Hitt og þetta

Jæja, nú er ég vonandi endanlega risin upp úr rúminu! Farin að eiga í aðeins of nánu sambandi við sængina mína!

Fór nú samt á þorrablót og H-vaða um helgina (líkami minn passar uppá að ég sé nokkuð hress um helgar ;)). Bæði mjög gaman og ég mæli svo sannarlega með því að vera komin heim af djamminu fyrir kl. 2. Ég ætti líklegast að flytja til Svíþjóðar 😉
Dansinn á þorrablótinu var ljómandi skemmtilegur og röggsamlega stjórnað af Sigrúnu og Óla 🙂 Ég slapp alveg við að stjórna (eins gott!).
H-vaðinn var vel lukkaður. Gaman að hlusta á Alþingi og Hostile. Líka gaman að hitta Rósu, Björgu, Hjördísi og Bryndísi frænku 🙂

Nú er farið að styttast í Norðfjarðarferð. Fer á fimmtudaginn. Hlakka til að hitta alla og skoða höllina. Svenni og Hrönn ætla að ná í mig í Egilsstaði. Óttast mest að ég fái heimþrá til Vopnafjarðar þegar ég er komin svona nálægt…en ég vona að mamma og pabbi geti skroppið yfir á Norðfjörð um helgina.

Við erum að leggja drög að fimmtugsafmæli. Fylgist með.

X-H