Mínar síður:

Gamalt:

Theme:


29. janúar 2004

Rútínuleysi og of mikill tími

Flokkað sem: Pælingar — Eygló @ 23:54

Mér finnst það ansi hreint merkilegt en þessa dagana þrái ég ekkert heitar en að vera í vinnu eða skóla með skyldumætingu eða að hafa fasta íþróttatíma eða eitthvað álíka. Mig er farið að vanta einhverja svona fasta rútínu, vantar einhvern/eitthvað sem bíður eftir mér á ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Kannski er það bara vegna þess að núna get ég nokkurnveginn ráðið tíma mínum sjálf…og þegar ég verð komin í rútínu þá fer ég að þrá frelsið. Rosalega er erfitt að sjá alltaf græna grasið hinu meginn.

Sé fram á það að þurfa að taka málið föstum tökum, búa mér til rútínu og koma reglu á líf mitt. Núna er ég t.d. farin að finna að líkami minn hrópar á hreyfingu en mikið hrikalega er nú erfitt að koma sér af stað. Eigum samt pantaðan badmintontíma á morgun svo að þetta er aðeins í áttina.

Hugsa að ástæðan fyrir litlu bloggi undanfarið sé hreinlega sú að ég hef haft of mikinn tíma til að blogga, þ.e. þegar maður hefur nóg af og alltof mikinn tíma þá kemur maður litlu sem engu í verk.

Engar athugasemdir

Engar athugasemdir.

Sorry, the comment form is closed at this time.