Endalaus hamingja

Jæja, nú eru öll verkefni búin í bili 🙂

Í gær fórum við í vísindaferð til Upplýsingar sem er félag bókasafns-og upplýsingafræða. Það var mjög gaman og fínar veitingar. Fyrst fengum við smá fyrirlestur um félagið og svo fengum við að ráðast á áfengið og snakkið og spjalla að vild. Menn höfðu greinilega um nóg að tala, því að þetta var eins í fuglabjargi. Eftir á fórum við svo nokkur á Kaffi París og fengum okkur að borða og héldum aðeins áfram að drekka.

Stjórnarliðið fór svo heim til Evu og Hildar og þar horfðum við á Ídol. Ég hefði ekki getað verið hamingjusamari með úrslitin í þessum þætti. Gamla Ídolið mitt, Kalli var nefnilega efstur og kemst þess vegna áfram í úrslit. Í öðru sæti var svo stelpa frá Akureyri sem syngur geðveikt vel, hún vann líka í Söngkeppni framhaldsskólanna núna í vetur.
En mikið vona ég heitt og innilega að Kalli verði Ídol Íslands, aðallega vegna þess að þá er gulltryggt að maður fái að heyra meira frá honum 🙂

Í dag er tiltekt á dagskrá, enda ekki verið tekið til á heimilinu í hátt í 3 vikur. Það gengur frekar hægt, er samt búin að smá. Svo er það badminton á eftir og svo kósýlegheit heima með Óla í kvöld. Það verður óskaplega ljúft að kúra sig uppí sofa og horfa á TV-ið alveg án samviskubits.

En ég vona að þið hafið það gott líka…góða helgi!