DV skreytir sig með stolnum fjöðrum

Íþróttaopna DV í dag er ansi merkileg. Þar er samantekt um „fýlupúka“ úr enska boltanum sem hafa þvingað fram sölu á sér til annara liða. Í inngangi að samantektinni er gerð grein fyrir því að hugmyndin hafi kviknað vegna krafna Charles N’Zogbia og Hatem Ben Arfa um að fá að verða seldir og leiðinda í þeim vegna þess. Mér fannst ég nú eitthvað kannast við þetta allt saman sem er kannski ekkert skrýtið því að ég var nýbúinn að skoða þetta hérna.

Nú er svosem ekkert að því að íslenskir fjölmiðlar taki efni frá öðrum miðlum og þýði og birti fyrir lesendur sína. En í þessu tilfelli er því haldið fram að DV sjálft hafi gert þessa samantekt og manni á greinilega að finnast þeir rosalega sniðugir og duglegir. Greinin er ekki merkt neinum blaðamanni og því algjörlega á ábyrgð ritstjórnar DV. Sem heldur áfram að eiga virkilega góða viku.

Laxveiðitölur – meðaltal á stöng.

Það hefur lengi farið í taugarnar á mér að í uppgefnum laxveiðitölum t.d. á textavarpinu og á angling.is er aldrei gefið upp meðaltal á hverja stöng sem leyfð er í viðkomandi á. Mér finnst þetta óskiljanlegt þar sem að það er miklu betri mælikvarði á veiðina heldur en slétt heildartala laxa. Þar sem ég þarf að drepa tíma í skólaferðinni sem ég er í á Akureyri ákvað ég að setja þetta upp í töflu og reikna út meðaltalið á stöng. Ég notaðist við tölurnar frá angling.is og ætla að reyna að muna að uppfæra þetta einu sinni í viku. Hér eru herlegheitin.

Mannhaf (PAW)

Tugþúsundir mættu á Gay Pride í ár eins og alltaf. Mér finnst frábært hvað þessi viðburður er orðin eðlilegur hluti af menningarlífi Íslendinga. Það er langt í frá sjálfgefið að nærri því þriðjungur þjóðar mæti í samstöðu og gleðigöngur

Mynd-á-viku mynd númer 32. Allar myndirnar hingað til eru hér.