Skelfileg bíóreynsla

Ég fór í bíó á sunnudagskvöldið ásamt litlu ljóskuvinkonum mínum(Hildi, Evu og Heiðu). Við fórum að sjá Texas Chainsaw Massacure. Og hef nú bara aldrei vitað annað eins…ég bara sat stjörf í sætinu mínu alla myndina og var með augun lokuð helminginn af myndinni og á köflum varð mér svo óglatt að mér fannst ég virkilega þurfa að æla. Yfirleitt hef ég mjög gaman af hryllingsmyndum og þær hafa þannig áhrif á mig að mér bregður við minnsta tilefni nokkra daga á eftir.
En þessi var bara glötuð. Of mikið ógeð með slappan söguþráð sem skyldi ekkert eftir sig.
Ég var bara ekki móttækileg fyrir þessum ofurviðbjóði þetta kvöld og ég hefði væntanlega gengið út í hléi ef ég hefði ekki verið driver(ekki gat ég farið að láta litlu ljóskurnar taka strætó;)
Mæli allavega ekki með þessu fyrir neinn…