SÍS í skrýtum leik

Enn er deilt um hvort að leiðbeinendur megi ganga í störf leikskólakennara í yfirvofandi verkfalli. Þetta er furðuleg deila, svo furðuleg að ég er ekki ennþá viss um að SÍS ætli raunverulega að láta á þetta reyna. Mig grunar að þetta sé fyrst og fremst taktík, að takmarkið sé að gera leikskólakennara að vonda fólkinu sem stendur í vegi fyrir því að leikskólar geti – löglega – tekið við börnum þrátt fyrir verkfall. Leikskólakennarar versus fjölskyldurnar.

En þetta er fáránleg pæling. Hverjum dettur í hug að þegar fagstétt leggur niður vinnu geti vinnuveitandinn leyst málið með því að láta ófaglærða einfaldlega ganga í störfin? Sér einhver fyrir sér að ef að sjúkraliðar færu í verkfall gætu ófaglærðir starfsmenn, eins og finnast á fjölmörgum hjúkrunarstofnunum, einfaldlega leyst þá af á meðan? Svona í alvöru?

Framkoma SÍS er pólitíkusunum sem þar ráða ríkjum ekki til framdráttar.