Mínar síður:

Gamalt:

Theme:


18. mars 2007

Hitt og þetta

Flokkað sem: Persónulegt — Eygló @ 18:21

Ég hef ekki nagað neglurnar í hátt í fjóra mánuði núna, ég held að það sé met. Það er gott að vera með snyrtilegar neglur. „Vanskapaða“ nöglin mín lítur meira að segja bara nokkuð vel út. Ég hlýt að hafa byrjað að naga hana í móðurkviði og þess vegna sé hún svona. Þegar ég fell í nagbindindi þá verður hún líka alltaf fyrsta fórnarlambið. Greyið litla. Ég fór í handsnyrtingu um daginn til að verðlauna mig fyrir dugnaðinn. Það var ágætt, samt kannski ekki alveg peninganna virði, bara betra að gera þetta í rólegheitum heima nema maður vaði í peningum.

Ég gerði skattaskýrsluna í gær. Það tók ca. hálftíma. Einfaldara núna en í fyrra þegar við vorum með íbúðakaup á skýrslunni. Þetta er afskaplega einfalt núna þegar búið er að færa flestar tölur inn fyrirfram og það sem uppá vantar er að mestu leyti hægt að flytja úr heimabankanum. Stundum einfalda tölvur lífið. Og, já það stefnir í gott partý 1. ágúst 🙂

Ég hitti Flóka Nilla- og Sibbuson í fyrsta skipti á föstudaginn. Hann er voða sætur. Hann sýndi okkur bæði sínar verstu og bestu hliðar. Hann var ekkert of glaður með að ég væri að halda á honum (enda kannski ekki með vönustu hendur í heimi þegar kemur að ungabörnum, en það lagast vonandi einn daginn ;)) en svo var hann voða kátur með að fá að sitja sjálfur og spjalla við mömmu sína. Flóki er einum degi yngri en Freyr frændi. Eftir heimsókina til Flóka er ég farin að hlakka enn meir til að hitta Frey um næstu helgi, því hann hefur örugglega breyst heilan helling síðan ég sá hann síðast.

Ég skúraði í dag. Það gerist sjaldan en er afskaplega vandað þegar það gerist. Klappið fyrir mér.

Við Óli erum búin að vera saman í 2 mánuði og ætlum að halda því áfram.

« Á lífi   Helgin »

7 athugasemdir

 1. Til hamingju með 2 mánuðina;)

  Comment by Jóhanna — 18. mars 2007 @ 19:28

 2. Ég er búin að fatta nýja skúringagræju og vá hvað er gaman að skúra með henni. Þarf eiginlega að blogga um það 🙂
  Maður setur sem sagt vatn í skaftið og sprautar því svo á gólfið… þetta er allt annað líf. Mummi dauðöfundaði mig að því að vera að skúra.

  Comment by Hafdis — 19. mars 2007 @ 11:09

 3. Já, mamma var eitthvað að tala um þessa græju um daginn. Kannski maður splæsi svoleiðis á sig.

  Comment by Eygló — 19. mars 2007 @ 13:16

 4. Já þessi skúringagræja er snilld! Við eigum svoleiðis og ég skil bara ekki hvernig fólk nennir að skúra öðruvísi.

  Comment by Jóhanna — 19. mars 2007 @ 14:46

 5. Til hamingju með bindindið.. frábært ! Ég man hvað ég var ánægð með mig þegar ég var hætt.
  Það er greinilegt að það stefnir í herjarinnar partý 1.ágúst hjá mörgum 😉
  Til hamingju með tvo mánuðinna..

  Comment by Lena Ýr — 21. mars 2007 @ 13:31

 6. Ég mæli með enjo hreingerningavörum! Fékk svoleiðis kynningu hjá mágkonu minni í gær og féll gjörsamlega fyrir þessu. Þetta auðveldar þrifin til muna og er auk þess afar umhverfisvænt og því hentugt fyrir alla sem vilja vera vænir – og grænir 😉

  Comment by Rósa — 22. mars 2007 @ 12:56

 7. Innilegar hamingju óskir með bindindið 🙂

  Comment by Ingibjörg frænka — 25. mars 2007 @ 01:33

Sorry, the comment form is closed at this time.