You Are Marge Simpson |
You’re a devoted family member who loves unconditionally.
Sometimes, though, you dream about living a wild secret life! You will be remembered for: your good cooking and evading the police Your life philosophy: „You should listen to your heart, and not the voices in your head.“ |
Marge
Sturta í Skotlandi
Samkvæmt veðursíðunni sem ég var að skoða verður „sturta“ allan tímann sem við verðum í Skotlandi og eitthvað á bilinu 5-10 stiga hiti. Get allavega huggað mig við það að veðurspáin fyrir Reykjavík er verri. Annars er það ekki veðrið sem skiptir máli heldur viðhorfið Best að pakka gula regnstakknum, þá er líka engin hætta á að Óli týni mér
Frífrí
Það er ekki laust við að maður sé farin að hlakka til 11 daga frísins En fyrst er það vinna í 4 og hálfan tíma
Viðreynsla í 10-11
Hressandi að skreppa í 10-11 seint um kvöld og það sem mætir manni þegar maður kemur inn er svartur maður (jú, það skiptir máli) sem spyr: „Can I talk to you? Are you single?“
Mikið var ég fegin að hann skyldi ekki elta mig heim!
Pirrandi auglýsing
Ohhh, ég þoli ekki auglýsinguna frá Landsbankanum sem er á mbl.is. Hún fylgir manni alltaf eftir þegar maður skrollar niður síðuna og truflar mann við fréttalesturinn! Liggur við að ég nenni ekki lengur að skoða fréttir á mbl…
Gönguskór
Ég ætla að kaupa mér góða gönguskó. Er einhver þarna úti með góð eða sérviskuleg ráð?
Draumalandið
Hver vill koma með mér á fyrirlestur Andra Snæs Magnasonar um Draumalandið? Fyrirlesturinn er í Sólheimasafni (Sólheimum 27) á fimmtudaginn kl. 18.
Svo mæli ég auðvitað með því að allir lesi Draumlandið! Getið fengið hana lánaða hjá mér.