Greinasafn fyrir flokkinn: Punktar

Punktar

Punktar

Stundum finnst mér voðalega gott að setja niður blogg sem eru bara nokkrir frekar samhengislausir punktar sem verða kannski seinna að alvöru bloggfærslum.

 • Stjórnunarfræðin sem ég hef lært í MA náminu eru áhugaverð. Eitt af því sem mér finnst áhugaverðast er að dágóður partur af þessu er eitthvað sem mér finnst í rauninni common sens. Það er t.d. nokkuð augljóst að til þess að breytingar gangi vel þarf starfsfólkið að vera með í för. Það þarf að sjá tilganginn með breytingunni og sjá kostina fram yfir gamla dótið. En það sem er svo ennþá áhugaverðara er að maður er alltaf að heyra af stjórnendum sem virðast ekki átta sig á hlutunum sem manni sjálfum finnst einfaldastir
 • Ég var að undirbúa mig fyrir foreldraviðtöl í leikskólanum í dag og skrifa niður nokkur atriði um börnin í hópnum mínum. Ég áttaði mig þá á því hvað ég er í rauninni með frábærum börnum á hverjum degi. Það er gaman.
 • Fred Phelps er dáinn. Það er ljótt að segja það en só bí itt: Farið hefur fé betra. Hann stóð fyrir hatur og fordóma og gerði virkilega ógeðslega hluti.
 • Ég hef staðið mig að því undanfarið að verða fyrir smá vonbrigðum þegar stórir sjónvarpsviðburðir eiga sér stað og ég er ekki í aðstöðu til að hanga á twitter. Seinni undanúrslitakvöldið og svo úrslitakvöldið í Söngvakeppninni um daginn er tvö góð dæmi. Það er fátt skemmtilegra en að gera smá grín á twitter þegar svona er í gangi.
 • Lokarannsóknin mín heldur áfram að formast í hausnum á mér, með aðstoð frábærra leiðbeinenda. Ég held að þetta verði ákaflega áhugaverð vinna.
 • Ég tók þátt í að dæma páskabjórana fyrir ákveðin fjölmiðil í gær (kemur í ljós um helgina). Það var mjög skemmtilegt. Ég rakst enn og aftur á það hvað smekkur fólks er ólíkur þegar kemur að bjór. Þarna var fólk með ólíkan bakgrunn og þekkingu á bjór og ég er nokkuð viss um að niðurstöðurnar hefðu orðið aðrar ef eintómir bjórnördar hefðu tekið þátt. En þá hefði væntanlega ekki verið dæmt á sömu forsendum heldur og almennir neytendur kannski ekki mikið grætt á niðurstöðunum.
 • Pústið í bílnum er farið aftur. Sennilega það sama og síðast, þ.e. að rörið hefur farið af alveg við hljóðkútinn. Hjörtur vinur ætla að kíkja á þetta með mér. Það er gott að eiga einn Hjört.
 • Í staðinn ætla ég að taka myndir í brúðkaupsveislunni hans og Valdísar í sumar. Nú er ég kominn með almennilegt flass á stóru vélina og ætla að bæta við mig diffuser fyrir veisluna. Þá verð ég held ég bara góður. Gríp litla krílið með líka.
 • Eva bauð mér á Ali Baba eftir bjórdómgæsluna í gær. Það er fínn matur. Svona staðir eru á hverju horni í Gautaborg þar sem ég kíkti til títtnefnds Hjartar í heimsókn 2012. Mér finnst það mjög sjarmerandi að geta gengið inn á svona litla og ágæta matsölustaði í íbúðarhverfum, þetta er eitthvað sem vantar mikið til hér. Ég bý sjálfur reyndar í næstu götu fyrir ofan Nýbýlaveg þannig að ég get svosem ekki kvartað sjálfur en Dominos og American Style er kannski ekki alveg sama dótið.
 • Á morgun er föstudagur. Einhvern veginn er maður ekki alveg jafn spenntur fyrir helgunum þegar maður veit að þær fara meira og minna í lærdóm. En það stefnir reyndar í vinahitting og spil líka. Það er eitthvað til að hlakka til.

Þjófstartað – punktablogg

Hér birtist áðan pistill sem átti ekki að birtast strax. Ég tók hann út af því að honum er ætlað að birtast á öðrum vettvangi áður en hann birtist hér. Það er semsagt ekki um neina ritskoðun að ræða heldur einfaldan klaufaskap i sjálfum mér því ég hafði steingleymt að breyta birtingaráætluninni sem ég var búinn að stilla pistilinn á.

En fyrst ég er byrjaður að skrifa, hvað með smá punktablogg?

 • Væri í alvörunni til of mikils mælst að Stöð2Sport2 sýndi þeim sem punga út fyrir áskrift þá virðingu að láta auglýsingahlé ekki ná fram yfir byrjun leikja? Nú er í gangi fimmta umferð þessa tímabils í ensku deildinni og nú þegar hefur þetta gerst í fjórum leikjum svo ég viti til
 • Þessi pistill Davíðs Þórs. Ég skil alveg hvað Davíð er að fara en mér finnst hann fremja Sannan skota að einhverju leyti. Og svo finnst mér óskiljanlegt að bendla siðrænan húmanisma við voðaverk kommúnista gegn trúuðu fólki. Ég veit ekki til þess að siðrænn húmanismi hafi verið yfirskrift þeirrar hugmyndafræði sem þar réði ferðinni.
 • Nú er verið að rifja upp gamla frétt þar sem Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson höfðu mælt með aðildarviðræðum við ESB. Ég skil ekki hverju svona á að skila. Þetta er aðferðafræði úr smiðju AMX og Andríkis. Og trúið mér, ef það á virkilega að fara út í svona æfingar þá vinna þeir því að þeir hafa fullkomnað þessa aðferð í gegnum tíðina. Svo finnst mér það eiginlega bara ekkert fréttnæmt að stjórnmálamaður hafi þá skoðun sem helst hentar hverju sinni.
 • Ég á Aygo, sem er mjög sparneytinn bíll. Samt er ég strax farinn að sjá hverju það munar fyrir mig í bensíneyðslu að þurfa ekki að keyra inn í hafnarfjörð 3-4 sinnum í viku eins og seinustu fjögur ár. Enn einn kosturinn við það að útskrifast.
 • Ég er búinn að taka mjög mikið af myndum undanfarið en nánast bara fyrir leikskólann. Sem þýðir að ég get ekki birt myndirnar opinberlega. Ég þarf að fara að taka meira af myndum fyrir sjálfan mig.
 • Og hey! Haustlitir.
 • Æi ohh, stormur.
Ég held að ég láti þetta nægja í bili.

Hugmynd að góðri helgi

Hlutir sem ég ætla EKKI að gera um helgina

 • Hugsa um Icesave
 • Hugsa um Haga, 1998, Jón Ásgeir eða bara eitthvað sem tengist afskriftum skulda
 • Hanga inni of mikið
 • Vakna of snemma
 • Vakna of seint
 • Læra of lítið og fá samviskubit á mánudaginn
 • Eyða heilum degi í óminnishegrann

Hlutir sem ég ÆTLA að gera um helgina

 • Lesa um bernskulæsi og barnabókmenntir
 • Vinna í ritgerð um áðurnefnd efni (fyrst og fremst læsið þó)
 • Fara út að taka myndir
 • Fara í ræktina
 • Horfa á fótbolta
 • Smakka fleiri jólabjóra
 • Kverúlantast á internetinu

Nokkuð viss um að þetta verður bara fínasta helgi.

Hins- og þessvegin punktar

 • Ráðherrar og aðstoðarmenn þeirra virðast vera með ca. 45.000 kall í dagpeninga í utanlandsferðum
 • Ég fann bleika gítarnögl í gær sem er svona líka lekker, sérstaklega með bláa gítarnum mínum.
 • Ég prentaði út söngbók af Gítargrip í kvöld. Hún var 81 bls.
 • Þá er ég kominn með vel rúmlega 100 lög í möppuna. Ekki seinna vænna að fara að æfa sig.
 • Ég glími við ákaflega óræð og einkennileg meiðsl í vinstri upphandlegg. Í æfingum þar sem reynir á vöðvana þar, eins og t.d. Shoulder Press missi ég allt afl eftir nokkrar lyftur. Samt fylgir þessu engin sársauki.
 • Ég hef þjáðst grunsamlega lítið af harðsperrum og öðru fylgifiskum þess að byrja að sprikla eftir hlé. Kannski munar um að láta nokkra mánuði líða á milli en ekki nokkur ár.
 • Mig vantar capo. Veit samt ekki hvort að það borgi sig að kaupa svona einfalt á fimmhundruðkall eða hvort að ég eigi að spandera í eitthvað sem er meira turbo.
 • Mig hlakkar ekkert smá til að fara með filmur í framköllun! Eða kannski réttara sagt að fá þær úr framköllun.
 • Mig hlakkar minna til að borga fyrir framköllunina.