Jólastress, próf og rokk í kaffi

Jæja, þá er ég búin að útbúa 10 pakka og skrifa 15 jólakort.
Ég var orðin svo stressuð yfir þessu að ég fékk jólagjafamartröð í nótt. Hún lýsti sér þannig að ég hafði gleymt að kaupa jólagjafir handa Óla og Svenna…og ég var á Vopnafirði á aðfangadag í stresskasti því að þeir voru ekki á Vopnafirði og Kaupfélagið var lokað. Einhversstaðar í draumnum var ég líka að reyna að velja svona pakkabönd en ég gat ekki ákveðið hvaða lit ég vildi og var að deyja úr stressi.
Ég vona að ég sofi vært í nótt. Ég á þó eftir að útbúa svona 5 pakka og skrifa ca. 10 jólakort í viðbót, en það er ekkert sem bráðliggur á, get dundað við það eftir próf 🙂

Annars gengur próflestur svona lala. Hann gæti gengið betur og hann gæti gengið verr. Þetta ætti þó allt að hafast á endanum.

Mér skilst annars að við séum að fá rokkhljómsveit í kaffi á morgun. Það verður áhugavert. Ég vona að það sé rokk að vera með skítug gólf og óhreint hár.