Komin í sveitina

Þá er ég komin í sveitina mína. Það gekk ekki alveg átakalaust fyrir sig. Ef allt hefði verið á áætlun hefði ég verið komin klukkan 10 í gærmorgun en ég kom klukkan 8 í gærkvöldi.

Á Reykjavíkurflugvelli var algjört kaos. Þar þurfti ég að bíða í 5 klukkutíma, mér til mikillar skemmtunar. Var reyndar á tímabili að spá í að fá far hjá Írisi og Hrafnkeli en ákvað svo að taka ekki sjensinn á að missa af tengifluginu til Vopnafjarðar.
Ég náði svo síðasta flugi til Akureyrar áður en öllu flugi var aflýst í gær. Hjúkkit. En ég fór í loftið um það leyti sem vinnudeginum mínum hefði átt að ljúka, vel farið með það frí. Fékk svo að bíða í klukkutíma á Akureyri. Þá var flogið til Þórshafnar og svo keyrt yfir á Vopnafjörð. Mjög skemmtilegt ferðalag eða þannig, en rosalega var ég samt fegin að komast alla leið.

En mikið voru vinnubrögð Flugfélagsins undarleg. Svona svipað og hjá Náttúrugripasafninu…eins og það væri ekki til nein viðbragðsáætlun.