Þróunarríkið Kárahnjúkar

Hvað er málið með Kárahnjúka? Eru engar öryggiskröfur gerðar þar?  Finnst mönnum bara eðlilegt að fjöldi fólks láti lífið við störf sín þar? Finnst mönnum bara eðlilegt að matareitrun komi upp þar aðra hverja viku? Er íslenska ríkinu bara nákvæmlega sama um fólkið sem vinnur þarna? Eru Kárahnjúkar ekki á Íslandi?

Í dag er 16. júní…

Stundum borgar sig að vera heimtufrekur 🙂 Alveg 21 athugasemd 🙂 Þið megið samt alveg vera duglegri við að athugasemda þó ég sé ekki í frekjukasti 😉

Rósa og Sigrún Hanna eru að útskrifast úr þjóðfræðinni í dag, sem þýðir partý í kvöld 🙂 Til hamingju stelpur.  Hrafnkell er líka að útskrifast í dag úr fornleifafræði. Til hamingju strákur.

Ég lofa ítarlegra bloggi fljótlega.

Njótið sumarsins á sandölum og ermalausum bol, nú eða pollagalla.

Óskalög sjómanna

Fiskifréttir eru keyptar inn í Foldasafn. Í morgun kom nýja blaðið í mínar hendur og ég rak augun í fyrirsögn á forsíðunni…Óskalög sjómanna. „Hmmm, best að skoða þetta. Örugglega eitthvað sem Rósa gæti haft áhuga á.“ En þetta var þá heillöng grein eftir Rósu sjálfa, byggð á BA-ritgerðinni hennar! Ég eyddi hádegishléinu mínu í lestur. Það var vel þess virði. Mjög fróðleg grein og margar skemmtilegar pælingar.
Það er ekki svo lítið að afrek að fá birta eftir sig grein, áður en maður útskrifast 🙂 Til hamingju, Rósa.

Finnst viðeigandi í ljósi nýjustu frétta af þorskstofninum að láta þennan texta eftir Bubba og Tolla fylgja með. Hann á fyllilega við í dag.

Það er kyrrlátt kvöld við fjörðinn
ryðgað liggur bárujárn við veginn
Máfurinn, múkkinn og vargurinn
hvergi finna innyflin

Meðan þung vaka fjöll yfir hafi
í þögn stendur verksmiðjan ein
svo langt frá hafi,
ekkert okkar snýr aftur heim.

Því allir fóru suður í haust
í kjölfar hins drottnandi herra
Bátar fúna rotna við naust
það nam vart með öðru en að hnerra

Dauðadóm sinn hvað hann upp og glotti
þorpsbúa hann hafði að háði og spotti,
síldin farin, fer ég líka
suður á bankana vald

Godfather, saumó, reyklaus, geymslan og afmæli

Ég hafði það af að horfa á Godfather part II í kvöld. Ég er hægt og bítandi að sigrast á Godfather-fordómum mínum. Þetta eru ágætismyndir. Svo verður lagt í Godfather part III einhverntíma bráðlega, Óli verður að fá að vita hvernig My so-called life endar 😉

Svenni bróðir kíkti á okkur frá miðvikudegi til föstudags. Sáum reyndar ekki mikið af honum, hann er svo duglegur að vinna drengurinn 🙂 En nú fer að styttast í Danmerkurferð. Það verður ljúft.

Það var saumaklúbbur á fimmtudagskvöldið. Þar er búið að innleiða nýja reglu, að segja frá „highs and lows“ frá síðasta hittingi. Ég held að highs-ið mitt hafi verið Uriah Heep tónleikarnir um daginn ásamt því að fara í sveitina mína. En lows-ið er svo low að ég held ég tjái mig ekki um það hér (og gerði það ekki heldur þar, kannski seinna stelpur). Er annars farin að hlakka til að djamma með saumaklúbbnum og fleiru góðu fólki í brúðkaupi ársins 🙂

Við fórum út að borða með Vantrúarliðum á föstudagskvöldið og svo á pöbbarölt. Mikið var gott að vera laus við reykinn. Verður gott að geta farið út að skemmta sér án þess að verða útúrreykt. Það voru heilmiklar umræður og komu fram margar hugmyndir eins og venjulega á svona hittingum. Svo er stefnt að árshátíð á Akureyri í haust, það verður stuð.

Í gær unnum við Óli stórvirki. Við tókum til í geymslunni! Fylltum átta stóra ruslapoka og meira til. Mikið var gott að klára þetta verk af. Nú er geymslan ofursnyrtileg og maður missir ekki geðheilsuna við það eitt að koma þar inn. Fórum svo þrjár ferðir í Sorpu í dag. Næst á dagskrá er að taka til í íbúðinni og setja dót niðrí geymslu 😉

Í gærkvöldi hélt Hjördís uppá afmælið sitt. Hún bauð uppá rosa góða smárétti og freyðivín. Það var gaman að hitta „bókasafnsfræðinördana“, verst að Danna vantaði. Við gáfum Hjördísi myndavél og núna verður hún vonandi dugleg að dæla inn myndum á síðuna sína.

Sæl að sinni. Góða nótt :o*