Einkunn komin í hús

Jæja, kannski kominn tími á að ljóstra upp einkunninni góðu fyrir almenningi 🙂 Þó að Olla sé eiginlega búin að því 😉 Ég fékk semsagt að vita á föstudaginn hvað ég hefði fengið fyrir BA verkefnið mitt. Ég fékk 9 og er ljómandi kát með það. Á tímabili var ég jafnvel hoppandi kát með það í orðsins fyllstu. Samkvæmt mínum útreikningum er meðaleinkunnin mín þá 8,17 sem þýðir að ég er með fyrstu einkunn (7,25-8,99) svo að ég er ljómandi kát með það líka.
Eftir 11 daga er svo útskrift. Kannski komin tími á að ákveða hvað ég ætla að gera í tilefni þess og jafnvel bjóða fólki. Og jafnvel komin tími á að kaupa útskriftarföt. Ég fór allavega í útskriftarklippinguna í morgun og núna er ég algjör krulla.