Heiðmörk, Gullni hringurinn og maraþon

Grillið í Heiðmörk var gott. Komst loksins að því hvar Rauðhólar væru.

Fór Gullna hringinn með Evu í gær. Fengum mjög undarlegt veður, skiptust á skin og skúrir. Borðuðum nesti á Þingvöllum í sólskini. Borðuðum aftur nesti í bílnum við Gullfoss, ekki hægt að borða úti fyrir roki og rigningu. Ég legg til að vegurinn milli Þingvalla og Laugarvatns verði lagaður, a.m.k. að reynt að vinna aðeins á þvottabrettunum. Annars var þetta góð ferð.

Ég var að spá í að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa heilt maraþon…eða kannski bara 3 km skemmtiskokk. Er einhver sem nennir að rölta með mér?