sæta þingflokksherbergi, þá gera 14 framsóknarmenn það ekki heldur.

Sí­ðan má lí­ka spyrja sig hvers vegna fjölmiðlar fjalli ekki um þá afstöðu þingmanna vinstri grænna að neita að flytja skrifstofuaðstöðu sí­na í­ hús við Aðalstræti eins og skrifstofustjóri Alþingis hafði ákveðið?

Lög stjórnmálaflokka

Blessunarlega sendu stjórnmálaflokkarnir ekki frá sér neinar „opinberar“ tónsmí­ðar fyrir kosningarnar í­ ár. Þetta segi ég þó svo ég beri mikla virðingu fyrir þeim sem leggja það á sig að semja stuðningsmannalög. Það er bara svo miklu skemmtilegra þegar þetta er sjálfsprottið. Þannig sýnist mér sem eldheitir stuðningsmenn VG og Framsóknar hafi samið lög í­ tengslum við skemmtanir hjá flokkunum í­ ár.

Þar sem ég er haldinn söfnunaráráttu á ýmsum sviðum, m.a. lögum stjórnmálaflokka þá finnst mér rétt að taka saman eldri lög sem ég hef undir höndum og fundust við fornleifauppgröft á tölvunni minni. Lumi einhver á lagi sem ég birti ekki hér þá má hinn sami endilega senda mér eintak og ég verð ævinlega þakklátur viðkomandi.

Um næstu helgi fer fram Eurovison. Þessa vikuna stendur hins vegar yfir hjá mér keppni um besta lag stjórnmálaflokks, þ.e.a.s. ef einhver nennir að hlusta og greiða atkvæði. Ég tek við atkvæðum í­ kommentakerfinu, á Facebook, í­ eigin persónu o.s.frv.. Kannski er rétt að taka fram að þið hlustið á lögin á eigin ábyrgð. Þessi tilkynning á sérstaklega við um lag Sjálfstæðismanna á ísafirði frá 2006, án þess þó að ég sé með áróður í­ gangi.

2009
VG: Við viljum vera eins og Svandí­s Sva / SUS – Söngsveitin Ugla og Saga
Framsókn: Óður til Framsóknar / Björnsdætur

2007
Framsókn: írangur áfram – Ekkert stopp / Magnús Stefánsson o.fl.
Samfylkingin: Vantar nafn á lagi / Róbert Marshal og Guðmundur Steingrí­msson

2006
Sjálfstæðisflokkurinn: Vantar nafn á lagi / Frambjóðendur í­ ísafjarðarbæ

2003
Framsókn: XB ást / Litrí­kir postular

1999
Framsókn: Framsóknarsamba / ísólfur Gylfi Pálmason

í†tli það sé ekki upplagt að tilkynna um sigurvegara í­ Eurovisionpartýi SUF á laugardaginn sem að mér skilst frá hlutlausum aðilum, verði það besta í­ bænum.