JÓLApróf

Ég er að fara í próf á morgun. Ég er hálfþunglynd yfir því. Mér finnst það mjög súrt að þurfa að vera að læra fyrir próf 20. desember. Eiginlega finnst mér Vopnafjörður, jólin og Svíþjóð vera hluti af einhverri fjarlægri draumsýn.

Mér er eiginlega bara orðið alveg sama um þetta próf, það fer aldrei verr en svo að ég þarf að lesa þetta aftur í ágúst og það er sem betur fer fjarlæg framtíð.

Jæja, það eru víst ekki nema 22 tímar í að þjáningum mínum ljúki. Best að vera duglegur við að þjást…

(Úff, talandi um lúxusvandamál!!!)