Hver tók ostinn minn?

Ég var að klára bókina Hver tók ostinn minn? Það er áskorun að takast á við breytingar eftir Dr. Spencer Johnson.
Þetta er víst sjálfshjálparbók en hún er í aðeins öðrum stíl en þær sem ég hef verið að lesa áður. Þetta er sem sagt dæmisaga sem fjallar um tvær mýs, Þef og Þeyting, og tvo menn, Loka og Lása og leit þeirra að ostinum í lífinu. Boðskapurinn er í stuttu máli sá að við verðum að takast á við breytingar til að fá meira út úr lífinu, til að fá meiri ost.
Fín bók og fljótlesin. Ég nýtti tækifærið og notaði hraðlestaraðferðir á hana og var ekki nema hálftíma að lesa hana og það í vinnutímanum(Já, það er sko brjálað að gera!)