Sumarið er tíminn

Sumardagurinn fyrsti var ósköp ljúfur. Fljótlega eftir að hin fimm ára gömlu hjónaleysi vöknuðu (sem var í seinna lagi) fóru þau á American Style…svona í tilefni dagsins. Svo fóru litlu hjónaleysin í gönguferð og gengu í kringum Skerjafjörðinn (hverfið sko) og flugvallarsvæðið…sem er btw svakalegt flykki. Gönguferðin var mjög hressandi enda var veðrið frábært.

Núna áðan var ég svo að fá sumargjöf frá móður minni elskulegri. Ég fékk Clarins ilmvatn og sturtugel, mjöööög góð lykt af því 🙂 Mamma sendi svo nokkrar jólamyndir með þ.á.m. eina stórskemmtilega af mér og Óla fyrir framan jólatréð.

Næst á dagskrá hjá mér er svo próflestur. Hann mun vara í tvær vikur…en eftir nákvæmlega tvær vikur þá verð ég búin í prófunum. Eiginlega finnst mér það ógnvekjandi því það er svo margt sem ég á eftir að læra…en þetta hlýtur að hafast eins og venjulega.

Eftir tvær vikur byrjar svo sumarfríið og það verður bara stanslaus gleði í 4 mánuði 🙂 Jibbý!

Góðar stundir…