Mínar síður:

Gamalt:

Theme:


28. september 2006

Ljósin slökkt

Flokkað sem: Almennt — Eygló @ 22:48

Þessir Reykvíkingar sko! Það fyrsta sem þeim datt í hug þegar öll götuljós eru slökkt í Reykjavík var að fara út á rúntinn á ljósadósinni sinni! Mér líka reyndar…

27. september 2006

Frí bókasafnsskírteini

Flokkað sem: Vinnan — Eygló @ 18:49

Það er hægt að fá frítt skírteini á Borgarbókasafninu fram á laugardag. Líka frítt að endurnýja skírteini. Allir með fullu viti fara á Borgarbókasafnið og fá sér kort!

23. september 2006

Jájá

Flokkað sem: Almennt — Eygló @ 03:45

Er líf á Mars? Hmmm, maður spyr sig. Spurning að vekja upp „gamalt“ áhugamál og komast að því.

Fór annars á Gotlandshitting í kvöld og skemmti mér vel. Svo vorum við Jóhanna farnar að röfla svolítið, þá fóru karlarnir okkar að ýja að því hvort ekki væri komið gott…:)

Mintzberg á morgun.

Góða nótt!

22. september 2006

Flokkað sem: Almennt — Eygló @ 16:03

Ég er með hausverk…og það er ekki einu sinni komin helgi.

17. september 2006

Blogg

Flokkað sem: Daglegt líf — Eygló @ 22:52

Já, ég blogga…stundum.

Það er nóg að gera hjá mér þessa dagana. Er að vinna á bókasafninu mínu, er komin í skólann aftur og fer í leikfimi þrisvar í viku. Inná milli reyni ég að hitta vini og vandamenn, læra heima, þvo þvott og auðvitað knúsa Ólann minn.

Ef þið viljið fá nánari fréttir þá er bara að hringja, bjalla í mig á MSNinu eða jafnvel mæla sér mót við mig 😉