Mínar síður:

Gamalt:

Theme:


26. mars 2007

Fermingarafmæli, egg og gleraugu

Flokkað sem: Dagbók — Eygló @ 17:04

Ég gleymdi 10 ára fermingarafmælinu mínu! Og það var enginn að minna mig á það! Ég fermdist 23. mars 1997 og átti því 10 ára fermingarafmæli á föstudaginn. En það verður haldið uppá það með pomp og prakt (og hvítvíni) í sumar með fermingarsystkinunum.

Ég keypti mér Haribo-nammiegg í Bónus áðan. Loksins fæ ég páskaegg sem mér finnst bragðgott. En ætli ég verði samt ekki að skella mér á eitt lítið Nóa-egg líka, svona til að fá málshátt.

Gleraugun mín eru skítug.

« Helgin   Fréttir »

Ein athugasemd

  1. Gleraugun mín eru alltaf skítug.

    Fermingarafmæli, ég hef aldrei heyrt um það áður. Ég hata líka flest fermingarsystkin mín, myndi ekki mæta í soleiðis nema maríneruð í rauðíni.

    Comment by Hjördís — 26. mars 2007 @ 22:16

Sorry, the comment form is closed at this time.