Mínar síður:

Gamalt:

Theme:


25. júlí 2006

Esjan

Flokkað sem: Ferðalög,Líkamsrækt — Eygló @ 23:29

Ég gekk á Esjuna um helgina með Hildi, Evu og Rósu. Það var gaman og það var erfitt. Er enn að jafna mig. Esjan? Þessi skítahóll þeirra þarna fyrir sunnan? Í sveitinni minni eru sko miklu stærri og fallegri fjöll.

Truflun?

Flokkað sem: Almennt — Eygló @ 10:15

Ég vona að ég sé ekki að trufla.

21. júlí 2006

Magnificent

Flokkað sem: Tónlist — Eygló @ 17:52

Var ég búin að minnast á það hvað ég er stolt af Magna? Mér leið bara eins og Ísland væri að vinna Júróvisjón á miðvikudagskvöldið! Go Magni!

12. júlí 2006

Obladi Oblada

Flokkað sem: Daglegt líf,Kaupa,Sjónvarp,Tónlist,Vinir — Eygló @ 22:30

Þetta var hreint ágætur dagur. Merkilegt nokk.

Það er rólegt í vinnunni þessa dagana. Verið að uppfæra Gegni og þess vegna getum við lítið gert í vinnunni nema segja: „Því miður, við getum ekkert gert fyrir þig“. Það er samt hægt að skila bókum og fá bækur lánaðar.

Fór klukkutíma fyrr úr vinnunni og spókaði mig í bænum með Rósu. Fékk auðvitað kaupæði. Keypti jakka og tvo boli í Flash og skó af götusölukonu. Þetta kostaði ekki nema tæpan 10.000 kall allt saman. Rósa greyið keypti ekkert nema þurrkaða ávexti. Mér fannst reyndar fyndið hvað ég vanmat hæðina á Rósu. „Hva, ertu nokkuð nema svona einnogsjötíu?“ „Uuu, ég er reyndar einn sjötíuogsjö“. Svona er ég nú stór, ég tek ekkert eftir því þó fólk í kringum mig sé hávaxið.

Svo fór ég til Heiðu. Borðaði samloku og kók hjá henni og við spjölluðum og gláptum á sjónvarpið.

Núna er ég að horfa á Magni Rockstar: Supernova. Mikið er ég stolt af honum. Hann er alveg að brillera þarna. Svo er hann svo góður við alla. Er eiginlega eins og hann sé pabbi allra hinna. Ég á mynd af Magna sem er tekin á Eiðum 1997. Ætli hún sé ekki mikils virði í dag 😉 En ég verð að viðurkenna að ég var mikill aðdáandi Magna meðan hann var í Shape. Alltaf gaman að sjá æskugoðin verða að stórstjörnum…eða eitthvað.

Jæja, best að einbeita sér að sjónvarpinu. Ógeðslega er gaman að horfa á þennan þátt, svo skemmtileg lög og góðir söngvarar.

Góða nótt

11. júlí 2006

Hvað er títt síðan síðast?

Flokkað sem: Ferðalög,Fjölskyldan — Eygló @ 19:51

Mamma og pabbi komu frá Skotlandi eftir vel heppnaða ferð heyrðist mér. Ég náði í þau á Kelfavíkurflugvöll. Seinna um daginn fórum við í Rauðhóla hina syðri. Það var gaman að koma þangað loksins. Svo tókum við stóran rúnt um Heiðmörk, fórum allskonar fjallabaksleiðir og ég gerði margar uppgötvanir á leiðinni. Verð að fara þarna aftur. Svo var grillað, ekki mikið kveikt í í þetta skipti.

Á þriðjudeginum fórum við svo í nokkrar búðir, á Þjóðminjasafnið (eða Ruslasafnið eins og sumir vildu kalla það) og í heimsókn til Ásu og Nonna. Fórum svo á American Style um kvöldið.

Pabbi flaug heim á miðvikudagsmorguninn og við mamma skutluðum honum. Svo fórum við aftur heim að sofa. Svo fór ég í klippingu. Eyddum restinni af deginum í Kringlunni og versluðum svolítið.

Á fimmtudeginum fórum við mamma í sund um morguninn eftir klukkutímaferð í Europris (merkilegt hvað tíminn flýgur í þessari búð). Svo hittum við Hrönn mágkonu niðrí bæ um hádegið og fengum okkur að borða. Svo versluðum við svolítið á Laugarveginum, aðallega kjóla og skó 🙂 Um kvöldið fórum við svo aftur í Kringluna. Eftir að Kringlan lokaði fórum við í Fossvogskirkjugarð og heimsóttum leiði Jóhannesar frænda og Guðrúnar. Svo datt okkur í hug að líta til Guðrúnar frænku (dóttur Jóhannesar og Guðrúnar í kirkjugarðinum). Þar fengum við auðvitað góðar móttökur.

Á föstudeginum tókum við því rólega fyrir hádegi og borðuðum hádegismat úti á palli. Eftir hádegið fórum við út í Viðey með Hrönn og fórum í góðan göngutúr þar. Um kvöldið fórum við Óli svo út að borða á Pizza Hut með Hrönn.

Helgin var svo bara frekar róleg. Mamma fór í gærmorgun og sumarfríið mitt búið í bili.

En ég er búin að panta mér flug til Vopnafjarðar og verð þar síðustu helgina í júlí. JibbýJey!

Annars er bara mest lítið að frétta…

3. júlí 2006

Heiðmörk, Gullni hringurinn og maraþon

Flokkað sem: Ferðalög,Líkamsrækt — Eygló @ 11:48

Grillið í Heiðmörk var gott. Komst loksins að því hvar Rauðhólar væru.

Fór Gullna hringinn með Evu í gær. Fengum mjög undarlegt veður, skiptust á skin og skúrir. Borðuðum nesti á Þingvöllum í sólskini. Borðuðum aftur nesti í bílnum við Gullfoss, ekki hægt að borða úti fyrir roki og rigningu. Ég legg til að vegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns verði lagaður, a.m.k. að reynt að vinna aðeins á þvottabrettunum. Annars var þetta góð ferð.

Ég var að spá í að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa heilt maraþon…eða kannski bara 3 km skemmtiskokk. Er einhver sem nennir að rölta með mér?

1. júlí 2006

Sumarið er tíminn…

Flokkað sem: Almennt — Eygló @ 12:15

Það er kominn júlí! Ótrúlegt hvað tíminn æðir áfram og einhvernveginn verður manni ekkert úr verki. En svona er þetta bara.

Ég er svosem búin að gera ýmislegt í sumar og það er ýmislegt á planinu. Samt næ ég aldrei að gera helminginn af því sem ég ætla mér. En núna er ég allavega komin í sumarfrí (eitt af mörgum) og þarf ekki að mæta í vinnu fyrr en 10. júlí. Ég ætla að nota fríið í að gera eitthvað skemmtilegt með mömmu og pabba. Þau koma frá Skotlandi á mánudaginn. Kannski næ ég að plata þau til að ganga á Esjuna eins og hefur verið á planinu síðustu sumur en aldrei orðið af. Vona líka að ég sjái aðeins meira af vinum mínum á næstunni heldur en ég hef gert það sem af er sumri. Langar einhvern í útilegu?

Jæja, næst á dagskrá er grill uppí Heiðmörk. Bæjó!