Skólinn næstum búinn

Núna er farið styttast verulega í þessari önn, bara ein og hálf vika eftir af kennslu og drjúgur tími af þeim kennslustundum á eftir að fara í upprifjun fyrir próf. Núna er bara eftir eitt próf og eitt og hálft verkefni og þá verð ég komin í upplestrarfrí sem stendur í tvær vikur og svo eru 3 próf…og svo eru bara næstum komin jól. Mikið verður það nú ljúft 🙂

Mér er annars bara búið að ganga vel með þau verkefni sem ég er búin að fá til baka og mesta gleðin í þeim efnum er einkunn uppá 9.5 fyrir 40% ritgerð í 5 eininga kúrsi 🙂 Eintóm gleði yfir því, en er samt búin að fá fínar einkunnir fyrir hitt líka á bilinu 7-9,5 Ó mæ gad, æm so smart 🙂