Eygló nærsýna

Ég fór til augnlæknis fyrir rúmri viku til að láta mæla í mér sjónina. Niðurstaða: Ég er nærsýn, með mínus einn á báðum.

Ég var búin að fá nokkur merki um að sjónin í mér væri nú kannski ekki alveg í lagi og þess vegna fór ég og lét tékka á þessu. Ég þarf gleraugun fyrst og fremst þegar ég er að horfa á sjónvarpið, keyra (sérstaklega á kvöldin) og annað sem krefst þess að ég sjái vel frá mér.

Ég er búin að fara í tvær gleraugnaverslanir, Optical Studio í Smáralind og Augað í Kringlunni, og máta gleraugu. Fann gleraugu í báðum búðunum sem ég gat alveg sætt mig við. Þau kostuðu á bilinu 25-30 þúsund.
Það skal tekið fram að ég get ekki keypt gleraugu fyrir smáaura í Tiger eða Bónus. Það eru bara fjarsýnisgleraugu.

Hvað segið þið þarna úti? Hvað er eðlilegt verð á gleraugum? Er eitthvað sérstakt sem maður þarf að hafa í huga þegar maður er að velja gleraugu? Hvaða gleraugnaverslunum mælið þið með?