Til hamingju með afmælið!

Hann á afmæli í dag, hann á afmæli í dag, hann á afmæli hann Svenni uppáhaldsbróðir, hann á afmæli í dag.

Hann er 28 ára í dag, hann er 28 ára í dag, hann er 28 ára hann Svenni uppáhaldsbróðir, hann er 28 ára í dag.

Veeeeiiiiiiii!!!

 

Ég hef…

(X) drukkið áfengi
( ) klesst bíl vinar/vinkonu
( ) stolið bíl (foreldranna)
(X) verið ástfanginn
( ) verið sagt upp af kærasta/kærustu
( ) faðmað einhvern ókunnugann (ekki svo ég muni)
( ) verið rekin/n
( ) lent í slagsmálum
( ) læðst út meðan ég bjó ennþá heima hjá foreldrunum (ekki mínum eigin foreldrum allavega ;))
(X) haft tilfinningar til einhvers sem endurgalt þær ekki
( ) verið handtekin/n
(X) farið á blint stefnumót (ætli það megi ekki kalla það blint stefnumót þegar við Óli hittumst fyrst)
(X) logið að vini/vinkonu (Já, já örugglega)
(X) skrópað í skólanum
( ) horft á einhvern deyja
( ) farið til Canada
( ) farið til Mexico (en það er á dagskránni)
(X) ferðast í flugvél
( ) kveikt í mér viljandi
( ) liðið yfir þig
(X) borðað sushi (einu sinni, einn bita)
( ) farið á sjóskíði
(X) farið á skíði (ekki oft og er ekki góð)
(X) hitt einhvern sem ég kynntist á internetinu (JÁ!)
(X) farið á tónleika
(X) tekið verkjalyf
(X) elskar einhvern eða saknar einhvers akkurat núna
(X) legið á bakinu úti og horft á skýin
(X) búið til snjóengil
(X) haldið kaffiboð
(X) flogið flugdreka
( ) byggt sandkastala
(X) hoppað í pollum
(X) farið í tískuleik(dress up)
(X) hoppað í laufblaðahrúgu
(X) rennt mér á sleða
(X) grátið
(X) svindlað í leik
(X) verið einmana
(X) sofnað í vinnunni/skólanum (í skólanum allavega)
(/) notað falsað skilríki (ekki beinlínis falsað, en það var ekki mitt skilríki)
(X) horft á sólarlagið
( ) fundið jarðskjálfta (Nei, ekki ennþá, kannski sem betur fer)
(X) sofið undir berum himni (ekki heila nótt samt)
(X) verið kitlaður (Já!)
( ) verið rændur
(X) verið misskilinn
(X) klappað hreindýri/geit/kengúru (allavega klappað geit)
(X) farið yfir á rauðu ljósi/virt stöðvunaskyldu að vettugi (einu sinni farið yfir á eldrauðu, en það var óvart, var sjokki lengi á eftir)
( ) verið rekin/n eða vísað úr skóla (Nei, ég er góð stelpa)
(X) lent í bílslysi (Já, en engu alvarlegu, bara svona smánudd)
( ) verið með spangir/góm (Nei, barðist hatrammlega gegn því á sínum tíma og hef þess vegna mitt fallega frekjuskarð og yfirbit ennþá)
(X) liðið eins og ég passaði ekki inn í/þriðja hjól undir vagni (úff, já)
( ) borðað líter af ís á einu kvöldi (er mjög hófsöm þegar kemur að ís)
(X) fengið deja vu
(X) dansað í tunglskininu (og mun gera meira af því eftir að ég fékk stjörnukíkinn)
(X) fundist þú líta vel út
( ) verið vitni að glæp (held ekki, en það fer nottlega eftir því hvernig maður skilgreinir glæp)
(X) efast um að hjartað segði þér rétt til
(X) verið gagntekinn af post-it miðum (veit ekki alveg með gagntekin, en ég nota þá mikið í vinnunni)
( ) leikið mér berfættur í drullunni (held bara ekki, maður var alltaf í stígvélum í sveitinni)
(X) verið týndur (Já, a.m.k. einu sinni. Ég var 9 ára að þvælast uppí fjalli og mamma og pabbi DAUÐhrædd um mig. En ÉG var auðvitað ekkert týnd)
( ) synt í sjónum (nei, bara synt í ám og tjörnum)
( ) fundist ég vera að deyja (Nei, ekki beinlínis)
(X) grátið þig í svefn
(X) farið í löggu og bófa leik (Í næstum öllum frímínútum í mörg ár)
( ) litað nýlega með vaxlitum (Nei, því miður, er alltaf á leiðinni að kaupa liti og litabók)
( ) sungið í karaókí (Nei, en einu sinni í Singstar)
(X) borgað fyrir máltíð eingöngu með smápeningum (Já, örugglega einhverntíma í frímó í gamla daga)
(X) gert eitthvað sem þú lofaðir sjálfri/sjálfum þér að gera ekki
(X) hringt símahrekk (Já, það var mikið sport á tímabili og fór stundum yfir strikið)
(X) hlegið þannig að gosið frussaðist út um nefið á þér (Já, það er ekki þægilegt)
(X) stungið út tungunni til að ná snjókorni
(X) dansað í rigningunni
(X) skrifað bréf til jólasveinsins
( ) verið kysst/ur undir mistilteini
(X) horft á sólarupprásina með einhverjum sem þér þykir vænt um (það jafnast ekkert á við sólarupprásina á Rauðhólum í maí)
(X) blásið sápukúlur
(/) kveikt bál á ströndinni (ég hef nú ekki kveikt bálið sjálf en verið við bál á ströndinni)
(X) komið óboðin/n í partý
(X) verið beðin/n um að yfirgefa partýið sem þú komst óboðin/n í (hmmm, já. Eva ætti að muna eftir því ;))
( ) farið á rúlluskauta/línuskauta
(X) hefur einhver óska þinna ræst
( ) farið í fallhlífastökk
( ) hefur einhver haldið óvænt boð fyrir þig
( ) gert þig af þvílíku fífli fyrir framan fullt af fólki (Njah, held ekki en kannski fyrir framan fáa útvalda)
(X) farið nakin í sund
( ) rennt þér á grasinu á snjóþotu
(X) logið fyrir vini þína
( ) fengið sms frá einhverjum sem þú veist ekkert hver er og byrjað að spjalla við manneskjuna.

Elsku strætó

Þeir mega sko henda þessu strætókerfi! Nú í dag var verið að taka í gangið nýtt strætókerfi(þeir segja að það séu endurbætur á því gamla nýja). Ég var búin að lesa um það í blöðunum hvaða endubætur ætti að gera á kerfinu og leist bara ágætlega á. Var svo að skoða hvort að þeir strætóar sem ég þarf að nota væru ekki bara eins en NEI, þá er búið að fokka í öllum helvítis tímatöflunum svo ég þarf t.d. að vakna korteri fyrr á morgnanna (og hanga í vinnunni í korter áður en ég þarf að byrja að vinna) og bíða í strætóskýli í 10-15 mínútur eftir vinnu (hæsta lagi 5 áður). FRÁBÆRT! Mig langaði einmitt að missa 25 mínútur úr sólarhringnum (fannst hann fulllangur, þið skiljið).
Hvaða lógík er í því að hlusta á alla sem kvarta og fokka í kerfinu eftir þeirra hugmyndnum? Hvað með þá sem sögðu ekki orð (nema kannski til að dásama kerfið) og voru ánægðir? Var eitthvað tékkað á þeim?
Einkabíllinn rúlar…eða hvað?

Ég á afmæli á morgun!

…þess vegna er viðeigandi að birta óskalista (athugið að listinn er ekki tæmandi) 🙂 

Bækur:
Uppskriftabækur (t.d. Ostalyst 1 og 3)
Spakmælabækur
Ljósmyndabækur
Jóga fyrir byrjendur – Guðjón Bergmann
Þú átt nóg af peningum – Ingólfur H. Ingólfsson
Á morgun segir sá lati – Rita Emmett

DVD:
Lion King
My so called life þættirnir

Gjafabréf:
-Kringlan
-Smáralind
-út að borða
-leikhús
-snyrtistofu (handsnyrting, nudd)

Spil:
Catan – framhald – Borgir og riddarar
Latador (ekki fáanlegt nema kannski notað)

Föt:
Röndóttir og blómóttir sokkar
Gönguskór
Flíspeysa
Eitthvað smart að eigin vali

Ferðalög:
Utanlandsferðir (Indland, Perú og Kaupmannahöfn ofarlega á lista(fyrir utan þær sem eru nú þegar planaðar))
Innanlandsferðir (Vopnafjörður, sumarbústaðaferðir og gönguferð um Hornstrandir ofarlega á lista)

Skartgripir:
Hálsmen
Hringar
Armbönd

Tónlist:
Miðar á skemmtilega tónleika
Páll Óskar – Seif

Eitthvað gagnlegt og fallegt í búið

Fleiri samverustundir
Gott veður í allt sumar
Ást og hamingja fyrir alla